Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Qupperneq 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Qupperneq 38
Hjónin brunandi á hjólafáki fráum meðferðis nesti og nýja skó. Laugardaginn 3. j úlí hj óluðum við austur í Grafarvog og víðar um borg- ina. Þann dag hjóluðum við tæplega 30 kílómetra og fundum að við værum sennilega fær um að takast á hendur lengri ferðir. Við ákváðum því að hleypa heimdraganum þriðjudaginn 6. júlí svo fremi sem veður leyfði. Daginn áður komum við dálitlum farangri til Auðbjargar og Guðjóns, vinahjóna okkar. Var ráðgert að við legðum af stað kl. 6 næsta morgun til þess að losna við morgunumferð og mengun höfuðborgarinnar og hugðist Auðbjörg ná okkur einhvers staðar á leiðinniumkl. 10:30 oggæðaokkurá heitu kaffi og brauði. Við vöknuðum snemma að morgni þriðjudagsins. Úti var grámyglu- legur dumbungur. Við ákváðum að láta það ekki á okkur fá heldur klædd- umst hlífðarfötum og gengum út. Við settum upp hjálma og griplur, Elín gekk frá ýmsu smádóti í töskur og ég spennti á mig bakpoka með ýmsum fatnaði. Gráminn varð á meðan að sudda og þegar við lögðum af stað um sexleytið var kominn þéttur úði. Við hjóluðum sem leið lá út á Hringbrautina, austur Miklubraut og þótti okkur ganga býsna vel því að hraðast fórum við á um 35 km hraða. Ekki tafði umferðin fyrir okkur. Ártúnsbrekkuna hjóluðum við en leiddum hjólið upp brattasta hluta Höfðabakkans. í því varreyndarfólgin nokkur hvíld að stíga af baki og leiða hjólið. Við vissum að brekkurnar upp úr Reykjavík yrðu drjúgar. En ferðin sóttist okkur samt vel. Þegarklukkuna vantaði 20 mínútur í 8 komum við að Litlu kaffistofunni í Svínahrauni og héldum áfram því að ekki var búið að opna stofuna. Var nú skollin á úrhellis- rigning. Þegar klukkan var um hálf níu komum við að afleggjaranum upp í Þrengslin. Við höfðum ákveðið að fara þá leið til þess að sleppa við efsta hluta Hellisheiðarinnar. Við höfðum ekki mjög lengi farið þegar halla tók undan fæti og ferðalagið gerðist allt léttara. Elín söng þá af gleði og nú jókst hraðinn. Við höfðum keypt okkur hraðamæli og sýndi hann á tímabili 50 km hraða. Það fannst okkur skelfilegt og hemlaði Elín til þess að draga úr hraðanum. Lítil umferð var um Þrengslin en sauðfé horfði á okkur skelfingu lostið og flýði sem fætur toguðu. Kl. rúmlega 9 komum við að af- leggjaranum um Ölfusið og sveigðum inn á hann. Runnum við þar enn drjúgan spöl. Nú hafði að mestu stytt upp og var veður hið blíðasta. Þegar nálgaðist Hveragerði varð leiðin örlítið á fótinn. Þá vorum við farin að þreytast svo að við leiddum hjólið síðasta spölinn inn í þorpið og áðum í Eden. Var klukkan hálf tíu um morguninn þegar þangað kom. Mælirinn sýndi að þá höfðum við hjólað tæpa 58 kílómetra og höfðum verið 3 klst. og 15 mín. á leiðinni. Við höfðum því einungis áð í 15 mínútur. I Eden þurrkuðum við föt okkar og þerruðum af okkur svitann. Við hvíldum okkur dágóða stund ogkl. 11 komloksinsþjónustubíllinn. Við lögðum síðan af stað umkl. 11:45 og áðum skammt frá vegamótunum við Selfoss til þess að njóta nestisins sem Auðbjörg hafði útbúið. Þaðan var síðan haldið í Þrastarlund og etinn ís, en íland Klausturhólaog að Kotikarls og kerlingar komum við um kl. 3 síðdegis. Þá höfðum við hjólað rúm- lega 89 km á tæpum 5 klukkustundum en áð samtals í um 4 tíma. Þau Sól veig og Ámi, tengdaforeldrar mínir, höfðu sagt nágrönnum sínum að okkar væri von og var okkur vel fagnað við komuna þangað. Sumir stóðu úti fyrir dyrum og buðu okkur velkomin og dró það óneitanlega úr þreytunni sem farin var að seytla um líkamann. Austur í Grímsnesi hjóluðum við , dálítið. En meginátök ferðarinnar urðu föstudaginn 9. j úlí. Þá var ákveðið að skreppa til Hveragerðis í sund, en þangað eru 3 2 km úr sumarbústaðnum. Þennan dag var norðan þræsingur og veittist okkur því létt að hjóla suður að vegamótunum við Suðurlandsveg. Hins vegar áttum við nokkuð á bratt- ann að sækja og höfðum vindinn í fangið seinasta spölinn í Hveragerði. Við töldum hins vegar að óþarft væri að hafa áhyggjur af heimleiðinni og lögðum því ótrauð af stað síðdegis þrátt fyrir eindregnar tillögur um að hjólinu yrði komið í geymslu. Skipti engum togum að vindurinn varð fljótlega í fangið og þegar við sveigðum út af Suðurlandsvegi versnaðiástandiðfyriralvöru. Vindinn hafði hert talsvert og var svo hvasst að við urðum jafnvel að stíga niður þær brekkur sem á vegi okkar urðu. En í bústaðinn komumst við eftir að hafa trampað í tæpa 3 tíma með einungis 11 km meðalhraða á klukkustund. Stundum neyddumst við til að leiða hjólið upp verstu brekkurnar og hét Elín því að slíkt erfiði skyldi hún ekki leggja á sig aftur. Hún var reyndar vindbrj óturinn í ferðinni því að á henni mæddi mest því að ég sat í skjóli við hana og naut góðs af því eins og fyrri daginn. Lítið var hjólað næstu daga enda var hvöss norðanátt meginhluta þess tíma sem við dvöldumst fyrir austan. En í þriðju viku júlí var spáð Sjábls. 41

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.