Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 22
síðan upphafleg lög um almanna- tryggingar voru sett höfum við skuldbundið okkur til að uppfylla tvo mannréttindasáttmála og erum nú að auki aðilar að Meginreglum Samein- uðu þjóðanna um jöfn tækifæri fatlaðs fólks, en í þeim er sérstaklega tekið fram að aðildarríkin skuli tryggja að öryrkjum sé ekki mismunað í mögu- leikum til hjónabands og fjölskyldu- lífs. Umboðsmaður Sameinuðu þjóðanna í málefnum fatlaðra, Bengt Lindqvist, sem á að hafa eftirlit með því að mannréttindi fatlaðra séu í heiðri höfð, sá ástæðu til að gagnrýna það opinberlega í desember s.l. hvernig reglugerð íslenskra stjórn- valda takmarkar möguleika fatlaðra til hjónabands og fjölskyldulífs. Taki Alþingi ekki fyrir þessi brot á lögum og mannréttindum komumst við ekki hjá að fara með málið lengra, reka það fyrir dómstólum og koma því rækilega á framfæri við fjölmiðla í nágrannaríkjum okkar hvemig íslensk stjórnvöld fara með öryrkja, hvemig ein ríkasta þjóð í heimi misnotar sér veika vígstöðu fatlaðra. Kynningar- leiðina er hentugast að framkvæma í tengslum við opinberar heimsóknir, enda málið svo einfalt að hver einasti útlendingur skilur það á augabragði og á auðvelt með að meta það í sam- hengi við aðra þá landkynningu sem að honum er haldið. Garðar Sverrisson Hrafn Sæmundsson fulltrúi: “Gamall maður nýtur sín vel” að var dálítið óvenjuleg sam- koma sem haldin var í Gullsmára í Kópavogi 7. mars 1998. Þarna voru komin saman 170 manns og erindið var að rökræða og pæla í nýjum við- horfum í öldrun- armálum. Kópa- vogsbær, Félag eldri borgara og Frístundahópurinn Hana nú boðuðu til þessarar sam- komu, ekki til að finna upp hjólið enn einu sinni eða ræða faglega um öldrunarmál heldur til að tala um nýja hugmyndafræði sem ekki er þó nýrri en það að fullorðið fólk í Kópavogi hefur prufukeyrt hana í 14 ár. Þetta er sú hugmyndafræði sem Frístunda- hópurinn Hana nú byrjaði að móta árið 1983 og sem hefur sannað sig algerlega. Við undirbúning ráðstefnunnar var ákveðið, eins og áður segir, að nálgast viðfangsefnið frá öðru sjónarhorni en venjulegt er þegar rætt er um öldrun- armál. Til að undirstrika þetta var ákveðið að kalla til gamlan mann, Marcús Túllíus Ciceró, en hann lauk jarðvist sinni 45 árum fyrir Krists burð. “Þroskaskeiði ellinnar eru engin föst takmörk sett og gamall maður nýtur sín vel meðan hann gegnir skyldum sínum og virðir dauðann að vettugi. Af þessu leiðir að ellin reynist jafnveldjarfarienæskan.” Svomælti hinn vitri Ciceró. Og í þessum anda var ráðstefnan Frá ráðstefn- unni í Gullsmára. skipulögð og til að hefja leikinn og flytja boðskapinn gengu fram í ræðu- stól og við pallborð þau Vilhjálmur Árnason heimspekingur, Þorgeir Jónsson læknir og eldri borgari í Kópavogi, Ásdís Skúladóttir félags- fræðingur, Guðrún Jörundsdóttir listvefari og eldri borgari í Kópavogi, Ástríður Stefánsdóttir læknir og Aðalsteinn Sigfússon félagsmála- stjóri. innig lásu félagar úr Bók- menntaklúbbi Hana nú valda kafla úr grískri heimspeki sem hæfðu deginum og eldri borgarar sýndu fagra vrkivaka. Eins og áður segir er það augljóst eftir starf Hana nú í Kópavogi í 14 ár, að mikill munur er á þeirri hugmynda- fræði sem þar er unnið eftir og þeirri hugmyndafræði sem oft vill verða ofan á í öldrunarþjónustu þar sem reynt er að setja fullorðið fólk á sér- stakan bás eftir verklokin. Að hanna sérstakar þarfir fyrir “gamla fólkið”. Að draga það út úr iðandi þjóðlífinu og gera eitthvað fyrir það í stað þess að vinna með því og að fólk vinni fyrst og fremst sjálft í hlutunum. Hugmyndafræði Hana nú er einföld. Fólk byrjar að undirbúa ellina með því að byrja, eða öllu heldur halda áfram að taka virkan þátt í iðandi lífi þjóðfélagsins áður en kemur að verkalokum. Fólk á vinnu- markaði og lífeyrisþegar fara saman að skipuleggja “félagsleg ferðalög” inn í þjóðfélagið. Eru beinir þátttak- endur í listum, menningu, skemmtun og almennu félagslífi með öðrum aldurshópum í þjóðfélaginu. Um þessa hugmyndafræði var beint og óbeint skeggrætt á ráðstefnunni í Gullsmáranum. Ásdís Skúladóttir félagsfræðingur og “Höfðingi” Hana nú dró hug- myndafræðina saman á ráðstefnunni. “Líf okkar ætti að vera ein samfella þar sem upphafið, meginkaflinn og lokakaflinn væru í fullkomnu jafnvægi”. Svona einfalt gæti þetta verið. Hrafn Sæmundsson 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.