Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 23
Norræna ráðið í málefnum fatlaðra Formálsorð Þóreyjar V. Ólafsdóttur: Þórey á sæti í stjórn ráðsins f.h. Öryrkjabandalagsins. Ráðið var sett á laggirnar á síðasta ári í kjölfar breyt- inga og endur- skipulagningar á Norrænu nefnd- inni um málefni fatlaðra (NNH). Stefnt skyldi að því að gera störf að málefnum fatlaðra sýnilegri, tengja þau meira stjórnmálum og dreifa starfinu á liina ýmsu sam- félagsgeira. Hér fer á eftir útdráttur úr starfs- reglum samþykktum af samstarfsráð- herrunum. Tilgangur Norræna ráðið í málefnum fatlaðra (Nordiska Handikappolitiska Rádet, NHPR) er nefnd, sem er ráðgefandi og stefnumótandi fyrir Norræna ráðherra- ráðið, samstarfsaðila þess og stofnanir. Ráðið á að efla norræna samvinnu varðandi málefni fatlaðra á öllum þeim sviðum þjóðfélagsins, sem máli skipta. Það skal taka þátt í að gera að veruleika sameiginleg pólitísk markmið í því skyni, að fatlaðir nái jafnrétti og fullri þátttöku í samfélaginu. Starfsemi Starfsemi ráðsins skal tengjast við- fangsefnum sem heyra undir Norræna ráðherraráðið og fara fram í samvinnu við Norrænu samstarfsnefndina um málefni fatlaðra (NSH). Ráðið skal * hafa ráðherraráðið sem grundvöll og fá stuðning þeirrar stofnunar til þess að pólitísk viðhorf í málum fatlaðra verði lýðum ljós og tekið verði tillit til þeirra í allri starfsemi ráðherraráðsins * eiga frumkvæði að pólitísku framlagi til málefna fatlaðra bæði í einstökum geirum og milli þeirra * koma með greinargerðir og álit fyrir Norræna ráðherraráðið í málum sem hafa pólitíska grundvallarþýðingu í málefnum fatlaðra * hjálpa til að efla norræna pólitíska samvinnu í málefnum fatlaðra * stuðla að því skipst sé á upplýsingum og reynslu milli Norðurlandanna í málefnum fatlaðra, m.a. að því er varðar Evrópusambandið og milli grannsvæða * vinna að því að farið verði eftir meginreglum Sameinuðu þjóðanna um sömu möguleika fyrir fatlaða. Samsetning ráðsins íráðinueru 19 fulltrúar: 5erufull- trúar samtaka fatlaðra, 5 eru fulltrúar mismunandi geira samfélagsins, 5 eru fulltrúar kjörinna stjórnmálamanna í lands-, svæða- eða sveitarstjórnar- pólitík, 3 eru fulltrúar sjálfstjórnar- svæða og 1 er fulltrúi Norrænu sam- starfsnefndarinnar í málum fatlaðra (formaður nefndarinnar). Skipun í ráð og geirakerfi Samstarfsráðherrarnir skipuðu í ráðið haustið 1997 á eftirfarandi hátt: Fulltrúar samtaka fatlaðra voru til- nefndir af Norðurlandaráði fatlaðra í samvinnu við Öryrkjabandalag Norð- urlanda. Stjómmálamennimirvorutil- nefndir af Norðurlandaráði. Fulltrúar mismunandi samfélagsgeira voru tilnefndir af embættismannanefndum Norræna ráðherraráðsins. Um er að ræða vinnumarkaðs- og vinnustaða- pólitík, samgöngur, húsnæði, mennta- mál og rannsóknir og ennfremur samstarfummenningarmál. Hverem- bættismannanefnd tilnefndi 5 menn, einn frá hverju landi. Einn þeirra sem tilnefndur var í hveijum geira fékk sæti í ráðinu, en hinir mynda e.k. tilvísun- amet fyrir viðkomandi geira. Fyrsti fundur ráðsins Norræna ráðið í málefnum fatlaðra hélt fyrsta fund sinn 13.nóv. 1997 í Helsingfors. Á fundinum var tekin ákvörðun um almenna starfsstefnu fyrir árin 1998- 2000 og sérstakt þemaár 1998. Almenn starfsstefna 1998-2000 Með tilliti til þeirra forsendna og möguleika, sem samsetning og umboð ráðsins gefa, reynslunnar af fyrra nor- rænu samstarfi og þess, að á Norður- löndum ríkir víðtæk samstaða um mál- efni fatlaðra, hefir Norræna ráðið í málefnum fatlaðra samþykkt að eftir- farandi atriði skuli mynda gmndvöll fyrir starfið fyrstu árin. I samræmi við umboð sitt og meginreglur Sþ um sömu möguleika fyrir fatlaða vill ráðið koma með hugmyndir og uppbyggilegt framlag í pólitískt starf fyrir fatlaða; hjá hverri einstakri þjóð, samnorrænt og í Evrópusamstarfi. Ráðið vill með starfi sínu, í sam- ræmi við það hvernig Norðurlanda- búar líta á mál fatlaðra, styðja tilraunir einstakra þjóða til að gera að veruleika regluna um ábyrgð hvers geira. Ráðið vill efla regluna “aðgengi fyrir alla” sem grunn fyrir pólitíska ný- sköpun í mismunandi samfélags- geirum. Ráðið vill vinna “út á við” og m.a. nota verðlaunasamkeppni til að örva meðal þjóðanna starf, sem gerir sam- félagið öllum aðgengilegt svo að það nýtist öllum. Þemaárið 1998 Norræna ráðið í málefnum fatlaðra hefir ákveðið að vinna með þemaár til þess að leggja sérstaka áherslu á mikilvæg verkefni. Fyrir fyrsta starfs- ár sitt hefir ráðið valið þemað “Að- gengi fatlaðra að byggðum bólum”. Ymis verkefni eru á þemaárinu 1998, m.a. áskorun til höfuðborga Norðurlanda um jákvæða samkeppni um það, hvaða borg kemur með bestu áætlunina 1998 um þróun aðgengis- mála fram til ársins 2000. Gert er ráð fyrir að áætlunin varði fyrst og fremst opinberar byggingar, götur og skemmtigarða, en almenningssam- göngur geta einnig fylgt með. 16. október verður haldið norrænt þing í Stokkhólmi. í því taka þátt Norræna ráðið í málefnum fatlaðra, samtökin EIDD Sverige og menning- arhöfuðborgin 1998 Stokkhólmur. Þetta er norræn ráðstefna um þemað: “um aðgengi í borg, með höfuðborgir Norðurlandanna sem dæmi”. Ráðið lítur á ráðstefnuna sem tækifæri til gagnkvæmra skipta á upplýsingum, en einnig til að samræma það, hvernig höfuðstaðir Norðurlanda bregðist við áskorun ráðsins. Ráðið hefir einnig stofnað til ár- legra verðlauna “Aðgengi fyrir alla”. Árið 1998 tengjast þau þemaárinu og beinast að aðgengishönnun, þegar endurnýjaðar eru menningarsögulegar byggingar. Þórey V. Ólafsdóttir Þórey V. Ólafsdóttir FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.