Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Qupperneq 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Qupperneq 45
Glatt hjúkrunarfólk í Grensáslaug. bandalagsins sameiginlega hins vegar um aðild hagsmunasamtakanna að nefnd sem kanna skal búsetuvanda fatlaðra í Reykjavík. Ráðuneytið féllst að lokum á tilnefningu eins fulltrúa sameiginlega í þessa nefnd. Friðrik Sigurðsson aðalmaður og Hafliði Hjartarson til vara, en trúlega með virkri aðild. Sömuleiðis gat for- maður um tilnefningu bandalagsins í nefnd félagsmálaráðuneytis sem kanna skal leigumarkaðinn í heild sinni og gera í kjölfarið tillögur um málið. Fulltrúi ÖBÍ er Anna Ingvars- dóttir framkvæmdastjóri Hússjóðs. Þá minnti formaður á styrkveitingu ráðuneytis félagsmála til hagsmuna- samtakanna að upphæð 500.000 kr. til kynningar á málefnum fatlaðra. Akveðið að verja þeim til kynningar Meginreglna Sameinuðu þjóðanna, endurvinna þýðingu þeirra, koma þeim einnig á auðlesið mál og gefa síðan hvoru tveggja út í handhægum ritum. Það mál er komið á góðan rek- spöl. Þessu næst sagði formaður frá útgáfu bæklings nú fyrir sveitarstjórn- arkosningarum yfirfærsluna væntan- legu á málefnum fatlaðra til sveitar- félaganna. Heitiðer: Stærsta verkefni sveitarstjórna á kjörtímabilinu. Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið munu senda bækling þennan til allra framboðslista a.m.k. í öllum stærri sveitarfélögum og sem víðast, stílað á nafn efsta manns á framboðslist- anum. á greindi hann frá aðild banda- lagsins að Mannréttindaskrif- stofu Islands en frá því máli greint glögglega hér í blaðinu. Þá sagði formaður frá ráðningu Garðars Sverrissonar varaformanns banda- lagsins í hálft starf hjá bandalaginu frá og með l.apríl sl. með sérstakri áherslu á kjaramál og kynningarstarf. Væri mikils vænst af hans framlagi þarna. Hann kvað menn vita frá fyrri fundi að Asgerður Ingimarsdóttir myndi hætta störfum sem fram- kvæmdastjóri frá 1. júni þ.á. Fram- kvæmdastjórn bandalagsins hefði gengið frá ráðningu Helga Seljan í stöðu framkvæmdastjóra frá og með sama tíma til tveggja og hálfs árs eða ársloka 2000. Skv. lögum bandalags- ins skal staðfesta samninginn um ráðninguna á aðalstjórnarfundi og var svo gert einróma af öllum viðstöddum atkvæðisbærum. 2. Styrkveitingar. Gjaldkeri bandalagsins, Hafliði Hjartarson, greindi frá tillögum fram- kvæmdastjórnar um styrkveitingar bæði til aðildarfélaga og annarra skyldra aðila. Þess var um leið getið að tvö félög hefðu sótt um eftir að lokaúthlutun lauk og reynt yrði að verða við þeirra óskum síðar á árinu. Til lögur framkvæmdastjórnarinnar samþykktar samhljóða en skrá um styrkveitingar birt í blaðinu nú. 3. Umsagnir um mál til Alþingis. Helgi Seljan gerði grein fyrir umsögnum bandalagsins og fór allnokkrum orðum um þingmál sem umsagnir. Málinvoru: Stjórnarfrum- vörp um húsnæðismál, tekju- og eignaskatt þ.e. fylgifrv. með húsnæð- ismálum og almannatryggingar (lög- heimilismál, slysatrygging sjómanna og fleira). Þingmannamál voru um: Þjónustugjöld í heilsugæslu, langsjúk börn, tryggingaráð (fulltrúi ÖBI þar), réttarstöðu íbúa á hjúkrunar- og dval- arheimilum, sérfræðiþjónustu barna og unglinga(sálfræði, félagsráðgjöf), félagslega aðstoð (barn öryrkja lækki ekki bætur), gleraugnakostnað yngri en 18 ára (aukin þátttaka ríkisins), almannatryggingar (sama upphæð öryrkja eftir 67 ára aldur) og aukinn rétt foreldra veikra barna. Anægju lýst með aukinn umsagn- arrétt hjá bandalaginu af hálfu lög- gjafans. 4. Bréf Umboðsmanns Alþingis. Garðar Sverrisson greindi fyrst frá forsögu málsins, kvörtunum nokkurra aðila til Umboðsmanns Alþingis vegna skerðingar bóta af völdum makatekna sem kvartendur og Öryrkjabandalagið teldu ekki lagastoð fyrir. Uskurðarorð Umboðsmanns Alþingis þau að þetta bryti ekki í bága við lög en taka þyrfti af öll tvímæli í löggjöf þetta varðandi því ákvæði væru ekki nægjanlega skýr. Urskurður þessi hafði verið sendur til Alþingis og því skrifuðu Garðar og Helgi f.h. kjaramálanefndar ÖBI bréf til heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis þar sem skýrð voru sjón- armið okkar og helstu rök með því að ólöglegt væri, lagaákvæði ekki til enda eðlilega hvergi á það bent í úr- skurði Umboðsmanns. Málinu fylgt eftir með heimsókn þeirra félaga til nefndarinnar sem skýrði mál frekar og í raun vilyrði fengið fyrir frekari skoð- un málsins og sem fyrst. Mál þetta mun fá umfjöllun Alþingis nú í vor með utandagskrárumræðu og breyt- ingartillögu við frv. til laga um al- mannatryggingar. Menn fögnuðu vel framþróun þessa máls sem á yrði að verða unandi lausn sem allra fyrst, enda málið tekið upp til þess einu sinni enn. 5. Önnur mál. Formaður greindi frá því að á vegum Öryrkjabandalags Norður- landa væri unnið að samnýtanlegum grunni vegna kjarastöðu öryrkja fyrir öll Norðurlöndin og vænti hins besta af því. Hafdís Gísladóttir sagði frá nám- stefnu úti í Amsterdam hjá heyrnar- lausum, kynning á Mannréttindasátt- mála S.þ. SJÁ NÆSTU SÍÐU FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.