Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Qupperneq 12
Gyða J. Ólafsdóttir og Oddný F. Lárusdóttir:
Nýja MS-húsið —
aðdragandi og aðgerðir
Iapríl 1986 hóf MS-félag íslands
rekstur sjúkradagvistar í Álandi 13
í húsnæði sem Reykjavíkurborg
leigir félaginu til handa MS-sjúkl-
ingum. Leyfi fékkst frá heilbrigðis-
og tryggingaráðuneyti fyrir 20
sjúklinga, til sjúkra- og iðjuþjálfunar,
félags- og læknisfræðilegraraðstoðar.
Frá upphafi hefur stefnan verið að
dagvistin væri lfkari stóru heimili en
stofnun. Því hefur verið reynt að hafa
alit sem heimilislegast, heimabakað
kaffibrauð o.s.frv. Ferðaþjónusta er
fyrir þá sem þurfa á að halda, en sumir
koma á eigin vegum.
Dagvistin veitir fólki ekki aðeins
líkamlega þjálfun heldur er félags-
legum þörfum sinnt, meðal annars
með stuttum ferðalögum, skoðaðar
sýningar o.fl.
Tvisvar í viku er farið í sund, en
prýðileg aðstaða er til þessa í sundlaug
Grensásdeildar Borgarspítalans.
Það nýjasta varðandi sjúkraþjálfun
er hestamennska, sem er mjög góð
jafnvægisþjálfun, farið er vikulega að
Reykjalundi þar sem við njótum
þessarar aðstöðu.
Margir hafa notið góðs af þessu
framtaki félagsins. AðstandendurMS-
fóiks fengu nú tækifæri til að vinna
utan heimilis og sinna sínum hugð-
arefnum, sjúkraþjálfunin gerði það að
verkum að fólki leið betur og þurfti
því sjaldnar að leggjast á sjúkrahús.
Fljótlega fór að þrengjast um
starfsemina því húsnæðið var ekki
nema 190ferm. Eftirspurnineftirdvöl
var meiri en húsrúm leyfði, því var
enn sótt um leyfi til heilbrigðisráðu-
neytis til dvalar fimm sjúklinga til
viðbótar sem fékkst eftir 40 ferm.
stækkun á húsnæðinu, sem var að
hluta til fjármögnuð úr Framkvæmda-
sjóði fatlaðra.
Stækkunin dugði skammt, því
fljótlega var komið í sama horfið.
Og var nú komið að veigamikilli
Gyða J. Ólafsdóttir.
ákvörðun hjá félaginu, nauðsynlegt
var að fá stærra húsnæði undir þessa
viðamiklu starfsemi.
1990 fékkst staðfest að Fiússjóður
ÖBÍ. léti MS-félaginu í té hluta lóðar
sinnar við Sléttuveg. Nú eftir þriggja
ára undirbúning og viðræður við
stjórnvöld, og rúmum 7 árum frá því
starfsemi dagvistunarinnar hófst, er
draumurinn hjá félagsmönnum um
stærra húsnæði í sjónmáli.
Hönnun lauk í maí sl., hönnuðir
voru Jón Ólafur Ólafsson og Sigurður
Einarsson hjá Batteríinu, Almenna
verkfræðistofan sá um verkfræði-
þáttinn. Húsbyggingin var boðin út í
lok maí og við opnun tilboða kom í
ljós að Feðgar s.f. áttu lægsta tilboðið
kr. 49.679.325, en upphaflegkostnað-
aráætlun var um 60 milljónir. Þá var
ekki eftir neinu að bíða og þann 11.
júní sl. var tekin fyrsta skóflustungan
að nýju MS-húsi við Sléttuveg 5, við
hlið Oddshúss.
Fjármögnun á framkvæmdunum
er með ýmsu móti: Reykjavíkurborg,
heilbrigðisráðuneytið og Fram-
kvæmdasjóður fatlaðra styðja félagið
Oddný F. Lárusdóttir.
auk þess sem félagið hefur í mörg ár
aflað fjár með sölu jóla-, gjafa- og
minningarkorta. Mörg líknarfélög
hafa og stutt MS-félagið bæði með
fjárframlögum og með ýmsu öðru móti
og er það félaginu ómetanlegt.
I nýja húsinu verður veruleg
áhersla lögð á sjúkraþjálfun, en aðstaða
til hennar verður mjög góð sem gerir
það að verkum að hægt verður að
leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi
meðferð en rannsóknir hafa leitt í ljós
að slfkt getur seinkað gangi sjúk-
dómsins, og þar með verða sjúklingar
lengur virkari þjóðfélagsþegnarog það
léttir ekki einungis þeim lífið, heldur
minnka einnig fjárhagslegar byrðar
hins opinbera, því kostnaður á hvern
óvinnufæran sjúkling er óheyrilegur.
Reynslan hefur leitt í ljós að kostir
sjúkraþjálfunar og dagvistunar eru
ótvíræðir fyrir fólk með MS. Það er
því von MS-félagsins að þetta nýja
hús verði til þess að MS-fólk geti átt
betra líf í framtíðinni.
Gyða og Oddný
— form. og varaform.
MS-félagsins.