Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Síða 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Síða 41
ins. Að mínu mati hafa möguleikar fatlaðra til að nýta félagslegar íbúðir verið of háðir þjónustu sveitarfélag- anna um liðveislu og heimaþjónustu. Þetta hefur í sumum tilfellum hindrað að hægt sé að nýta félagslegu íbúðimar sem kost. Þjónusta sveitarfélaga við fatlaða er of Iítil og sá hugsunarháttur of ríkjandi að þjónusta við þá sé af hinu góða svo framarlesa sem rikið veiti hana.I Störf skapast í kringum hinn fatlaða, hann verður eins konar bústólpi og skaffar sínu sveitarfélagi. Því meiri sem fötlunin er því meiri bústólpi er hinn fatlaði sveitarfélaginu. Sem betur fer virðist þessi hugsunar- háttur heldur vera að víkja þótt veru- lega vanti uppá hjá mörgum sveitar- félögum að þau telji sér skylt að veita fötluðum þjónustu. Á Norðurlandi vestra hefur gengið misvel að fá sveitarfélög til samstarfs. Siglufjarðarbær sýndi áhuga á að taka yfir málefni fatlaðra og fóru viðræður fram við félagsmálaráðuneytið um hugsanlega yfirtöku. Því miður strönduðu þær viðræður, fyrst og fremst á fjármálum og virðist mér að ekki verði sveitarfélagið sakað um áhugaleysi. Ef sameiningu sveitarfélaga verður hafnað í kosningum nú í nóvember er ég hræddur um að mörg ár verði þar til umræða um yfirtöku sveitarfélaga á málefnum fatlaðra fari í gang af al vöru. Það myndi hindra eðlilega þróun í málaflokknum og auðvelda sveitar- félögum að víkja sér undan þjónustu við fatlaða. Einstaklingsframtak Þó oft sé á brattann að sækj a er líka margt sem gleður. Á Vatni á Höfða- strönd býr ferðaþjónustubóndinn Valgeir Þorvaldsson. S.l. ár hefur hann markvist unnið að uppbyggingu ferðaþjónustu bæði heima á Vatni og einnig á Hofsósi. Valgeir hefur lagt mikla áherslu á að öll aðstaða sé sem best og aðgengi sé fyrir fatlaða. Hann hefur einbeitt sér að varðveislu og endurbyggingu gamalla húsa og jafnhliða séð til þess að aðgengi að þeim sé í lagi. Þetta er meira en hægt er að segja um marga sem leggja út í dýrar nýbyggingar ætluðum ferða- mönnum þar sem fatlaðir verða að láta sér duga að horfa inn um glugga. Til gamans má geta að stór hópur Sjálfsbjargarfélaga gisti á s.l. sumri hjá Valgeiri og var gerður góður rómur að ferðinni. En þá var m.a. siglt út í Drangey á fiskibát og meðal farþega voru a.m.k. 15 einstaklingar sem voru í hjólastólum. Til þess að svona sé hægt þarf óbilandi dugnað og bjartsýni og Valgeir virðist hafa hvoru tveggja. Lokaorð I framtíðinni er margt óljóst um áframhaldandi uppbyggingu, þó eru nokkrir þættir sem ég vildi sjá komast í betra lag og nefni ég nokkra þeirra: * Skólamál fatlaðra bama, þar þarf að vinna skipulega að því að þau fái nám við hæfi í heimaskóla og tryggja þarf að framhaldsskólar sinni fötluðum nemendum jafnt sem ófötluðum. * Gera þarf stórátak í atvinnumálum fatlaðra. * Leggja rfkari áherslu á stoðþjónustu sveitarfélaga í formi liðveislu og heimaþjónustu. * Leggja áherslu á félagslegar og verndaðar íbúðir sem búsetukost fatlaðra. Þrátt fyrir að enn vanti margt til að ástand í málefnum fatlaðra á Norð- urlandi vestra sé fullkomið er ekki hægt að horfa framhjá því að á sl. árum hefur orðið stórbreyting á þjón- ustu og það gefur fötluðum og okkur sem þjónustum þá ástæðu til bjartsýni. Sveinn Allan Morthens. Lífs míns sælust Afbls. 38 austanátt og biðum við byrjar og hugðumst hjóla til Reykjavíkur þegar hagstætt leiði gæfi. Fimmtudaginn 15.júlívardýrðar veður. Það var hægur norðaustan and- vari og gert var ráð fyrir að hann sneri sér í suðaustrið með votviðri. Við biðum því ekki boðanna og héldum af stað kl. 10 um morguninn. Áætlað var að hitta foreldra Elínar og móður mína í Hveragerði en þau hugðust veita okkur eftirför. Við vorum óþreytt og leiðið hagstætt og brunuðum við í átt að Suðurlandsveginum með allt að 58 km hraða. Þótti okkur þá gaman á Orminum langa. Til Hveragerðis komum við tæplega hálf tólf. Við höfðum ætlað okkur að fara upp Kambana og leiða hjólið upp erfiðustu brekkurnar því að enn vorum við ekki orðin svo stælt að við treystum okkur í það stórræði. En Árni, tengdafaðir minn, mætti þá með bílstjóra sem hann sagði kunningja sinn og sá flutti hjólið upp bröttustu brekkurnar og sparaði okkur rúmlega 4 km. Síðar hafði Ámi samband við okkur og bað okkur að senda þessum góða manni þakkarkort því að hann hefði ekkert viljað taka fyrir ómakið. ÞeirÁrni höfðu þáreyndaraldrei hittst áður, en hann taldi víst að við hefðum atþakkað slíkan greiða hefðum við átt kost á því. Það sem eftir var leiðarinnar gekk eins og í sögu. Við lögðum af stað eftir Hellisheiðinni þegar klukkan vartæp- lega eitt eftir hádegi. Við létum gamm- inn geysa og þegar hraðast var farið náðum við 63 km hraða á klukkustund. Til Reykjavíkur komum við kl. hálf þrjú um daginn eftir að hafa áð í Lækjarbotnum og borðað nesti og vestur á Seltjarnamesi komum við þegar klukkan var fjórðung gengin í fjögur. Þessi ferð verður okkur eftirminn i- leg fyrir margra hluta sakir. Við nutum í henni samvistanna hvort við annað, fundum líkami okkar styrkjast og stælast, fundum fyrir náttúru landsins og efldum samhæfingu okkar. Síðan hefur hjólreiðum verið haldið áfram og þegar þetta er ritað höfum við lagt að baki um 800 km. Þessi mikla útivist sem hjólreiðum fylgir og átökin valda því að heilsa okkar hefur sjaldan verið betri. Brekk- ur, sem okkur óaði við í upphafi sum- ars, förum við nú án mikillar fyrir- hafnar og hj ólreiðamar em orðin nautn sem erfitt er að vera án. Leiðir reynir Elín að velja þannig að umferð og mengun valdi sem minnstum óþæg- indum og gildir í því efni orðtakið að betri er krókur en kelda . Bifreiðar- stjórar eru oftast tillitssamir en þó hefur borið við að brotið hefur verið svo gróflega á okkur að legið hefur við slysum. Draga mætti stórlega úr sly sahættu og gera um leið hjólreiðar auðveldari í Reykjavík ef lögð væri meiri áhersla á hjólreiðastíga. Borgaryfirvöld hafa nú loksins tekið við sér og hafist handa um lagningu stíga í meira mæli en áður. Verður það ef til vill til þess að borgin verði betur fær öðrum en bifreiðum og fuglum himinsins. Arnþór Helgason FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.