Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Síða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Síða 24
VI Ð H O RF Bolli Héðinsson hagfræðingur: VELFERÐ ALLRA Allt frá því samfélag okkar fór með i aukinni og almennri velmegun að taka á sig þá mynd, sem við höfum þekkt það í hin síðari ár, hefur ríkt víðtæk samstaða allra hreyfinga sam- taka og flokka um með hvaða hætti við búum að og hlúum sameiginlega að þeim einstaklingum, sem á aðstoð samfélagsins þurfa að halda. Þetta hef- ur verið gæfa og aðaismerki íslensks nútímasamfélags. Þetta er merki sem ekki má láta niður falla, heldur ber að líta á það sem einn af hymingarsteinum þjóðfélagsgerðar okkar. Breyttir tímar kalla á breytta þjón- ustu og flóknari samfélagsgerð kallar á nýjar útfærslur og uppfyll- ingu nýrra þarfa, sem engu minni ástæða er til að bregðast við heldur en þeim þörfum sem áður hefur verið fullnægt. Hér nægir að nefna allar þær víðáttur sem tölvutæknin hefur opnað þeim sem á þjónustu samfélagsins þurfa að halda, gert hefur þeim lífið bærilegra og aukið á möguleika þeirra til virkrar þátttöku í daglegu lífi. Sú tækni tekur ekki aðeins til aukinna möguleika til tjáskipta, heldur felast einnig í henni verulegar framfarir í ytri búnaði sem er mörgum þeim, sem á aðstoð samfélagsins þurfa að halda, lífsnauðsynlegur til að komast leiðar sinnar og til allra annarra athafna. Á fjölmörgum sviðum hefur nú- tímatækni gjörbreytt aðstöðu fólks sem áður fyrr hefðu verið dæmdir úr leik í samfélaginu og þiggjendur alla tíð, í það að gera fólki kleift að stunda atvinnu, ýmist á vernduðum vinnu- stöðum eða við hver önnur störf í samfélaginu sem aðrir fullgildir þjóðfélagsþegnar. * n það er ekki aðeins hinn ytri aðbúnaður og tækni sem tekið hefurframförumáliðnumárumheldur hefur einnig viðhorf og afstaða þjóðfélagsins til þeirra sem samfélags- þjónustunnar njóta, sem betur fer tekið Bolli Héðinsson. framförum, þó enn megi gera betur. Sem dæmi um þetta má nefna bar- áttuna fyrir aðgengi hreyfihamlaðra. Hugmyndir sem áður kostuðu baráttu að ná fram, þykja nú svo sjálfsagðar að fremur er spurt hvers vegna ein- hverjir menn voru á móti og í hverju tregðan lá. I þeim efnum og svo mörg- um öðrum sem snúa að þeim sem samfélagsþjónustunnar njóta þurfa ýmsar lítilfjörlegar tilfærslur, sem skiptaþann hóp miklu máli, ekki endi- lega að kosta samfélagið mikla fjár- muni, heldur fyrst og fremst breytt viðhorf, þannig að framvegis þyki atriði á borð við aðgengi hreyfihaml- aðra sjálfsagður og óaðskiljanlegur hluti við hönnun bygginga og annarra mannvirkja. Sé gert ráð fyrir slíku frá byrjun, þá þarf slfkt alls ekki að hafa aukinn kostnað í för með sér fyrir þá sem að framkvæmdunum standa. Þannig hefur barátta þeirra sem staðið hafa í forsvari fyrir ýmis samtök sem vinna að almannaheill, t.d. samtaka á borð við Öryrkjabanda- lagið, ekki eingöngu staðið um það að ná fram bættum kjörum umbjóðenda sinna heldur hefur það ekki síður verið barátta fyrirbreyttum viðhorfum sam- félagsins til þeirra sem á samfélags- þjónustunni þurfa að halda. Gleymt er þá gleypt er“ segir fomt orðtak og vísar til þess að svo ótalmargt af því sem við búum við í dag og þykir sjálfsagt að hafa, hefur ekki komið fyrirhafnarlaust heldur kostað baráttu og fórnir brautryðjendanna. Þannig hefur sú samfélagsþjónusta sem nú er veitt, byggst upp á löngum tíma með ómældu erfiði ónefndra einstaklinga og fyrir þrautseigju þeirra sem stóðu í fylkingarbrjósti. Þetta er vert að hafa

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.