Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Qupperneq 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Qupperneq 9
skyldna þar sem foreldrar eru þroskaheftir og kyn- ferðislegt ofbeldi meðal þroskaheftra. Guðrún Þórðardóttir, foreldri fjallar um Lyngás og Safamýrarskóla og ýmsar hugmyndir þ.a.l. komnar til út af áformum um einsetningu Safamýrar- skóla. Allar lausnir þessa máls verða að miðast við þarfir barnsins/unglingsins og á þeirra forsendum. Vonar að úrræði finnist sem verði nógu sveigjanleg til að geta rúmað alla þá þætti sem þörf er á fyrir þetta fólk. Gréta Bachmann rifjar upp brot úr 40 ára sögu félagsins. Gréta lýsir til- drögum að stofnun, en þar eins og annars staðar ætíð síðar kom Gréta við sögu. Fyrsti formaður var svo Fljálmar Vilhjálmsson ráðuneytisstjóri en hans formennska náði yfir 17 ár. Svo kom Styrktarsjóður vangefinna og lög um hann sem veitti viðspyrnu góða til verka. Hún segir frá fundum kvennanna í fé- laginu og miklu starfi þeirra. Svo rekur hún einn áfangann af öðrum í ágætri sögu, en því gerð skil ann- ars staðar í heimsóknar- spjalli. Formannsskipti urðu 1975 og Magnús Kristinsson varð formaður næstu 18 ár, en hann á einmitt viðhorfsgreinina í þessu blaði hér. Segir frá blöndunarstefnunni, sam- býlunum í kjölfarið og öllu öðru því er Styrktarfélag vangefinna stendur fyrir í dag þ.m.t. íbúðakaupum, Asi, vinnustofunni o.s.frv. Afmælishátíðirnar veg- legar og vandaðar eru svo rifjaðar upp einnig. “Það er ósk mín og von að sá logi er tendraður var með merki félagsins eigi eftir að lýsa því og skjólstæðingum þess um ókomin ár”, segir Gréta í lokin og vitnar þar til hins lýsandi merkis félagsins. “Er metnaðarfull”, segir Ragnheiður S. Jónsdóttir sem var í stjórn félagsins um árabil í viðtali við Svölu Jónsdóttur. Þau hjón eign- uðust einkason sinn fyrir 36 árum, hann er spastískur og hamlaður á ýmsan veg eftir heilaskaða í fæðingu eða rétt eftir fæðingu. Hún lýsir á glöggan hátt þjálfunar- og þroskaferli Ólafs sonar síns og um leið minnir hún á margt í starfi Styrktarfélags vangefinna og baráttu for- eldra fyrir rétti barna sinna. Lýsir byltingarkenndum breytingum í aðstöðu fatl- aðra, minnir sér í lagi á menntunarmálin og dregur í efa að almennur skóli henti öllum. Ólafur flutti á sambýli 23ja ára, en býr nú í íbúð út af fyrir sig, deilir eldhúsi með öðrum og fær aðstoð. Vinnur fyrir hádegi í Iðjubergi en eftir hádegi á handverkstæðinu Asgarði. Annars segir þessi reynda baráttukona í lokin: “Það vantar fleiri staði, fleiri úrræði”. Halldóra ræðir svo stuttlega en á ljósan hátt við Stefán Sigvalda sem er mjög spastískur, þarf hjálp við nánast allt, blisstáknmál hans tjáning. Bjó lengi úti í Hollandi en býr nú með móður og bróð- ur. Listrænnmjögogfeyki- lega fjölhæfur, málar, teiknar og spilar á orgel, teflir líka. Hann er í dag- dvöl hjá Sjálfsbjörg tvo daga í viku og 1/2 dag í Borgarholtsskóla. Hann dreymir um að fara á sam- býli, er bjartsýnn vel og geislar af gleði að sögn Halldóru. Þurfum sérstakan mál- svara, segir Indriði Björns- son formaður félags um Downs-heilkenni. Indriði segir þar frá tildrögum að félagsstofnun sem menn töldu áhrifarík- asta ráðið. Hann kynnir svo vel samskiptaaðferðina: Tákn með tali. Indriði nefnir það að hjartagalli sé algengur hjá þessum börn- um, sjón og heym oft slæm, vöðvar slakir og þau eru sýkingargjörn. Félagið ætlar að útbúa fræðslu- pakka sem hentað gæti for- eldrum - leiðarvísi. Hann veltir fyrir sér væntanlegri skólagöngu fjögurra ára sonar síns, setur viss spurn- ingamerki við almennan skóla. Hann hefur veruleg- ar áhyggjur af heilsugæslu og ungbarnaeftirliti. Jóndóra E. Jónsdóttir segir frá sumarferð íbúa í Stuðlaseli 2 til Svíþjóðar. Margt skemmtilegt skeði og skýrlega frá því sagt. Nýr framkvæmdastjóri, Kristján Sigurmundsson er í stuttu spjalli við Halldóru. Kristján er þroskaþjálfi að grunnmennt en hefur bætt þar vel við. Hefur starfað á margan veg að málefnum fatlaðra þessi fimmtán ár frá útskrift. Sl. 8 ár hjá Styrktarfélagi vangefinna, síðast sem starfsmanna- stjóri áður en hann tók við nýja starfinu. Hann segist koma að góðu búi og vera albúinn til átaka góðra. Kynnt er bók eftir Andrés Ragnarsson sál- fræðing: Setjið súrefnis- grímuna fyrst á yður... - að eiga fatlað eða lang- veiktbam. Tilgangurbókar er: að auðvelda fjölskyld- um sjálfsskoðun undir þessum kringumstæðum, að rýna í samskipti foreldra og fagfólks og sem kennsluefni fyrir viðkom- andi starfsstéttir. Gjöf dagsins - síðasti kaflinn - fjallar um djúpt þakklæti Andrésar yfir því að eiga sinn fatlaða son. Hanna Björg Sigur- jónsdóttir skrifar greinina: Vandi þroska- heftra foreldra en hún er í meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði við H.I. Hún segir að þetta séu umdeildir foreldrar, jafnvel álitnir óhæfir til barnaupp- eldis. Rannsóknir síðustu ára beinast að ýmsum þáttum og niðurstöður sýna að þroskahefting er ekki forspá þess að foreldri sé óhæft, en áhættuþáttur þó. Tíðni greindarskerð- ingar hjá börnum greindar- skertra foreldra er ekki meiri en annarra. Góður stuðningur er forsenda þess að þessum foreldrum gangi vel í uppeldishlutverkinu. Rannsókn er í gangi hér á landi undir stjórn Rann- veigar Traustadóttur og Hanna Björg vinnur með henni. Verið er að leggja lokahönd á upplýsingarit SJÁ NÆSTU SÍÐU FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.