Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 17
í haustferð Sjálfsbjargarheimilisins nieð Ferðaþjónustu fatlaðra. Að í Fjörukránni í Hafnarfirði. efni afar vel og er samtökunum til sóma. Dagvistin flutti í nýtt og glæsi- legt húsnæði í ágústmánuði 1994. Þar með gafst íbúum Sjálfsbjargar- heimilisins kostur á að sækja um dvöl þar, sem þeir hafa í auknum mæli nýtt sér. Skrifstofur Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra og Sjálfsbjarg- arheimilisins voru aðskildar um mitt ár 1993. í október 1995 varnýtt skrif- stofuhúsnæði fyrir Sjálfsbjargar- heimilið tekið í notkun. Vel er nú búið að þessum þætti starfseminnar. I árs- byrjun 1996 yfirtóku sjúkraþjálfarar heimilisins rekstur endurhæfingar- stöðvarinnar. Frá sama tíma kaupum við sjúkraþjálfun fyrir íbúa heimilis- ins af endurhæfingarstöðinni sem heitir nú Stjá, sjúkraþjálfun ehf. Hef- ur það fyrirkomulag reynst vel í alla staði. ✓ síðasta ári voru tvö íbúðar- herbergi á 3. hæð heimilisins sameinuð í eina stofu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra gaf heimild til þess að auka sameiginlegt rými íbúa með þessum hætti. Hefur hin nýja stofa reynst vel ekki síst þar sem morgunverður og síðdegiskaffi sem áður var snætt í matsal er nú snætt á hverri hinna þriggja hæða heimilisins. Nú bíðum við þess að fá heimild til samskonar framkvæmdar á 4. og 5. hæð. Með breytingunum á 3. hæð hefur íbúðarherbergjum fækkað úr 45 í 43. Þar af eru skammtímarými 2 talsins. En svo er það innihaldið sem öllu skiptir í raun, þó allur umbúnað- ur þurfi að vera sem bestur. Hvað er um innri starfsemina að segja? Hvað varðar breytingar á inni- haldi þá em þær ekki síður mik- ilvægar en ef til vill ekki eins sýni- legar. Á 59. fundi stjómar Sjálfsbjarg- arheimilisins 5. mars 1997 var sam- þykkt skipulagsskrá fyrir heimilið. Þar segir ma.: Sjálfsbjargarheimilið er ætlað hreyfihömluðum er þarfnast aðstoðar og stuðnings í daglegu lífi sínu. Markmið heimilisins er að gera íbúum þess kleift að vera eins sjálf- bjargaogþeimerunnt. Þessskalgætt að ákvörðunarréttur þeirra sé virtur, tekið sé mið af þörfum hvers og eins og stuðlað að því að þeir geti lifað innihaldsríku lífi. Samþykkt skipulagsskrárinnar átti sér langan aðdraganda. Þannig var, að í ársbyrjun 1994 hófst verkefni undir yfirskriftinni “aukin lífsgæði- aukin starfsgleði”. Markmið verkefn- isins var eins og af yfirskriftinni má ráða að reyna að auka lífsgæði íbúa með öllum tiltækum ráðum og sam- hliða skapa starfsmönnum betri starfs- aðstæður og styðja þá í starfi svo sem kostur væri. Á þessum árum hefur margt tekist vel en alltaf má gera betur. Nafni heimilisins var breytt úr Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar í Sjálfsbjargarheimilið til að leggja áherslu á að vilji okkar stendur til þess að búa íbúum hér heimili og draga sem mest við getum úr stofnunar- yfirbragðinu. Heimilinu hefur verið deilt upp í 6 einingar í stað 3ja áður, sérstakur hópstjóri og tiltekið starfslið tilheyrir hverjum hópi til að reyna að skapa samfellu og jafnvægi í vinnu- ferlið. Hver íbúi hefur sérstakan tengilið sem er fyrirkomulag sem reynst hefur afar vel. Starfsmanna- klæðnaður var mjög fljótlega aflagður. Sú breyting ein og sér hafði mikil áhrif á allt yfirbragð starfs- umhverfisins. Starfsmannafræðsla hefur verið aukin, til hagsbóta ekki einvörð- ungu fyrir starfsmenn heldur og einnig fyrir íbúa. Á haustmánuðum 1994 var okkur boðin aðild að sam- starfi 13 danskra stofnana er vinna í þágu hreyfihamlaðra á svipuðum grunni og gert er hjá okkur. Höfum við sótt fundi til Danmerkur og haldið einn hér á landi síðan. Samstarf þetta er okkur afar mikilvægt, víkkar sjón- deildarhringinn og stuðlar að þróun í starfi okkar hér. Starfsemi í dagvist hefur á síðustu misserum tekið mikl- um breytingum. Með aðild íbúa heimilisins að dagvistinni hefur bæst ný og jákvæð vídd inn í þeirra daglega líf sem er, að ég tel, þeim afar mikil- væg. Lögð er áhersla á að koma til móts við þarfir yngri fatlaðra. Á síð- asta ári var með stuðningi Reykjavík- urborgar tveimur tilteknum fötlunar- hópum boðið námskeið í dagvistinni. Markmiðið með því var sjálfstyrking einstaklinganna. Og nú er afmælisár. Hvað á nú að gera af því tilefni til verulegra hátíðabrigða? Eins og fyrr er frá greint eru í sumar 25 ár síðan fyrsti íbúinn kom til dvalar í Sjálfsbjargarheim- ilinu. Af því tilefni hefur stjórn heim- ilisins ákveðið að gera sem flestum úr hópi íbúa kleift að fara í skemmti- ferð til Danmerkur í sumar. í 25 ára sögu heimilisins hefur slík ferð ekki verið farin. Á Sjálfsbjargarheimilinu búa um 40 íbúar, margir mikið fatl- aðir, sem þurfa aðstoð við flestar athafnir daglegs lífs. Til að það sé gerlegt að fara í slíka ferð er nauð- synlegt að hafa aðstoðarmenn með í för. í því skyni hefur verið leitað til starfsmanna heimilisins og þannig reynt að tryggja að ferðin heppnist sem best. Við höfum fest okkur gistingu í sumarhúsum sérhönnuðum fyrir fatl- aða við austurströnd Jótlands og FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.