Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 26
VIÐHORF Magnús Kristinsson fv. formaður Styrktarfél. vangefinna: HINN GULLNI MEÐAL- VEGUR - BESTUR Viðhorf mitt er jákvætt vegna hinna miklu framfara og úrbóta í flestum málaflokk- um fatlaðra. Víst er þó, að ekki hafa allir fengið úrlausn mála við sitt hæfi, meðan svo er þarf áfram að berjast. Sú spurning leitar á huga minn, hverjir eiga að berjast fyrir betri Magnús tíð? Eru það ein- Kristinsson staklingarnir sem " þurfa á þessari þjónustu að halda, félagasamtök eða foreldrar og aðstandendur. Margir álíta að slík mál eigi alfarið að vera í höndum ríkisvaldsins, að sjá öllum fyrir eðlilegum þörfum daglegs lífs. Það eru fjallháir bunkar af lögum og reglugerðum um málefni fatlaðra, en hversu mikil er framkvæmd þeirra í reynd af öllu sem prentað er í þessu “fjalli”. Værisvoþyrftiþánokkurað berjast? Ekki er allt gull sem glóir! Sum lögin og reglugerð- irnar eru hriplek sem gatasigti. Þess vegna hafa m.a. verið stofn- uð félagasamtök og þrýstihópar, sem telja að réttur þessara þjóð- félagsþegna hafi verið fyrir borð borinn eða eiga þeir ef til vill sjálfir að leita réttar síns. Þeir fatlaðir, sem ég hef haft mest kynni af, eru hinir andlega skertu, van- gefnir. Þeir eiga flestir erfitt með að sækja rétt sinn, þess vegna var Styrktarfélag van- gefinna stofnað fyrir 40 árum af foreldrum og velunnurum. Félagið vinnur enn að upphaflegum mark- miðum “að komið verði á fót heim- ilum, stofnunum og vinnustöðum fyrir þá vangefnu, sem þess þurfa, og að reka slíka staði, ef ástæða er til”. Því miður var ég ekki einn af stofn- endum Styrktarfélagsins, en kynntist síðar mörgum fyrstu stjórnar- og félagsmönnum þess. Oft hef ég dáðst að þeim eldlega áhuga og framsýni þessa hóps fyrir málefninu, enda náðist tiltölulega mikill árangur í upphafi. Frumherjarnir voru sterkir stofnar. s Arið 1962 varð ég félagi í Styrkt- arfélagi vangefinna og bæði kynntist og sá hina hrópandi þörf á úrlausnum ótal mála, s.s. húsnæðis-, þjálfunar- og kennslumálum, svo eitthvað sé nefnt. Meðal annars kom ég á Skála- túnsheimilið og sá 20 ferm. svefn- herbergi með 10 rúmum, enda her- bergið rúm við rúm. Sem betur fer er slíkur aðbúnaður löngu liðin tíð þar sem annars staðar. Margt leitar á hugann þegar velt er fyrir sér, hvaða málaflokkar risu hæst á starfsferli mínum fyrir Styrktarfélag vangeftnna. Eg nefni húsnæðismál, kennslu- og atvinnumál. Eru þetta ekki sömu málaflokkarnir sem hinn almenni borgari, hinir svokölluðu heilbrigðu eru að berjast fyrir. Því spyr ég, hvers vegna erum við enn í dag að burðast með sérlög? Höf- um við ekki nýlega og endurskoðaða félagsmálalöggjöf fyrir alla? Það skal viðurkennt, að í upphafi voru sérlög nauðsynleg, en í dag - tímaskekkja; eiga að vera liðin tíð eins og 10 rúma svefnherbergi á sólarhringsstofnun. rátt fyrir að fleiri en eitt ráðuneyti fari með málefni fatlaðra hefur félagsmálaráðuneytið verið möndull þessa málaflokks m.a. vegna þess að þar er sérstakur deildarstjóri málefna fatlaðra sem hefur starfað dyggilega að málefninu, þó ekki hafi ávallt verið auðvelt að finna lausn á málum þegar fjármagn er tak- markað. Síðustuþrír áratugirnir hafa markað stefnu og framfarir í málefnum fatlaðra. Að því verki hafa komið bæði ríkisvaldið og mörg hagsmuna- og áhugamannafélög, sem oftast hafa haft góða samvinnu þó stundum hafi blásið vindar. Eitt dæmi um 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.