Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 42
Tökum á - tækin vantar Landssamtök hjartasjúklinga héldu átaksfundíPerlunni 5.maí sl. undir kjörorðinu: Tökum á - tækin vantar. Ataksfundurinn var í tilefni söfn- unarátaks sem var svo helgina á eftir ogmunhafamjög veltekizt. Þaðvar varaformaðurinn, Jón Þór Jóhanns- son, sem setti fundinn og stjórnaði honum. Formaður samtakanna, Gísli J. Eyland, flutti í upphafi hvatningar- ávaip og minnti um leið á fyrri safn- anir og góðan árangur þeirra sem hefði svo ágætum afrakstri skilað. Axel F. Sigurðsson hjartalæknir sagði frá nýjungum í hjartalækning- um. Hann minnti á hið mikilvæga hlutverk landssamtakanna. Greindi frá rannsókn sem fram hefði farið í 18 löndum á batahorfum hjartasjúkl- inga. I ljós hefði komið að Island hefði þar fremst verið, sem sannaði að þar væri vel að verki staðið. Sam- spil svo margs væri forsenda slíks árangurs: sjúklingurinn, hjúkiunar- fólk, læknar og stjómvaldsaðgerðir. Hann skipti svo hjartasjúkdómum í fjóra flokka: kransæðasjúkdóma, hjartsláttartruflanir, hjartabilanir og lokusjúkdóma. Kvað hvarvetna vera um mikla og góða þróun að ræða, framfarir örar og með þeim fylgzt mætavel hérlendis. Meðal fullorðinna væru kransæða- sjúkdómar langalgengastir. Hin full- komnu tæki eru forsenda góðs árang- urs, sagði Axel í lokin og hvatti til myndarlegs átaks nú. Hróðmar Helgason barnalæknir sagði þessu næst frá árangri í bamalækningum á Islandi en eins og við öll vitum er hann afar góður, hefði fyrsta hjartaaðgerð á barni farið fram hérlendis einfaldlega sakir þess að barninu var ekki treyst í erfiðan flutning milli landa. Hann minnti á hina góðu aðkomu LHS að þessu máli sem hefði svo myndarlega stuðlað að því að koma hlutunum í verk. An þeirra myndi staðan í dag vera allt önnur og lakari. Minnti á helztu áfanga og árangur um leið. Nú væru liðin 8 ár frá því hjartaskurðaðgerðir hófust hér og alls væm þær orðnar um 30 talsins. Hann minnti á þann mikla kostnað sem því fylgdi að senda þessi börn til útlanda fyrir utan allt óhag- ræðið og erfiðleikana hjá aðstand- endum barnanna. Hann sagði það mikið gleðiefni að þessar aðgerðir hér stæðust fyllilega samanburð við aðgerðir og árangur þeirra erlendis. “Mér um hug og hjarta nú”, hið hugljúfa lag með jafnhugljúfum texta hljómaði nú um Perluna. Þaðvarkór hjartveikra barna sem söng undir stjórn Elínar Viðarsdóttur form. Neistans og hefðum við gjaman viljað heyra meira svo fallega sem sungið var. Karl Andersen hjartalæknir kynnti svo tæki þau er safna skyldi fyrir. Annars vegar leisergeislatæki við Landspítalann, nýjung en um leið viðbót og hjartasíriti fyrir Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri sem væri í raun hjartagæzlutæki. Karl lýsti að- gerð á hjartavöðva og sagði frá hinni hraðfara tækni sem mjög góða raun hefði gefið. Leisergeislatækið væri mjög mikilvæg og kærkomin viðbót við annan tækjakost. Að lokum sungu eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur nokkur lög undir stjóm Kjartans Sigurjónssonar og var vel fagnað. Fundarstjóri sleit svo fundi með áeggjan til félaga að nú skyldi vel duga. H.S. Ein örlítil saga Eitt sinn var lítil stúlka að koma heim frá afa og ömmu, hún fór ein í rútu. Á leiðinni var hún að gá að því hvort hún gæti talið alla bæina sem hún fór framhjá en það gekk ekki svo vel, svo hún hætti því. Þá sá hún aðra stelpu sem var líka að fara sömu leið svo hún fór til hennar og spurði hvort hún mætti sitja hjá henni og spjalla við hana á leiðinni. Stúlkanjáttiþvíogþærskemmtusérvelviðhittogþetta. Allt í einu voru þær komnar heim og þær bundust um það fastmælum að næst þegar þær færu til afa og ömmu þá færu þær saman og það gerðu þær. Eygló Ebba Hreinsdóttir 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.