Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 38
FRA SJOÐI ODDS Styrkþegar og stjórnarmenn. OLAFSSONAR Sunnudaginn 26. apríl s.l. voru styrkir úr Sjóði Odds Ólafssonar afhentir. Þetta var í fimmta skipti sem styrkir eru veittir úr sjóðnum og fer úthlutun alltaf fram þann 26. apríl , á fæð- ingardegi Odds Ólafssonar, en hann varfæddur árið 1909. Sjóðurinn var stofnaður af Sam- bandi ísl. berkla- og brjósthols- sjúklinga, Öryrkjabandalagi Islands og Hússjóði Öryrkjabandalagsins. Höfuðstóllinn er kr. 15 milljónirog eru vextir af honum nýttir til út- hlutunar, en höfuðstólnum sjálfum haldið óskertum og verðtryggðum. í ár var úthlutað kr. 1.425.000.-, styrkþegar voru 17 og styrkupp- hæðir kr. 50 þús. -250 þús. Sjóðsstjórnina skipa Helgi Seljan frá ÖBÍ formaður, Ólafur Hergill Oddsson frá SÍBS ritari og Anna Ingvarsdóttir frá Hússjóði Öryrkjabandalagsins gjaldkeri. Mættu styrkþegar eða fulltrúar þeirra í samsæti í matsal Öryrkja- bandalagsins á 9. hæð í Hátúni 10. Einnig voru mætt Haukur Þórðarson, formaður SIBS og ÖBÍ, Asgerður Ingimarsdóttir fram- kvæmdastjóri ÖBÍ og Vífill Oddsson, sem mætti fyrir hönd fjölskyldu Odds. Formaður sjóðsstjórnar, Helgi Seljan, gat því miður ekki verið við athöfnina, en í hans stað ávarpaði Ólafur Hergill Oddsson gestina. Hann minntist föður síns Odds Ólafssonar og gat þar sérstaklega um störf hans í þágu fatlaðra og las valda kafla úr bók- inni um Odd, Þegar hugsjónir rætast. En eins og flestir vita var Oddur Ólafsson okkar öflugasti baráttu- maður í málefnum fatlaðra um ára- tuga skeið, sannkallaður eldhugi sem átti þær hugsjónir að styrkja sjúka til sjálfsbjargar og vinna að bættum hag öryrkja. Þá voru styrkir afhentir og gerðu styrkþegar grein fyrir þeim verkefnum sem styrkirnir voru veittir til. Að lokum myndaði Vífill Oddsson styrkþega, en hann hefur séð um myndatökur fyrir sjóðinn undanfarin ár. Við óskum styrkþegum til ham- ingju og væntum þess að styrkurinn nýtist þeim vel í námi og starfi. Styrkþegar: Agnes Elídóttir vegna náms í atferlismeðferð fyrir börn með einhverfu. Anna Bergþórsdóttir vegna framhaldsnáms í tölvu- og kerfis- fræði í Rafiðnaðarskólanum. Arndís Ó. Hauksdóttir vegna náms í guðfræði. Arnór Þórðarson vegna náms í guðfræði. Davíð Gíslason og Þórarinn Gíslason vegna rannsóknar- verkefnis á astma og lungnasjúk- dómum. Félag heyrnarlausra vegna end- urmenntunar heyrnarlausra. Guðný Stefánsdóttir vegna náms í atferlismeðferð fyrir börn með einhverfu. Gunnar Guðmundsson vegna rannsóknar á ofnæmi af völdum heysóttar. Helga Agústsdóttir vegna náms í nýjungum á sviði tjáskipta. Kristín Aðalsteinsdóttir vegna rannsóknar á samskiptum kennara og nemanda með sérstakri áherslu á áhrif þeirra á böm með sérþarfir. Kristjana Fenger vegna mast- ernáms í iðjuþjálfun við Florida International University. Lára Helga Sveinsdóttir vegna kandidatsritgerðar í lögfræði um réttarstöðu fatlaðra. Marta Guðjónsdóttir vegna þolprófunar lungnasjúkra. Ólöf Rafnsdóttir vegna náms í guðfræði. Páll Magnússon og Edvald Sæmundsen vegna mismunagrein- ingar á gagntækum þroskarösk- unum. Sigvaldi Búi Þórarinsson vegna námskeiðs í kvikmyndagerð. Valerie Harris vegna masters- náms í iðjuþjálfun við Florida State University. Anna Ingvarsdóttir 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.