Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Side 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Side 3
/ Asgerður Ingimarsdóttir: AFTUR KEMUR VOR f DAL Enn er sumarið að koma til okkar og alltaf lifnar yfir vonum og væntingum þegar dimmur vetur víkur fyrir björtu vori. Við lítum til baka yfir liðinn vetur og þegar við hugsum okkur um þá var þetta ekki harður vetur í veðurfars- legum skilningi. Hinsvegar hefur ýmislegt átt sér stað á þessum góða vetri sem við hefðum óskað að ekki gerðist. Þá er ég að tala um allskonar hremmingar sem yfir þá hafa dunið sem eiga allt sitt undir lífeyrisgreiðslum komið og því sem þeim fylgja. Enginn er nú ofsæll með þær upphæðir sem þar er að fá og ekki hefur tekist að þoka þeim upp að lágmarkslaunum launþega landsins. Nei öryrkjum skulu duga hæst á mánuði 63.500.-ogerþá allt upptalið. Eg get ekki alveg gert mér grein fyrir afhverju þetta fólk á endilega að geta lifað af þessari upphæð - þetta er nú varla nema svona rúmlega til hnífs og skeiðar eins og sagt er. Þetta er áreiðanlega ekki sá hópurinn sem étur þjóðina út á húsganginn. Og nú þarf orðið að greiða fyrir ýmislegt sem áður var ókeypis. Kannski ekki neinar stórupphæðir en eitt þúsund krónur hér og fimm hundruð krónur þar höggva drjúgt skarð þar sem lítið er fyrir. Ekki vantar að gengið hafi verið frá Heródesi til Pílatusar til þess að reyna að fá leiðréttingu þessara mála og stundum hefur verið haft erindi sem erfiði t.d. skerðir félagsleg aðstoð ekki lengur tryggingabætur. Það náðist fram með töluvert löngum fundarsetum með annars ágætisfólki, sem vissulega hafði skilning á þessum hlutum. Það er nefnilega oft svoleiðis að þegar hlutirnir eru útskýrðir fyrir fólki þá sér það oftast nær sannleikann í málinu og er þá boðið og búið til að leggja fram tillögur til hins betra. Öryrkjabandalag Islands hefur gengið rösklega fram og komið ýmsu til leiðar þó ekki hafi alltaf verið blásið í herlúðra og látið mikið á því bera. En kannski er það ekki rétt aðferð. Það er eins og alltaf þurfi að vera að tíunda hvað gert er á þessum fjölmiðla- tímum. Ef gerðirnar eru ekki básún- aðar út um allt þá hefur ekkert gerst. Ekki er hægt að neita því að oft hefur mér gramist hvað lítið bandalagsins er stundum getið í sambandi við góðar og réttlátar gerðir þess. Maður hefur heyrt í ræðu og riti ýmislegt um allt sem hefur verið gert í húsnæðismálum t.d. geðfatlaðra. Þar hefur Öryrkja- bandalagið gengið fram fyrir skjöldu og á þess vegum búa mjög margir geðfatlaðir. I skýrslum sem sendar hafa verið út um hvar þetta fólk býr var bandalagsins hvergi getið og þeir sem gerst eiga að vita um þau mál hafa gleymt að þessi ágætu samtök eru til! s Eg minnist óteljandi funda sem ég sat í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra hér áður fyrr þar sem reynt var að koma því inn í minn þrjóska haus að fólk með geðræn vandamál væri ekki fatlað og þessvegna ætti ekki að fjármagna uppbyggingu í þeim málaflokki úr framkvæmda- sjóði fatlaðra. Eg var nefnilega haldin þeirri meinloku að þetta væri fötlun. Eg minnist þess að ég gekk á fund þáverandi svæðisstjórnar málefna fatlaðra í Reykjavík fyrir allmörgum árum og skýrði frá þeim mikla fjölda fólks með geðræn vandamál sem væri á biðlista eftir húsnæði hjá Hússjóði Öryrkjabandalagsins. Það varhlustað kurteislega á mig en ráðin voru engin til þess að mæta þessum vanda. Síðan breyttist allt. Geðveikir urðu geðfatl- aðir og í dag eru þeir ásamt þroska- heftum sá hópur sem hvað best er reynt að sinna af þeim sem með þessi mál fara. Eitt liggur mér töluvert mikið á hjarta. Nú er sumarið að koma og margir leggja land undir fót. Sumir halda til útlanda en aðrir ferðast um okkar ágæta land sem á svo ótrúlega mikið af fallegum stöðum. En það sem mér finnst skorta á er að of mikið er lagt upp úr því að allir geti gengið um allar trissur. Víst er gott og heilsusamlegt að skálma um landið þvert og endilangt en það eru bara ekki allir færir um það. Þessvegna verður að haga því svo til að þeir sem ekki geta gengið missi ekki af ýmsum náttúruperlum þessvegna. Eg segi þetta af gefnu tilefni. Hólmatungur eru einhver fegursti staður á landinu. Þar hríslast bláir lækir niður brekk- ur milli kjarrvaxinna hólma og það er alveg ótrúlega falleg sjón sem þú gast áður séð úr bifreið þinni. Svo gastu að sjálfsögðu farið út úr bílnum og skoðað þig nánar um. Eg kom þarna sl.sumar. Nú má ekki lengur aka gegn- um dýrðina og látum það vera að ekki megi stórar rútur fara þarna um. Það er búið að leggja göngustíga um svæðið og þar stendur að ekki sé nema klukkutíma verið að ganga þarna hring um svæðið. En hvað eiga þeir að gera sem ekki geta gengið þennan klukkutíma? Þeir missa af þessu fallega svæði. Það hlýtur að vera hægt að hafa einhver undantekningartilvik. Við þjóðveldisbæinn í Þjórsárdal er sérstakur vegur sem aldraðir og fatlaðir mega aka til þess að komast að bænum. Hinum er engin vorkunn að tölta upp brekkuna. Nú veit ég að landverðir geta ekki verið allsstaðar að gæta þess að óverðugir fari ekki með þeim verðugu. En þetta hlýtur að vera hægt að leysa á einhvern hátt. Það má ekki verða þannig að aðeins sé hugsað um göngugarpana en hinir SJÁ NÆSTU SÍÐU FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.