Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Síða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Síða 27
góða samvinnu. Árið 1987 fengum við framkvæmdastjóra Húsnæðis- stofnunar ríkisins á stjómarfund hjá Styrktarfélagi vangefinna, til þess að ræða möguleika á húsnæðismála- lánumtil skjólstæðingaokkar. Fram- kvæmdastjórinn taldi ekkert mæla gegn því, ef vissum skilyrðum yrði fullnægt. Þetta þóttu góð tíðindi, enda ekki beðið boðanna og málið afgreitt. Árangur sá, að nokkrir vangefnir ein- staklingar og pör hafa eignast íbúðir. Þeir hafa og sýnt skilvísi og staðið við sínar skuldbindingar. Eg tel að þetta sé með ánægjulegri verkefnum sem ég kom að og sýndi m.a. hvað í mörg- um vangefnum býr, meira en margur hyggur. Eftir margra ára kynni mín af vangefnum hefur stundum hvarflað að mér, hver er vangefinn og hver ekki. Margir vangefnir eru einstakir á sinn sérstæða hátt. Hver gefur þeim stimpilinn? Fyrir nokkr- um árum var ég á ráðstefnu, þar sem m.a. sérkennslufulltrúi menntamála- ráðuneytisins hafði framsögu um sérkennslu. Upp kom spuming, hver er fatlaður og hver ekki og ræðumaður spurði: Er t.d. prófessor fatlaður, ef hann getur ekki lært að festa tölu á flík? Samkvæmt mínu minni og reynslu hefur það aldrei verið “stfll” Styrkt- arfélags vangefinna, þegar það hefur þurft að berjast fyrir sínum málum, að hrópa hátt, fremur vinna skipulega og gera raunhæfar kröfur sem líklegar væru til úrlausnar. Yfirskrift mín - Hinn gullni meðal- vegur, bestur, ræðst af því, að eftir 35 ára starf er ég sannfærður um það eftir langa baráttu fyrir þessi málefni, er það hinn gullni meðalvegur er nær bestum árangri, ef huga skal að morg- undeginum. Magnús Kristinsson • • 11 þekkjum við jókerana frá barnsaldri úr spil- unum okkar og ritstjóri minnist þess hve honum þótti þetta skrýtnar og skemmtilegar “fígúr- ur’" og um leið fannst honum það heldur dapurlegt að þeir skyldu ekki fá að taka þátt í leiknum hvort sem það var langavitleysa, svarti Pétur eða vist sem spiluð var. En nú hefur sem sé verið úr þessu bætt og jókerinn fengið upp- reisn æru. íslensk getspá hefur tekið hann upp á arma sína og beinlínis hvetur til þess að menn hafi jókerinn með, alla vega þegar þeir taka þátt í laugardagslottóinu. Ekki þarf hér í þessu blaði að rekja eða ræða lengi gildi íslenskrar getspár fyrir hag öryrkja í landinu en 40% af tekjum þar renna til Öryrkjabandalags íslands. Á það eitt skal minnst hér að einmitt þessi tekjustofn hefur tryggt hundruðum öryrkja húsa- skjól, eflt hag Öryrkjabanda- lagsins til allra góðra verka til varnar og sóknar fyrir öryrkja í landinu, veitt félögum öryrkja möguleika til að vinna að mörgum bráðbrýnum verkefnum svo aðeins á fátt sé drepið. Þann 28. aprfl sl. kynnti íslensk getspá eig- endum sínum: UMFÍ, ÍSÍ og ÖBÍ (allt skammstafað) um nýjan leik sem fengið hefur nafnið jóker og JOKER Hvað er nú það? mynd hans nauðalík gömlu kunn- ingjunum frá bernskuárum rit- stjóra. Stjórnarformaður íslenskrar getspár, Sigurbjörn Gunn- arsson og framkvæmdastjórinn Vilhjálmur B. Vilhjálmsson sögðu þar frá aðdraganda þessa leiks og sýndu hversu útdráttur færi fram. Nauðsyn væri að brydda upp á einhverju nýju og um leið áhuga- verðu sem þeir sannarlega vonuðu að yrði og hleypti nýju lífi í lottó- söluna sem hefur nokkuð dregist saman. Ekki verður farið nánar út í útskýringar hér enda leikurinn verið vel kynntur um allnokkurt skeið þegar þetta ber fyrir augu lesenda. Jókerinn er sjálfstæður leikur sem þó er einungis hægt að kaupa með laugardagslottóinu. Menn velja 5 tölur sem prentast út með lottótölunum. Jókertölurnar eru svo dregnar út á sérstökum lukku- hjólum um leið og dregið er í laugardagslottóinu. Nú og fyrir allar tölur í réttri röð fá menn eina milljón króna, hvorki meira né minna, fyrir 4 síðustu í réttri röð 100 þús.kr. 3 þá 10 þús. kr. og svo 2 síðustu eitt þúsund kr. Við hér segjum bara: Til ham- ingju með nýja leikinn og megi hann til velfarnaðar verða. Rit- stjóra þykir vænt um að jókerinn sé svo hafinn til vegs og virðingar á þann veg að kaup á honum gagn- ist góðum málefnum, ekki síst okkar velferðarmálum af mörgu tagi. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.