Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Qupperneq 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Qupperneq 43
Hvað er Perthes? Styrktarfélag Perthes - sjúkra hefur gefið út afar skýran og skemmti- lega upp settan bækling sem ber heit- ið: Hvað er Perthes? og svarað stutt og laggott fyrir neðan: Vaxtartruflanir í mjaðmarlið hjá börnum. Það er Halldóra Björk Óskarsdóttir formaður félagsins sem borið hefur hita og þunga af útgáfu þessa bækl- ings sem er unninn upp úr þekkingu og reynslu sérfræðinga, foreldra og einstaklinga s.s. segir á baksíðu. Bæklingurinn skiptist í 8 kafla. Perthes - sjúkdómur nefnist sá fyrsti þar sem sjúkdómnum er lýst en fyrsta einkenni er venjulega helti - lítil í byrjun en endurtekin og fer oftast vaxandi. Gangi Perthes - sjúkdómsins má skipta í 4 stig: Upphafið orsakast af skerðingu á blóðflæði sem leiðir til beindreps. Annað stigið er að niður- brot/samfall verður í hinu dauða beini sem skapar afmyndun. Þriðja stigið er að nýr bein - eða brjóskvefur kemur í stað þess dauða og fjórða stigið er svo endanlegur gróandi eða nýmynd- un bein - og brjóskvefja. í kaflanum um meðferð er sagt að hún stefni öll að því marki að lær- leggskúlan falli betur í mjaðmaliðs- skálina. Fjórði kaflinn er um skurð- aðgerð - allstór sem viss áhætta fylgir og á eftir fylgir lega í gipsumbúðum u.þ.b. tvo mánuði. En skurðaðgerð gefur yfirleitt góðan árangur. “Að mega vera í fýlu’ Þegar haldið var upp á 25 ára afmæli þeirrar ágætu Grensásdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur hitti ritstjóri þann snjalla vísnasmið Jón Thor Haraldsson sem var svo elskulegur að gauka þessari stöku að honum og þá lesendum um leið. Staulast ég við stirðan fót stúrinn geng til hvflu. Þá er mikil meinabót að mega vera í fýlu. Ekki væri nú amalegt fyrir okkur að fá meira að heyra frá honum Jóni Thor sem öðrum betur kann á stökunni listatök. Er Perthes - sjúkdómur algengur? U.þ.b. 10 börn greinast árlega á íslandi. Algengastur hjá börnum 3ja til 13 ára - 15% í báða mjaðmaliði. Hvatning er til foreldra til að leita sem bestra upplýsinga og eins er áréttuð nauðsyn þess að aðstandendur barna séu upplýstir um fylgikvilla. Að lokum eru svo fróðleiksmolar um Perthes s.s. að Perthes nafnið er dregið af þýskum lækni, Perthes að nafni. Félaginu er heiður góður að hald- góðum bæklingi, þar sem rækilega er drepið á það sem helst þarf að vita. Símanúmer félagsins sem hefur aðsetur í Hátúni 12 er 561-5220. H.S. Hva ðer Ú A er Vaxtartru h thes? lanir í mjaðmarlið á börnum Forsíða bæklings. Gömul bæjarnöfn Það er gaman að rifja upp gömul bæjarnöfn, þó að sum þeirra láti ekki mikið yfir sér og séu enginn mælikvarði á manngildi heimilisfólks. Hér eru nokkur af Suðurlandi og meira að segja rímuð. Hverjir ríða að Hlemmiskeiði, hillir undir Þórð í Strympu Hans í Ertu, Högna íTortu og Helgu, Ijós í Andrésfjósi. Hokin ríður Vala í Vola, Vælugerðis-Salka skælir. Jón í Roðgúl reifur og glaður rabbar hátt við Snjólf í Nabba. Eru kotin Odda hjá Ekra, For og Strympa, Vindás, Kumli, Kragi þá, kemur Oddhóll skammt þar frá. Látalæti leikur í lítill álmaviður, mikið kátur meira frí Magnús Árna niður. Fálki, Baldur, Brana, Fox, Brynki, Imba, Sigga, Tumi, Borga, tíkin Nox trútt Sitjandann byggja. Elín Þorbjarnardóttir tók saman Ath. leiðrétting. Um leið og Elínu er kært þakkað hennar góða framlag skal leiðréttingu komið á framfæri vegna gátu nr. 8 í síðasta blaði. Þar stóð: oft af sauði en á vitanlega að vera: ætt af sauði. Auðvitað og er Elín afsökunar beðin. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.