Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Side 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Side 31
tímans. Af þessum sökum hefur t.d. verið haft samband við félagsmála- ráðuneytið og fleiri aðila. Þá stóð Samvinnunefndin fyrir ráðstefnu um: Heimili fatlaðra, framtíðarsýn í þeim efnum, 24. mars síðastliðinn. Meðal margra góðra fyrirlesara var gesta- fyrirlesari frá Noregi, Gury Dyrendahl, sem um árabil hefur unnið að rann- sóknumábúsetu fatlaðs fólksíNoregi. Akveðið var að gefa út fyrirlestrana. HEIMSÓKN Síðastliðinn veturkomíheimsókn til Samvinnunefndarinnar vinnu- málaráðherra Lettlands og aðstoðar- maður hans. Fundur var haldinn með honum í húsakynnum Öryrkjabanda- lags íslands eftir heimsókn í vinnu- stofur bandalagsins og Starfsþjálfun fatlaðra. ÚTGÁFA HANDBÓKAR UM FERLIMÁLFATLAÐRA Vinna við gerð handbókar um aðgengismál stendur nú yfir. Margir aðilar hafa myndað vinnuhóp og Hæfingarstöð í Keflavík Afbls. 26 fyrir er í húsinu. Nauðsynlegt er að þjónustan sem veitt er fötluðum sé í því umhverfi sem ófatlaðir eru í. Allur rekstur er í höndum S væðis- skrifstofu málefna fatlaðra Reykja- nesi. Síðla árs 1992 var fest kaup á húsnæðinu og Framkvæmdasjóður fatlaðra veitti fjármagni í stofnkostn- að. Eins og fram hefur komið er í hinum nýju húsakynnum starfrækt alhliða þjónustumiðstöð fyrir fatlaða á Suðurnesjum. Þar verður Suður- nesjaútibú Svæðisskrifstofunnar staðsett og sérfræðingar Svæðisskrif- stofu með fasta viðveru. Forstöðumenn viðfangsefna Svæðisskrifstofu Reykjaness á Suð- umesjum hafa einnig vinnuaðstöðu fyrir sig. Sú þjónusta sem boðið er upp á hjá skrifstofunni er margþætt. Móttaka og afgreiðsla umsókna af ýmsu tagi t.d. umsóknir um fjárhagsaðstoð vegna fatlaðra barna, vegna námskostnaðar o.fl. Einnig mun verða boðið upp á margvíslega upplýsingamiðlun, ráðgjöf og stuðning við fatlaða og aðstandendur þeirra. Eins og ég lýsti hér í upphafi þá ritnefnd sem reglulega hefur komið saman til þess að vinna að verkefninu. Einnig er starfandi fjárhaldshópur vegna verkefnisins. Um verður að ræða innbundið uppflettirit. Tekið verður á allri hönnun umhverfis með þarfir fatlaðra í huga. f hverjum kafla verður fjallað um allar tegundir fötl- unar, lýstereinkennumogdæmi tekin um góðar lausnir sem fengnar eru með athugunum á hönnun sem reynst hefur vel og birtar verða tillögur að lausnum sem byggjast á óskum hags- munahópa verksins. Þorgeir Jónsson arkitekt hefur unnið að samræmingu þeirra hugmynda og ábendinga sem fram hafa komið frá aðilum verksins. Þorgeir hefur nú hætt störfum en í stað hans hafa arkitektarnir Jón Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson tekið við þessari vinnu. GSM-FARSÍMAKERFI Samtök fatlaðra sendu nokkrum aðilum í stjórnkerfinu bréf þar sem vakin var athygli á því ástandi sem mun skapast fyrir notendur heymar- tækja á íslandi með nýju GSM- farsímakerfi. Farið var fram á að mál þetta verði tekið til umræðu af hálfu stjórnvalda og við framgang málsins verði haft samráð við samtökin. Með- fylgjandi var greinargerð Norrænu nefndarinnar um málefni fatlaðra um GSM-farsíma og heyrnarskerta. LOKAORÐ Hér að framan hafa verið nefnd nokkur þeirra verkefna sem Sam- vinnunefndin hefur beitt sér fyrir. Auk þess hafa samtökin átt fulltrúa í öðrum nefndum og stjórnum sem tengjast málefnum fatlaðra beint og óbeint og ekki verður nefnt hér. Þess ber að geta að ofangreind verkefni eru aðeins þau sem samtökin hafa unnið að sameiginlega. En sam- tökin hafaað sjálfsögðu unnið af krafti, sitt í hvoru lagi, að stefnu- og baráttu- málum sínum. Reykjavík 30. júlí 1993, Helgi Hróðmarsson. var mikil ánægja sem skein út úr augum þeirra sem sóttu Hæfingarstöð- ina heim á vígsludaginn. Langþráður draumur var orðinn að veruleika. Oft er sagt að „orð séu til alls fyrst“ síðan koma væntanlega efndirnar, að sama skapi má segja að húsnæði sé nauð- synlegt til þess að látadrauminn rætast um hæfinguna. Það sem skiptir hins vegar meginmáli er sú starfsemi sem fram fer innandy ra. Að fötluðum verði gert kleift að takast á við ýmis verkefni sem gera þá hæfari til þess að taka þátt í ýmsum störfum í þjóðfélaginu bæði í leik og starfi. Anna Margrét Guðmundsdóttir fulltrúi í stjórnarnefnd mál. fatlaðra og þroskaþjálfi. Spurt og spáð Af síðu 27 íslands sinna betur þeim hópi sem eru öryrkjar vegna geðsjúkdóma og geta þess vegna ekki barist fyrir rétt- indumsínumsjálfireinsog sumiraðr- ir öryrkjar. Eg nefni t.d. þá sem eru líkamlega fatlaðir en andlega hressir. Sem sjálfboðaliði í Geðhjálp mun ég taka vel á móti öllum þeim sem vilja ky nnast starfsemi okkar, sjá með eigin augum hversu þörfin fyrir hjálp og samstöðu er brýn. Hjálpa okkur til að vinna að betra skipulagi svo reynsla okkar í Geðhjálp nýtist betur til þess að ná fram þeim réttindum fyrir geð- sjúka sem lögin um málefni fatlaðra kveða á um. 2. Sem aðstandandi geðsjúks manns vil ég sjá þessa forgangsröð sem lögin kveða á um. Alltof lengi hefur verið talað fagurlega um réttindi geðsjúkra í þessu þjóðfélagi og alltof oft hafaefndimar verið í öfugu hlutfalli við loforðin. Löngu er orðið tímabært að for- dómar sem enn eru við lýði séu lagðir til hliðar og geðsjúkum hjálpað til mannsæmandi lífs. Með öruggri búsetu og þeirri stuðningsþjónustu sem nauðsynleg er, myndu geðsjúkir komast með tærnar þar sem aðrir öryrkjar hafa hælana. Eftirmáli: Fleiri urðu svörin ekki en þeimber að þakka sem svöruðu og komu fram með margbreytileg sjónarmið og ólíkar hugmyndir, sem dýrmætt var að fá fram. E.t.v. koma fleiri svör síðar eða þá aðrar spurningar og svör við þeim. Eitt er víst að aldrei er of mikið að því gert að fá viðhorf fram um stöðu og framtíðarhlutverk Öryrkjabandalagsins eða málaflokks- ins í heild. Og umfram allt: orðið er laust — um þessi efni sem önnur. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.