Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Side 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Side 41
Jóhanna S. Einarsdóttir Kveðja frá • • s Oryrkj abandalagi Islands Á vorbjörtum degi vaknandi lífs í allri gróandans grænku kvaddi þessi vondjarfa vinkona okkar svo alltof skjótt og skyndilega. Vel vissum við að Jóhanna gekk ekki heil til skógar, en á stjórnarfundi Öryrkjabandalagsins nú fyrir skemmstu var hún mætt, hugumglöð og hress í máli og við héldum og vonuðum að allt væri til betri vegar að færast. En í þess stað hefur lífsklukkan glumið og komið að hinstu kveðjustund. Við áttum hið ágætasta og ánægjulegasta samstarf við Jóhönnu og minnisstæð er heimsókn okkar í Heyrnarhjálp þar sem hún réði ríkjum af rausn og reisn, athafnasöm og áræðin en einnig raunsæ og rökföst. Henni var kappsmál kært að efla sem allra best starf Heyrnarhjálpar og hefja merki heyrnarskertra hátt á loft, virkja þá til vökullar baráttu fyrir rétti sínum og hagsmunamálum. Málþing það er haldið var í haust er leið í Ráðhúsinu á vegum Heyrnarhjálpar hvíldi á hennar herðum umfram alla aðra og þar var sannarlega vel að verki staðið. Þar flutti Jóhanna heita hvatningu með hollráðum góðum. Jóhanna var skoðanaföst og af einurð flutti hún mál sitt hvarvetna. Hún lagði fram gott liðsinni í stefnumótunarnefnd Öryrkjabandalagsins, hugmyndarík og heldur betur fylgin sér. Nú átti hún sæti í skipulagsnefnd bandalagsins og við hugðum einmitt gott til endurkomu hennar eftir örðugan sjúkdómsferil. Nú hefur gesturinn með ljáinn gengið hjá garði og autt sæti þessarar dugmiklu, rösku konu svo ágætrar gerðar og það vissulega vandfyllt. I einlægri þökk og tærum trega kveðjum við Jóhönnu S.Einarsdóttur. Þar fór svo alltof fljótt ljúfur liðsmaður, leitandi leiða til betri lífsskilyrða fyrir heyrnarskerta. Hennar verður sannarlega saknað á vettvangi okkar. Eiginmanni hennar, dætrum og öðrum aðstandendum sendir Öryrkjabandalag íslands innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé björt minning. Jóhanna S. Einarsdóttir Til upplýsingar listunnendum Við fáum oft hér á borð okkar ágætar upplýsingar af ýmsu tagi sem okkur þykir ástæða til að koma frekar á framfæri. Listasafn Reykjavíkur, forstöðumaður þess, Eiríkur Þorláksson sendi okkur samþykkt borgarráðs um breytingar á opnunartíma og aðgangseyri að Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, í Safni Ásmundar Sveinssonar og í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu (sýning á verkum Errós). I sumar verða allir þessir staðir opnir frá kl. 10 á morgnana til kl. 18 á daginn utan Safn Ásmundar Sveinssonar en það er opið til kl. 16. Almennur aðgangseyrir er 300 kr. Öryrkjar og ellilífeyrisþegar greiða 200 kr. Börn innan 12 ára fá ókeypis aðgang. En nýbreytnin felst í því að á mánudögum er ókeypis fyrir alla gesti og tilvalið fyrir fólk að notfæra sér það sem allra best. Öll svona kynning hingað er ágæt og henni reynt að koma hér á framfæri. Svo er bara að drífa sig á mánudögum sumarsins. H.S. ÓlöfS. Eysteinsdóttir form. MG-félags / Islands: Viðhorf Regnhlífasamtök eins og ÖBI eru mjög mikilvæg fyrir lítil félög hjá fámennri þjóð þar sem einangrun sjúklinga með sjald- gæfa sjúkdóma er mikil. Það var því mikils virði fyrir MG-félagið þegar það fékk inngöngu í ÖBÍ. Það er að verða sú gleðilega þró- un hjá ÖBI að stofnaðir hafa verið málefnahópar þar sem bandalagið getur virkjað félögin og aukið á slagkraft sinn til góðra verka fyrir öryrkja. Öryrkjabandalagið er að taka fyrstu skrefin til stofnunar félagaþjónustu bandalagsins. Þannig félagaþjónusta er mikils virði fyrir lítið félag eins og MG- félagið. Félagið hefur nú fengið að- gang að heimasíðu ÖBI og við þökkum það og ætlum að notfæra okkur. Hlín Gylfadóttir listakona gerði fyrir okkur heimasíðu með textanum sem er í bæklingnum og bjó til logo eða mynd eins og það heitir. Eftir að ég fór að sitja stjórn- arfundi hjá ÖBÍ hef ég kynnst dálítið högum annarra öryrkja, ég taldi mig ekki fáfróða, en þó var það, að staða heyrnarlausra varð mér ljósari en áður. Eg sá hve mikil vinna það er fyrir heyrn- arlausa að ná sambandi við fólk og tjá sig og segja sína skoðun. Nú til dags þegar allir eru að flýta sérerstaðaþeirramjögerfið. Það væri mikil bót fyrir þennan hóp ef sjónvarpið textaði efni sitt. Ólöf S. Eysteinsdóttir Staka Verma Ijúfir vindar vaknar allt um ból. Fagna fjallatindar fyrstu morgunsól. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS 41

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.