Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Side 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Side 5
Hluti útskriftarhópsins. ÚTSKRIFT f HRINGSJÁ Hinn 14. maí sl. fór fram útskrift nemenda í Starfs- þjálfun fatlaðra í Hring- sjá.Guðrún Hannesdóttir forstöðu- maður flutti hið ágætasta ávarp. Nú væri fjórtándi hópurinn að útskrifast og sá fjórði úr Hringsjá. Nú útskrif- uðust 12 og hefði þá alls 141 útskrifast frá Starfsþjálfun fatlaðra og væri það fríður hópur. Hún minnti á afmælishátíðina, þar sem margt hefði verið sér til gamans gert. Gat einnig um þjónustusamn- inginn milli Öryrkjabandalagsins og félagsmálaráðuneytis um Starfs- þjálfun fatlaðra sem þýðingarmikill væri og gæfi fyrirheit um ný sókn- arfæri. Hún sagði 17 nýja nemendur hafa komið inn í janúar, nokkrir helst úr lestinni, aðrir komið í þeirra stað. Minnti síðan á ýmsa viðburði vetrarins. Sagði frá námskeiðahaldi vetrarins m.a. námskeiði í samvinnu við Dagvist Sjálfsbjargar, sömuleiðis námskeiði fyrir þá sem sótt höfðu í Starfsþjálfun fatlaðra, en ekki komist að. Einnig aðstandendanámskeið í samvinnu við Tölvumiðstöð fatlaðra. Nemar hefðu séð um mötuneyti fyrir þátttakendur námskeiðanna. Einn fyrrum nemandi var í starfsþjálfun hjá Hringsjá í símaþjónustu. Asókn í námskeið er afar mikil því nú liggja fyrir yfir um 80 umsóknir. Minntist svo á Hringsjárnafnið sem tákn þess að sýn yrði sem best til allra átta og víðsýni væri ríkjandi. Hún kvað árangur nemenda vissu- lega ævintýri líkastan, en áreynslulaust yrðu ævintýrin ekki staðreynd smbr. piltinn sem vann prinsessuna úr klóm drekans. Enginn vinnur sigrana fyrir okkur, það gerum við sjálf, sagði Guðrún. Avarpaði svo 1. annar nemana, sem hefðu lagt sig fram og tækju nú á móti nýjum hóp með haustinu. Afhenti svo þeim 16 sín prófskírteini. Utskriftaraðallinn gengi nú á vit nýrra ævintýra eftir að hafa hér fengið bærilegt veganesti. Gat sérstaklega um Fréttaþjálfann sem sýndi ágæt tilþrif nemenda. Munið að þið eruð ykkar eigin gæfu smiðir, sagði Guðrún og afhenti svo þessum 12 skírteini sín. Margrét Margeirsdóttir færði ámaðaróskir frá stjórn Starfsþjálfunar fatlaðra. Hér hafa nemendur fengið haldgott nesti, hvort sem er til framhaldsnáms eða starfa. Gróskan væri einstök, hér væri í raun alltaf hátíð. Gerði þjón- ustusamninginn að umtalsefni og kvað Starfsþjálfun fatlaðra ekki geta verið í betri höndum en hjá Öryrkja- bandalaginu. Minnti sérstaklega á hinn farsæla og gefandi þátt Asgerðar Ingimarsdóttur í gegnum tíðina, fram- lag hennar sem framkvæmdastjóra Öryrkjabandalagsins ómetanlegt. Nafnið Hringsjá væri og frá henni komið. Færði Asgerði hlýjar framtíð- aróskir. Asgerður þakkaði úr sæti sínu og bað Hringsjár blessunar. Helgi Seljan afhenti útskriftaraðli bækur frá Starfsþjálfun - bók Margrétar Margeirsdóttur: Paradís ferðamannsins - Suður Afríka - land tækifæranna. Bækurnar voru fagur- lega áritaðar af Margréti sjálfri. Isleifur Jónsson flutti kveðju- og þakkarorð útskriftaraðals með góðum undirtektum annarra nemenda sem útskrifuðust nú. Söknuður væri vissu- lega í hug en þetta hefði verið tími góðrar lífsfyllingar, jafnvel lífgjafar. Gæfa þeirra að hafa mátt teyga af viskubrunni vísra kennara. Jákvæðni þessa litla samfélags efst í huga. Vitnaði til Marínar að betra væri að horfa upp en niður, fram en ekki aftur. Flutti kveðjur og óskir frá Dóru Pálsdóttur sem erlendis var. Færði kennurum svo fagra rós að skilnaði. Ragnar Einarsson flutti ávarp f.h. 1. annar nemenda og þakk- aði sérstaklega hópnum sem var að kveðja. Nemendur 1. annar færðu útskriftaraðli og kennurum bók að gjöf. Lokaorðin voru svo Guðrúnar og síðan gæddu menn sér á góðum veitingum. Héðan eru heillaóskir hlýjar sendar. Vökult og veitult starf er vissulega til fyrirmyndar. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.