Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 8
Afmælisrit Styrktarfélags vangefinna Hingað hefur borizt hið glæsilegasta afmæl- isrit Styrktarfélags van- gefinna, en félagið einmitt 40 ára gamalt á þessu ári. Þetta fertuga afmælisbarn hefur víða komið við á þeim vettvangi sem það helgaði sig í upphafi og óhætt að segja að saga þess sé saga margra mætra ávinninga, margra góðra sigra á sóknarleið. Það er ritstjórinn, Hall- dóra Sigurgeirsdóttir, sem skrifar forystugrein sem einmitt nefnist: Að standast tímans tönn. Hennar ósk er sú á þessum tímamótum að félagið hafi byr til að starfa í anda bjartsýni og festu hér eftir sem hingað til. Hugsjónir rætast nefnist svo ávarp formannsins, HafliðaHjartarsonar. Hann minnist fallega frumherj- anna sem óbilandi trú höfðu á hugsjón sinni og börðust fyrir framgangi hennar af dugnaði. Enn er af nógu að taka, segir Hafliði og fagnar góðum hóp félags-manna, frábæru starfsfólki og öflugum stuðnings- mönnum. Framkvæmdastjóri fé- lagsins í 20 ár farsældar og framúrskarandi starfs, Tómas Sturlaugsson, er í viðtali við Halldóru rit- stjóra. Hann rekur fyrst ættir sínar og námsferil, en Tómas er kennari að mennt og starfaði við kennslu og skólastjóm í 23 ár. Hann kenndi þá m.a. á Skálatúni og einnig á Reykjalundi, en áhuga fyrir málefnum fatl- aðra hafði Tómas frá bams- aldri. Þegar Tómas kom svo til Styrktarfélagsins rak félagið tvö dagheimili og fyrsta sambýlið vai' nýtekið til starfa. Tómas rekur þróunina á lifandi og skemmtilegan hátt, telur stærstu tíma- mótin hafa verið 1958 - Styrktarsjóður vangefinna og 1980 - lög um aðstoð við öryrkja og þroskahefta með sínum framkvæmdasjóði. Níundi áratugurinn verið samfelld sigurganga. Hann rekur einnig helztu þættina í starfi sínu þessi ár og segir það eðlilega hafa snúist mest um fjármagn til rekst- urs og uppbyggingar. Hann telur það gefandi forréttindi að hafa fengið að vera í þessu starfi. Allir sem til Tómasar þekkja vita að hann er einstakur í sam- vizkusemi sinni og útsjón- arsemi um leið og ritstjóri notar þetta tækifæri og sendir vini sínum og fyrr- um skólabróður kærar inmarkmið sem eru mörg og góð en enduróma öll í því síðasta: að fólkið fái að eldast með reisn. Nóg er um að vera, gjöful morgun- stund, sjúkraþjálfun, gönguferðir, sund. Full- Svavar Már og Siggi Valur brasa við margt í Bjarkarási. kveðjur. Þar fer vammlaus halur og hæverskur. Viðtal er við Katrínu Guðjónsdóttur, sem er 10 árum eldri en félagið, bjó á sambýlum þess áður en keypti sér íbúð fyrir 10 árurn og hefur allt að óskum gengið. Segir frá handavinnu sinni fagurri sem prýðir heimili hennar og rekur að öðru leyti sína sigursögu, en nú er hún nær blind, búin að fá örlitla skímu, en sér um sig sjálf með hjálparhellum. Margir munu við Katrínu kannast frá ræstingastörfum hennar hjá Flugleiðum um árabil, en Katrín er lýsandi dæmi um hverju bjartsýni og bar- áttuvilji fá áorkað. Sigrún Jónsdóttir deild- arstjóri segir frá Lækjarási - Húsinu - dagvist fyrir eldri þroskahefta, en tíu ár eru frá því starfsemi hófst formlega. Húnrekurmeg- orðinsfræðsla fatlaðra í Brautaskóla og skapandi starf er stór þáttur. Ritstjóri hefur litið þarna inn og er sannarlega ástæða til að óska Styrktarfélagi vangef- inna til hamingju með þessa góðu starfsemi. Formaður Ataks, félags þroskaheftra, María Hreið- arsdóttir er í viðtali við Halldóru. Hún segir félags- starfið mjög lifandi og gott og einkurn umræðuhóp- arnir en þeir eru 8 nú, sumir með tvo leiðbeinendur, aðrir með einn. Hún segir að ekki eigi að vernda fólk, enn síður ofvernda. “Allir eiga að fá stuðning til að geta búið úti í samfélag- inu”, segir María. Hún segir sinn stærsta draum að vinna að hagsmunamálum fatlaðra og fá að starfa með þeim. Segir sjálfstraust sitt mjög hafa aukist og nefnir í lokin tvö dæmi um bar- áttumál nú: mál fjöl- 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.