Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 14
Frá afmælishátíðinni. Aldarfj órðungur á Grensásdeild Hinn 24. apríl sl. var haldið hátíðlegt 25 ára afmæli Grensásdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur og var þar eðlilega margt um manninn. Safnast var saman við hina glæsilegu sundlaug Grensás- deildar og þar mættu eyrum mjúkir tónar þeirra Gunnars Guðmundssonar og Guðna Þ. Guðmundssonar. Torfi Magnússon læknir setti sam- komuna og stjómaði henni af rögg- semi. Hann kvaðst vona að áfram yrði Grensásdeild í framvarðarsveit í heil- brigðiskerfi okkar. Yfirlæknirinn Asgeir Ellertsson flutti síðan ræðu og aðeins hér drepið á örfáa þætti. Fyrst sagði hann að þessi 25 ára tími hefði verið tími skins og skúra, þar sem skinið hefði þó oftar haft yfirhöndina. Fyrsti sjúklingur á Grensásdeild var innritaður 26. apríl 1973, fyrst efri hæðin og síðan sú neðri í notkun tekin. Deildin hefur öðru fremur sinnt sjúklingum með stoðkerfisvanda eða þá í heila- og taugakerfi. Vissulega oft haft starf- rænar skerðingar í för með sér og varanlega fötlun, en endurhæfingin gert ærið gagn allt yfir í hrein krafta- verk. Að mestu hefur hér verið um þunga endurhæfingu að ræða, en einnig léttari s.s. eftir liðskipti. Helstu áherslur á fólk með slysaáverka, heilaskaða og mænu-skaða. Ásgeir sagði að varðandi mænuskaða væri Grensásdeild í fararbroddi á Norður- löndum. Blessunarlega væri nú aðeins einn mænu-skaddaður inni á Grensás og þeim hefði vissulega farið fækkandi í áranna rás. Hann minntist sérstaklega á heilablóðfallssjúklinga, en um þá vísast til greinar Einars Más Valdi-marssonar hér í blaðinu. Hann fór yfir nokkur ártöl og atburði s.s. tauga-rannsóknarstöðina, sundlaugina o.fl. o.fl. I dag tvær sjálfstæðar deild- ir: endurhæfingardeild og taugadeild. Fækkun rúma alvarlegust, nú aðeins 32. Allt hefði hjálpast að til að ná árangri svo góðum: gott fag- fólk, aukin þekking, samfella í starfi. Kappsmál væri það að enginn væri inni á spítala sem ekki hefði fulla þörf fyrir það. Færði öllum hlýjar þakkir í lokin, starfsfólki sérstaklega, vinum og velunnurum svo víða. Þrátt fyrir ýmsar hremmingar aðhalds og “spamaðar” væri ótrautt áfram haldið. Árangurinn væri augljós. Annar hljóðfæraleikaranna góðu, Gunnar Guðmundsson sagði þau hjón hafa lent í slíku umferðarslysi að þeim hefði ekki verið hugað líf, verið rústir einar, Grensásdeild hefði reist þau úr rústunum. Fluttu þeir Guðni og hann síðan lagið Ástarkveðja sem þökk til Grensásdeildar. Stjórnarformaður Sjúkrahúss Reykjavíkur, Kristín Á. Olafsdóttir, talaði þessu næst og kvað Grensás- deildina vera eina þeirra þjónustu- eininga í heilbrigðiskerfinu sem þjóðin væri stolt af og hefði til sterkar taugar. Þætta kæmi best fram þegar verja þyrfti hagsmuni Grensásdeildar, þá kæmi hlýhugur fólks best í ljós. Hún minnti á þörfina fyrir manneskju- lega hlýju og samkennd, ekki laga sjúklingana að sérfræðinni, heldur öfugt. Á Grensásdeild hefði starfs- fólki tekist í samvinnu við sjúklinga aðsmíðasterkarhjálparkeðjur. Færði fram einlægar árnaðaróskir. Einsöngur var svo næstur. Arndís Fannberg hjúkrunarfræðingur á Grensásdeild söng aríu úr Carmen eftir Bizet en Arndís hóf söngnám um sömu mundir og hún hóf störf á deildinni. Var undurljúft á að hlýða. Torfi Magnússon færði síðan þeim sjö, er starfað hafa við deildina frá upphafi falleg myndverk að gjöf frá starfsfólkinu og var þessu vel fagnað enda ljóst að dýrmæt er sú aldarfjórðungsiðja þeirra allra. Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir flutti Grensásdeild góðar heillaóskir. Kvað byltingu hafa orðið í endurhæfingu með tilkomu Grens- ásdeildar. Hún sagði það dagljóst að verulega þyrfti að auka endurhæfingu hérálandi. Hún færði fram sérstakar þakkir til allra þeirra er þarna hefðu að vænum verkum komið, þarna hefðu mörg kraftaverkin gerst. Hún færði Grensásdeild 400 þús.kr. til kaupa á lazertæki sem linar verki. Það var Sigrún Knútsdóttir yfirsjúkra- þjálfari sem tók við gjöfinni og þakk- aði hana. Ingibjörg Kolbeins hjúkrun- ardeildarstjóri tók því næst til máls og sagði þennan dag tileinkaðan skjól- stæðingum Grensásdeildar. í trú á framgang og vöxt rýndi hún svo inn í framtíðina, eins og hún orðaði það. Hún kvað þjóðhagslega hagkvæmni endurhæfingar margsannaða. Hún minnkaði líkur á örorku, færði fólki betra líf. Hún sagði mikla þörf fyrir stefnu- mótun og heildarskipulagningu 14

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.