Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1993, Side 44
Þjónustumiðstöðin á Egilsstöðum.
félaginu og það að hafa eðlilegt
félagslegt hlutverk sé skilyrði fyrir
velferð og lífsgæðum fólks. Aðgrein-
ing frá venjulegu samfélagslífi hefur í
för með sér minni lífsgæði. Þegartalað
er um lífsgæði fatlaðra verður ekki hjá
því komist að fjalla um leið um hug-
takið “normalisering’' því þessi hugtök
eru násky ld a. m.k. þegar fj allað er um
aðstæður greindarfatlaðra einstakl-
inga. Stangvik vísar til Krobben sem
skilgreinir “normaliseringu” út frá
eftirfarandi þáttum:
1) Líkamleg “normalisering” er
að fullnægja líkamlegum og efnisleg-
um þörfum í samræmi við aldur (t.d
hafa eigið herbergi og föt, hafa fjár-
hagslega möguleika á sjálfstæðu lífi,
eiga samskipti við aðra, njóta um-
hyggju o.fl.)
2) Starfsræn “normalisering” að
hafa möguleika á að notfæra sér þá
þjónustu og þau úrræði sem eru í boði,
fá kennslu/þjálfun við að auka boð-
skipti sín, hafa möguleika á frístunda-
tilboðum.
3) Félagsleg “normalisering” að
hafa regluleg samskipti við nánasta
umhverfi og tilheyra einhverjum t.d
samskipti við fjölskyldu, vini, vinnu-
félaga og starfsfólk.
4) Samfélagsleg “normalisering”
að vera virkur þátttakandi í samfélag-
inu, hafa áhrif og njóta trausts. (Stang-
vik)
Hugtakið “normalisering” gerir
ráð fyrir að eðlileg lífsgæði séu mik-
ilvæg fyrir fatlaða, en fötlunin gerir
það að verkum að erfitt er að ná þess-
um markmiðum. Þess í stað verður
hinn fatlaði líkamlega og félagslega
einangraður og fær minna hlutverk í
samfélagi manna heldur en tilefni er
til. “Normalisering” þýðir því að þátt-
taka í venjulegu lífi í samfélaginu og
það að hafa eðlilegt félagslegt hlutverk
sé skilyrði fyrir velferð og lífsgæðum.
Aðgreining frá venjulegu samfélags-
lífi hefur í för með sér minni lífsgæði.
(Stangvik)
Norrænt samstarfsverkefni
í málefnum fatlaðra.
Árið 1991 fór af stað norrænt sam-
starfsverkefni í málefnum fatlaðra sem
hefur það markmið m.a. að byggja
upp einskonar tenginet á Norðurlönd-
unum, þar sem hægt er að miðla
reynslu og niðurstöðum af árangurs-
ríkum þróunarverkefnum í málefnum
fatlaðra. Ennfremur að hvetj a til nýrra
verkefna og rannsókna, gera yfirlit og
samanburð á stjórnsýslu, áætlunum
og rannsóknarstörfum á þessum vett-
vangi. Þetta samnorræna rannsókna-
verkefni er byggt upp í kringum eft-
irfarandi þrjú svið; hinn fatlaði í
átthagasamfélaginu, lífsgæði og
sjálfsákvörðun og loks boðskipti.
Svæðisskrifstofa Austurlands tekur
þátt í þessari samvinnu með það rann-
sóknarverkefni sem hér hefur verið
ky nnt, og tengist þeim hluta verkefnis-
ins sem fjallar um hinn fatlaða í átt-
hagasamfélaginu. Þetta svið tekur til
verkefna sem tengjast þjónustu sveit-
arfélaga, brotthvarf frá stofnunum, til
nýrra búsetuhátta, atvinnumála og
tómstundastarfa. Einnigaðkomaupp
þverfaglegum áætlunum þar sem gert
er ráð fyrir að samtvinna og samhæfa
alla aðstoð við fatlaða.
Lokaorð.
Ákvörðun um þessa rannsóknar-
vinnu var gerð í ljósi þeirrar stefnu-
mörkunar sem Svæðisskrifstofa
Austurlands hefur í málefnum fatlaðra
en landfræðilegar aðstæður Austur-
lands hafa haft áhrif í þá átt að snúið
var frá því að halda áfram að safna
saman fötluðufólki víðsvegarúrfjórð-
ungnum og setja á fót sérþjónustu.
Landfræðilegaraðstæðurfjórðungsins
og fámennið kallaði á annars konar
þjónustuuppbyggingu en áður hafði
tíðkast á Austurlandi sem annarsstaðar
á Islandi.
Hin nýju lög um málefni fatlaðra
og um félagsþjónustu sveitarfélaga
kveða skýrt á um rétt fatlaðra til að
sækja almenna þjónustu. I lögum um
málefni fatlaðra er kveðið á um að við
endurskoðun þeirra skuli miða að
auknu hlutverki og aukinni ábyrgð
sveitarfélaga í þjónustu við fatlaða.
Sú rannsóknarvinna sem S væðisskrif-
stofan hefur hug á að framkvæma er í
anda þessara stefnu og ef vel tekst til
getur þessi vinna hvatt og undirbúið
sveitarfélög á Austurlandi til að taka
aukna ábyrgð og/eða yfirtaka þjónustu
við fatlaða.
S væðisskrifstofa Austurlands hef-
ur nú þegar fengið styrk frá Landssam-
tökunum Þroskahjálp og Öryrkja-
bandalagi Islands til að sinna þessari
rannsókn. Ljóst er að mikil en spenn-
andi og vonandi gagnleg vinna er fy rir
höndum hjá starfsmönnum Svæðis-
skrifstofu. Styrkurinn frá hagsmuna-
samtökunum gerir það mögulegt að
rannsóknin sé framkvæmanleg og eiga
þessir aðilar bestu þakkir skilið.
Guðbjörg Gunnarsdóttir
forstöðumaður leikfanga- og
ráðgjafarþjónustu
Svæðisskrifstofu Austurlands.
Heimildir:
Berit Johnsen. 1990. Þróun mið-
stýringar og valddreifingar í málefnum
fatlaðra. Sveitarstiórnarmál '92.
Margrét Margeirsdóttir. 1993.
Norrænt samstarfsverkefni í mál-
efnum fatlaðra. Morgunblaðið. 20.
maí.
StangvikGunnar: Livskvalitetfor
funksjonshemmede. Oslo, 1987.