Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 11
Magnús Einarsson rithöf.: Fegurðin og boðaföllin Einhvernveginn komst stúlkan fram úr rúminu. Hún fór á fætur og fram í eldhús og leit í kringum sig. Skyndilega laust niður í huga hennar: “Eg skal”, þetta sönglaði aftur og aftur í hjarta hennar þar til hún var vöknuð. Hennar eina vopn var: “Ég skal”. Hjart- að í henni rumsk- aði og fegurðin flæddi um húsið. Ain rann útí sjóinn og hún Magnús hugsaði að hún Einarsson myndi deyja ef hún kæmist ekki yfir ána. Kríur, mávar og gæsir syntu og görguðu við ósinn. Selir syntu um allt og laxinn sem var kominn til að heyja þolraun sína upp mórauða ána og viðhalda lífinu var lostæti selanna. Sólin skein og haustið var að taka völdin af sumrinu. Hún vann í sóða- legri bensínsjoppu og feitir vörubfl- stjórar klipu í hana. Stundum hugsaði hún að lífið væri eins og nauðgun. “Ég skal” hristi upp í henni og hún vonaði að hún kæmist suður. Hún lagði hamborgara og franskar með bleikri sósu á borð eins kúnnans. Skyndilega hugsaði hún: “Ég skal fara suður”, hugsunin hafði aldrei fyrr búið til þessa sterku setningu og hún var hissa, leit upp og horfði yfir ósinn íbolsemástóð“Happaþrenna”. Hún gekk útað dyrum og andaði að sér hreinu lofti. “Ég er afgreiðslukona í bensínsjoppu”, hún hristi hausinn fegin því að henni fannst þetta ekki sterkhugsun. Húnhugsaði: “Égskal komast suður”. Hún skúraði allan skítinn eftir kúnnana í sjoppunni og gekk síðanheimtilsín. Svitinn og skíturinn loddi við hana eins og eitur. Hún gekk inn í hús foreldra sinna, fór í sturtu en hafði þessa tilfinningu að hún væri ennþá einhvemveginn skítug. Oft hugsaði hún um laxinn og hvað fegurð baráttu hans var mikil en svo aftur grimmd selanna, stundum er náttúran einsog ós; svo undarleg. “Fyrst laxinum tekst að komast og viðhalda lífinu þá kemst ég suður”, hugsaði hún. Hún átti vin, skrítinn strák sem hún talaði við þegar hún var við árbakkann. Hann var einfaldur en sterkur. Þeim leið vel hvort hjá öðm í gargi fuglanna, þetta var traust og einlæg vinátta. Þau voru vinir en gátu aldrei talað um suðrið því að það var regla í þorpinu að kalla landið fyrir sunnan: “Það græna þarna handan bæjarlækjarins” og jafnan hlegið þegar á það var minnst. Þetta var ekki beint skipulagt hjá henni, hún bara vaknaði og þetta virk- aði allt svo sjálfsagt. Sólin skein, það var heitt úti. Sjórinn var dulúðlegur, næstum því kyrr, kolmóruð jökuláin blandaðist sjónum og hún hugsaði hvað margir laxar hefðu endað í selskjafti. Selirnir voru hættulegir. Hugsanirnar bergmáluðu í kolli hennar: “Ef ég kemst ekki yfir ána verð ég kannski skotin eða sett í fangelsi, allavega yrði ég alltaf jafn skítug. Kannski myndi allt deyja!?. Hún fann samsæristilfmninguna læs- ast um sig. “Ætli ég sé alein?” hugs- aði hún upphátt. Hún fór út og sólin skein á hana og það var gott veður. Sterkleg gekk hún af stað og ákveðnin hafði náð tökum á henni. Hún gekk niður að árbakkanum, handlék vatnið og velti því fyrir sér hve vont vatnið væri: “Bæði kalt og skítugt; hvernig erþetta hægt!?” hugsaði hún. Hún klæddi sig úr öllu og setti fötin í vatnsheldan bakpoka og óð útí og synti fyrst hratt skriðsund. Hún saup hveljur í vatninu en passaði sig að öskra ekki svo ekki heyrðist í henni. “Ég ætla ekki að öskra fyrr en ég er komin yfir og sem betur fer er ég það langt frá sjónum að selirnir ná mér ekki.” Kuldinn og skíturinn vafðist um hana þar sem hún synti. Hún tók á öllum sínum kröftum og synti hratt, vatnið fór upp í hana en hún skirpti því útúr sér. Hún synti þar til hún kom örmagna að lítilli sandeyri. Hún vildi sjá framhaldið; það versta var eftir og kannski ómögulegt því mesti straumurinn beið hennar. Tennumar glömruðu en hún vissi að það þýddi ekkert að hugsa um kuldann strax en skíturinn var verri. Hún kastaði upp. “Aðalstraumurinn er eftir. Hvemig kemst ég yfir þetta?”, hugsaði hún hrædd. Hún öskraði. Fljótið var straumþungt. Hún var ein. Hún fór útí og synti af stað, en hún fann of seint að straumurinn var of mikill, þótt hún synti af öllum krafti í þessari jökulá. Hana bar hratt að ósnum. “Selirnir eru nær núna”, hugsaði hún en hugsanirnar voru hver annarri erfiðari því hún hafði sopið svo mikið af þessu drulluvatni. “Kannski er gott að verða endalaust kalt; Nei !”hún barðist af öllum kröft- um. Mávarnir hnituðu flugið yfir henni og steyptu sér. Þeir vildu éta úr henni augun. Skyndilega fann hún að það var gripið um hana og hún streittist á móti, hélt það væri selur. En fann og sá að þetta var vinur hennar. Þau börðust af öllum kröftum við strauminn. Hún hafði dmkkið það mikið af drullunni að hann varð að troða marvaða með hana. Hann var sterkur. Skyndilega fann hann að það var bitið fast í fót hans, sársaukinn var minni í kuldan- um. Hann sleppti takinu á stelpunni og reif hníf og drap selinn í brjálæði sem kom yfir hann einsog engill. Hann svipaðist um eftir henni þar sem mávamir voru og synti geðveikislega til hennar, greip hana og synti einsog í æðiskasti, þar til hann fann fast land undir fótum. Þau vom komin á þurrt land. Þau lágu ælandi í sandinum og gleðin yfir því að hafa komist suður bergmálaði í gargi kríanna. Hún var komin suður! Þau litu hvort á annað og horfðust í augu og fóru að hlæja. Magnús Einarsson FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.