Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Qupperneq 33
HAUSTORAR
Greini ég enn frá æsku
óm frá lambanna jarmi.
Blikaffénaðifríöum
feigarspor mörkuð harmi.
Ilm af litverpum laufum
lyngið hríminu siungið.
Angurværð yfir hlíðum
óvissu loftið þrungið.
* *
Enn er héla um hauður
haustlitir þekja ból.
Enn er haustharmur kveðinn
hjörðinni ervoriðól.
Helgi Seljan.
Þeir Kristinn og Ómar Bragi leika á
hér heilmikil heimspeki á ferðinni.
Kaldhæðnislegt grín er gert að við-
horfum og venjum, spjótum beint að
hinum gamaldags hugsunarhætti sem
tengdist og tengist of mikið enn
lífsháttum fatlaðra. Það sem mér þykir
h vað sterkast við stykkið er að það eru
fatlaðir sjálfir sem gera grín að eigin
þolraun og gera grín að sjálfum sér um
leið. Ádeila sem deilir á sjálfa sig um
leið virkarheiðarleg. Þáttur sem þessi
á erindi til okkar allra, þó kannski
sérstaklega þeirra „ófötluðu“ sem ekki
hafa leitt hugann að daglegu lífi
fatlaðra. Ég ætla ekki að tína til einstök
atriði úr textanum, skotin hæfa flestöll
í mark. Túlkun Ómars á hinum full-
komna fatlaða er skot út af fyrir sig,
pelabarn sem stendur og situr eins og
„alvörufólkið“ vill. Þetta er auðvitað
dálítið ýkt en til að geta upplifað birtu
þarf maður jú að þekkja myrkur. Ég
hef það á tilfinningunni að gamansam-
ur leikþáttur um vandamál líðandi
stundar geti haft meiri áhrif en margur
lærður fyrirlestur. Mér er kunnugt um
að Halaleikhópurinn hefur hug á að
sinna verkefnum sem þessu í framtíð-
inni samhliða öðru leikstarfi og eru
ábendingar og óskir áreiðanlega vel
þegnar.
Við sem störfum að málefnum
als oddi.
fatlaðra þurfum stöðugt að berjast við
vanþekkingu og hugsunarleysi. Leik-
ræn tjáning þar sem fatlaðir sjálfir
koma við sögu er beitt vopn í þeirri
baráttu. Það gefursvo margaframsetn-
ingarmöguleika og getur auk þess
verið ósköp skemmtilegt.
Sigurður Björnsson.
HLERAÐ í
HORNUM
Hvað sagði ljóskan, þegar hún sá
sebrahestinn? „Ó, ég hélt þetta væri
gangbraut".
*
Virðulegur embættismaður gisti ævin-
lega í húsmæðraskóla einum þegar
hann var á ferð, enda forstöðukonan
góð vinkona hans. Svo hættu bæði
störfum, en hittust í yfirfullri rútu eitt
sinn og þá gall við í forstöðukonunni:
„Jæja, Jón minn. Nú ert þú alveg hættur
að sofa hjá mér“.
*
Átján ára stúlka spurði ömmu sína:
„Hvers myndirðu óska þér, amma, ef
þú værirafturorðin átján ára?“ „Einsk-
is annars“, var svarið.
*
Gömul kona í ensku þorpi var með
afbrigðum umtalsgóð og fann alltaf
öllum sitthvað til málsbóta. Nýi sókn-
arpresturinn frétti þetta og fór á fund
hennar og hugðist nú reyna á þolrifin
í þeirri gömlu. Hann leiddi talið að
ýmsu og ýmsum á lakari veg, en gamla
konan var alltaf tilbúin með góðu hlið-
amar og málsbætumar. Sem lokatil-
raun þegar hann var að fara spurði
hann hana, hvað hún segði um djöful-
inn og hans verk. „Ja, ef allir væru
eins iðnir við kolann og hann, þá færi
margt betur“, svaraði sú gamla.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
r