Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 44
AF STJÓRNARVETTVANGI Fundur var haldinn í stjórn Öryrkjabandalags íslands 10. marz sl. og hófst kl. 16,45. 20 stjórnarmenn mættir. Formaður setti fund og stjórnaði honum, óskaði mönnum góðs gengis á yfirstandandi ári. 1. Yfirlit formanns. Formaður greindi frá nýrri vinnustaðastjórn: Jón Þór Jóhannsson formaður og með honum Elísabet A. Möller og Magnús Pálsson. Ræddi erfiðleika í rekstri og þann möguleika að gerður yrði þjónustusamningur við félagsmálaráðuneyti um starfsemina. Kynnti breytta tilhögun heima- hjúkrunar í borginni svo og sagði hann frá fundi um forgangsröðun í heil- brigðiskerfinu. Ræddi sérstaklega leiguíbúðir á vegum borgarinnar, en að ósk Öryrkjabandalagsins var hald- inn fundur fulltrúa þess og borgar- innar, þar sem fullyrt var að leigukjör okkar fólks myndu ekki versna. Vel yrði að fylgjast með því. Minnti á íslenzka talgervilinn þar sem Guðrún Hannesdóttir er í starfshópi f.h. bandalagsins. Greindi frá hörðum mótmælum bandalagsins við breytingu geðdeildar í Hátúni 10 í dagdeild. Mótmælin báru nokkurn árangur. Hann sagði frá því að yfir- færslu málefna fatlaðra til sveitar- félaga yrði frestað. Hagsmunasam- tökin legðu áherzlu á að það yrði aðeins um eitt ár, en óvíst þar um. Þjónustusamningur gerður milli bandalagsins og félagsmálaráðuneytis um Starfsþjálfun fatlaðra sem bætir fjárhagsstöðuna. Greindi og frá því að félagsmálaráðuneyti hefði veitt 500 þús.kr. til kynningar á Megin- reglum S.þ. Tilkynnti í lokin að Asgerður Ingi- marsdóttir hefði sagt starfi sínu lausu frá og með 1 .júní. Hefði starfað hér samfellt í 28 ár. Nokkrar umræður urðu um leigu- íbúðamál borgarinnar og nauðsyn þess að vera þar á verði. 2. Fjárhagsáætlun. Hafliði Hjartarson gjaldkeri kynnti tillögur meiri hluta framkvæmda- stjórnar að fjárhagsáætlun 1998. A síðasta ári urðu tekjur ÖBl af Islenzkri getspá 11 millj.kr. lægri en gert var ráð fyrir. Rekstrarhalli sl. árs var 5.7 millj.kr. Aðalbreyting sú að launaliður hækkaði skv. tillögu um 2.5 millj. kr., gert ráð fyrir þrem tölublöðum Fréttabréfs á ári í stað fjögurra, lagði til óbreytt hlutfall milli ÖBÍ og Hússjóðs. Miklar og langar umræður urðu um fjárhagsáætlun m.a. um aukinn hlut Öryrkjabandalagsins af tekjum Islenzkrar getspár sem lögð var af mörgum mikil áherzla á. I umræðum kom fram að varafor- maður, Garðar Sverrisson var andvíg- ur tillögu meirihlutans og vildi enn meiri fjármuni í kjarabaráttu og tóku margir undir það. M.a. lagði Gísli Helgason fram tillögu um helminga- skipti en dró hana síðan til baka í ljósi umræðna, þannig að tillaga hans varð um 42% til bandalagsins en 58% til Hússjóðs. Alls töluðu 12 í umræðun- um og margir þeirra oft. Framkvæmdir Hússjóðs á Sléttu- vegi m.a. ræddar talsvert í tengslum við áherzlur bandalagsins. Tillaga um skiptinguna 42% til bandalagsins 58% til Hússjóðs var felld á jöfnu, 7 gegn 7, en þegar hér var komið sögu var farið að fækka stjórnarmönnum. Tillaga um skipt- inguna 40% - 60% samþykkt með 13 atkvæðum, 2 voru á móti. Samþykkt að framkvæmdastjórn breytti fjár- hagsáætlun til samræmis við þessa samþykkt, en gert hafði verið ráð fyrir 37% á móti 63% til Hússjóðs. 3. Skýrslur nefnda. Björn Hermannsson form. skipu- lagsnefndar gerði grein fyrir starfi nefndarinnar. Haldinn hefði m.a. verið fundur um hlutverk málefna- hópanna með formönnum þeirra. Félagsþjónusta bandalagsins væri í undirbúningi m.a. með könnun hjá félögum bandalagsins um þörf hinna einstöku þátta. Garðar Sverrisson form. kjara- málanefndar greindi m.a. frá ágætlega sóttum fundi með fulltrúum aðildar- félaga. Virkja þyrfti betur fjölmiðla, stjórnmálamenn o.fl. Minnti á orð landlæknis um gliðnun milli lífskjara öryrkja og annarra. 4. Önnur mál. Formaður minnti á kynningu á alnetinu föstudaginn næsta á eftir á vegum ÖBI. Hvatti félögin til að senda fulltrúa. Fundi slitið kl.20. Fundur var haldinn í stjórn Öryrkjabandalags íslands fimmtudaginn 7.maí og hófst hann kl. 16.45 á níundu hæð í Hátúni 10. Formaður, Haukur Þórðarson, setti fund og stjómaði honum. 18 fulltrúar sátu fundinn. 1. Yfirlit formanns. Formaður gat fyrst um bréfaskipti milli félagsmálaráðuneytis annars vegar og Þroskahjálpar og Öryrkja- 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.