Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Síða 39
Sveinn Allan Morthens framkv.stj.:
MÁLEFNIFATLAÐRA Á
N ORÐURL ANDIVESTRA
RitstjóriFréttabréfsÖryrkjabanda-
lags Islands fór þess á leit við mig að
ég fjallaði um málefni fatlaðra á
Norðurlandi vestra. Mér er bæði ljúft
og skylt að verða við þessari bón. Sú
leið sem blaðið hefur farið, að leita til
svæðisskrifstofa um hversu háttar í
málefnum fatlaðra í umdæminu er
fræðandi og einnig er hægt að gera
grófan samanburð á þeirri þróun sem
er á hverju svæði. Því er þannig farið
að þjónusta við fatlaða er misjafnlega
útfærð á svæðunum þó allar svæðis-
skrifstofur vinni samkvæmt sömu
lögum.
Forsaga
Þjónusta við fatlaða á sér stutta
sögu á Norðurlandi vestra. Fyrsti vísir
að beinni þjónustu við fatlaða í heima-
byggð kemur með lögum um málefni
þroskaheftra 1979 og fyrsti starfsmað-
ur svæðisstjómar var Bjarne Helle-
man, sálfræðingur ráðinn 1982. Upp
úr því er farið að vinna að því að koma
á fót leikfangasöfnum á Blönduósi og
áSiglufirði. Sambýli vartekiðínotkun
1984 á Siglufirði og þá var um leið
skipulögð sumardvöl fyrir fatlaða á
Egilsá. Rétt er að taka fram að skóla-
heimilið á Egilsá tók til starfa haustið
1983 og starfaði til vors 1992. Heim-
ilið var fyrir fötluð böm sem heima-
skólar gátu ekki sinnt. Egilsá var rekin
á vegum Fræðsluskrifstofu Norður-
lands vestra. Þjónustumiðstöð var
rekin á Sauðárkróki 1986-88. Árið
1988 var tekið í notkun sambýli á
Sauðárkróki svo og leikfangasafn,
einnig var skrifstofa svæðisstjómar
flutt frá Varmahlíð á Sauðárkrók.
Sambýlið á Gauksmýri var tekið í
notkun 1990 og sama ár var gerður
samningur við fyrirtækið Þormóð
ramma h/f á Siglufirði um vemdað
vinnuhom. Sálfræðingur var ráðinn
til starfa á Svæðisskrifstofu 1991 og
iðja/dagvist fyrir fatlaða á Siglufirði
hóf starfsemi 1992. Fjölbrautaskóli
Norðurlands vestra á Sauðárkróki hóf
Sveinn Allan Morthens.
kennslu á atvinnulífsbraut fyrir
þroskahefta og seinfæra nemendur um
áramótin 1990-1991. Vistheimili fyrir
börn á skólaaldri tók við af Egilsá
1992 um haustið. Á næsta ári er fyrir-
hugað að taka í notkun sambýli fyrir
fjölfatlaða á Sauðárkróki og sambýli
fyrir mikið fatlaða íbúa af Sólborg
verður byggt á Blönduósi.
Þótt framanskrifað sé lrkast bygg-
ingarannál segir það þó margt um þá
þróun sem verið hefur. Frá upphafi
hefur verið lögð nokkur áhersla á að
þjónusta við fatlaða sé sem næst
heimabyggð enda eru markmið lag-
anna skýr hvað þetta snertir, neyt-
andinn á ekki að þurfa að sækja þjón-
ustuna lengri veg en nauðsynlegt er.
Uppbygging hefur miðast við þetta
og þjónustan er því dreifð um umdæm-
ið. Þiónusta við fatlaða er bvggðamál.
þeir eiga rétt á að nærsamfélagið sinni
þörfum þeirra. Því hlýtur það að vera
kappsmál að sveitarfélög taki sem allra
mestan þátt í þjónustu við fatlaða en
aðnkiðtryggi ámótiaðfiármagnkomi
til rekstrarins.
Fyrirkomulag þjónustu
Þegar litið er til þess hversu hröð
uppbyggingin hefur verið hljóta að
vakna spurningarum hvort þjónustan
sé söm að gæðum og magni. Þjónustan
gæti verið betri, á því leikur enginn
vafi, en lögðer áherslaáað þjónustan
sé einstaklingsmiðuð og að neytandinn
þurfi að sækja þjónustuna sem stystan
veg. I þeim tilgangi eru þrjú leikfanga-
söfn starfandi, eitt fyrir Húnavatns-
sýslur á Blönduósi, eitt fyrir Skaga-
fjörð á Sauðárkróki og eitt á Siglufirði.
Við leggjunt mikla áherslu á að hægt
sé að veita alhliða þjálfun fyrir börn
og ráðgjöf til foreldra. Samvinna við
heilsugæslustöðvarhefur með árunum
þróast á jákvæðan hátt. Gott samstarf
er við Greiningar og ráðgjafarstöð
ríkisins, enda er það nauðsynlegt þar
sem aldrei verður hægt að veita þá
sérfræðiráðgjöf, sem Greiningarstöðin
býr yfir, á dreifbýlissvæði eins og
Norðurlandi vestra.
Svæðisskrifstofan hefur lagt
áherslu á að stoðþjónusta fyrir fatlaða
sé góð á svæðinu. Sálfræðingur starfar
á Svæðisskrifstofu, verksvið hans er
alhliða ráðgjöf og þjónusta við fatlaða
og aðstandendur þeirra auk ráðgjafar
og handleiðslu til starfsmanna.
Þetta er ákaflega brýnt m.a. vegna
þess að ekki eru starfandi sálfræðingar
eða félagsráðgjafar á vegum sveitar-
félaganna eða heilsugæslu. Svæðis-
skrifstofan hefurboðið uppálögfræði-
þjónustu u.þ.b.einn dag í mánuði,
Jóhann Pétur Sveinsson hdl. veitir
þessa þjónustu.
Sumardvöl fatlaðra hefur í reynd
verið stoðþjónusta og komið að hluta
í stað skammtímavistunar. Sumar-
dvölin hefur verið rekin í tengslum
við almenna sumardvöl Bændaskólans
á Hólum og kirkjunnar. I sumar var
lögð sérstök áhersla á reiðmennsku
fatlaðra og kom til landsins danskur
félagsráðgjafi sem hefur menntað sig
í reiðþjálfun fatlaðra og þjálfaði börn
sem voru í sumardvöl. Bændaskólinn
á Hólum stóð fyrir komu hans og
greiddi kostnaðinn, en mikill áhugi er
hjá forsvarsmönnum Bændaskólans
að geta veitt þjónustu sem nýtist fötl-
uðum. Liður í því er að byggja
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS