Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Qupperneq 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Qupperneq 16
SJÁLFSBJARGAR- HEIMILIÐ 25 ÁRA Orfá formálsorð: Ritstjóri hefur oftlega áður minnt á og rætt hið mikla gildi sem margs konar útgáfa félaga Öryrkja- bandalagsins hefur hvort sem um er nú að ræða fréttabréf, ársrit, afmælis- rit, bæklinga eða annað það fróð- leiks- og frétta- efni sem sannar- lega er hollt og gott að glugga í. Eitt þessara blaða er Klifur sem Ingólfur Örn Birgisson ritstýrir af mætum mynd- arskap og að er verulegur fengur hverju blaði. Eitt af því sem augu ritstjóra stöldruðu við var grein Tryggva Friðjónssonar framkvæmdastjóra Sjálfsbjargar- heimilisins og fyrirsögnin: Sjálfs- bjargarheimilið í 25 ár. Hugur rit- stjóra reikaði til baka um þennan aldarfjórðung, en einmitt þá kom hann í sína fyrstu heimsókn á Sjálfsbjarg- arheimilið. Þorbjöm Magnússon, sá listræni ljóðasmiður og fyrrum sveit- ungi ritstjóra austan að, átti þar sitt heimili allt frá fyrstu tíð og undi þar hag sínum einkar vel í návist síns mikla og góða bókasafns. Heimsókn- irnar urðu ærið margar á Sjálfsbjarg- arheimilið af ýmsu tilefni m.a. til gleðigjafar á góðum kvöldstundum með góðum félögum. (Þetta með gleðigjöfina vonaði ritstjóri og vonar að hafi verið raunin). Oft sótti maður þangað endurnæring hugans slíkur hafsjór sem Þorbjörn var í hug- myndum öllurn og hollum fróðleik. Þarna var einnig lengi leiksystir mín frá bemsku, Erna Hafdís Berg, og hana gott að hitta á ný þó hryggileg yrðu hennar örlög öll. Sömu grimmu örlögin sóttu einnig heim gamlan nemanda minn og sveitunga, Siggeir Gunnarsson, sem átti þarna einnig hið ágætasta athvarf æviárin sín síðustu. Gildi þessa heimilis gat því ekki framhjá mér farið og í íbúðarálmunni Tryggvi Friðjónsson framkvæmdastj óri tekinn tali bjó náfrændi minn, Zophanías Bene- diktsson með sinni konu Rögnu, en hann einmitt í forystu Sjálfsbjargar frá upphafi og um langa hríð. Engan skyldi því undra þó ritstjóri beri hlýjan hug til þessa heimilis og honum því ljúft mjög að leita á fund núv. framkvæmdastjóra heimilisins Tryggva Friðjónssonar og fá fregnir af þessum góða griðastað margra mætra verka. Á aprfldegi hitti ritstjóri hann svo og innti fyrst eftir fornri sögu ef svo má að orði komast um aldarfjórðung einan: Sjöunda júlí næstkomandi eru 25 ár liðin frá því að fyrsti íbúinn kom til dvalar í Sjálfsbjargarheimilinu (áður Vinnu- og dvalarheimili Sjálfs- bjargar). Á 10. þingi Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra 1968 sagði for- maður samtakanna Theodór A. Jóns- son ma. í setningarræðu: “Eitt af þeim verkefnum, sem rædd voru á stofn- þinginu (1959), var nauðsyn þess að byggja Vinnu- og dvalarheimili fatl- aðra. Ekki skyldi þó strax byrja að byggja, enda litlir fjármunir til, heldur athuga fyrirkomulag slíkra bygginga erlendis. Hús sniðið við hæfi fólks í hjólastólum var þá óþekkt hugtak hérlendis.” Síðar í sömu ræðu sagði hann: “Eg minnist þess, er ég fyrir hálfum öðrum áratug (þá varTheodór aðeins 14 ára gamall) lá á sjúkrahúsi í Reykjavík. Hafði verið þar um nokkurn tíma til rannsóknar. Einn morguninn var mér tilkynnt, að hér gæti ég ekki verið lengur og sama dag yrði ég fluttur á elliheimili. Er þangað kom var ég settur á fjögurra manna stofu. Stofufélaga mína hafði ellin leikið grátt og voru þeir allir rúm- liggjandi. Mér gekk illa að sofna þetta kvöld og ýmsar spumingar leituðu á hugann. - Átti þetta að verða heimili mitt allt lífið, aðgerðarlaus, einskis að vænta, aðeins bíða - en hvers?” Af þessum orðum Theódórs má sjá að frumkvöðlar Sjálfsbjargar unnu stór- kostlegt þrekvirki með byggingu Sjálfsbjargarhússins, reknir áfram af brýnni nauðsyn og vitneskjunni um erfiðar og oft á tíðum ómanneskju- legar aðstæður fatlaðra. En tímarnir breytast og mennirnir með. Eitt hefur þó ekki breyst og stendur ekki til að breyta, en það er að áfram verður Sjálfsbjargar- heimilið boðið sem valkostur fyrir þann hóp fólks sem þarf á því að halda að eiga samastað á heimili sem Sjálfs- bjargarheimilið er. Til að svo geti orðið þá hefur ýmsu verið breytt í tím- ans rás og ennfremur eru áframhald- andi breytingar nauðsynlegar. I því sambandi kemur tvennt til, annars vegar að breyta umbúðunum og hins vegar innihaldinu. Svo maður víki nú að því ytra, umbúnaðinum,hvað viltu þá segja um breytingar þar á liðnum árum? Hér á eftir mun ég rekja lauslega helstu breytingar á umbúðum á liðnum árum, þá sérstaklega á ára- bilinu 1992 til 1998. Síðla árs 1992 var hafist handa við að klæða húsið að utan og skipta um alla glugga þannig að nú er hætt að snjóa inn á íbúa í verri veðrum. End- urhæfingaríbúð Sjálfsbjargar var tekin í notkun í apríl 1993, eitt mesta fram- fara- og heillaspor sem stigið hefur verið í sögu Sjálfsbjargarheimilisins. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra stóð að sérstakri fjáröflun til að greiða kostnað við innréttingu einnar íbúðar landssambandsins. Tókst þetta verk- 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.