Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 10
um fjölskyldur, þar sem foreldrar eru, annað eða báðir, þroskaheftir eða seinfærir. Bækur um líf einhverfra og fólks með Asperger heilkenni eru kynntar þarna m.a. Dyrnar opnast og Hér leynist drengur sem áður hafa verið hér kynntar. Einnig kynnir Bjarnveig Bjarnadóttir bók sænskrar konu með Asperger heilkenni: En riktig mánniska. Vel væri þess virði að þessi bók yrði þýdd á íslenzku. Hjálpum fólki út á vinnumarkað- inn nefnist viðtal við Guðrúnu Hann- esdóttur forstöðumann Hringsjár. Ekki þarf það efni frekar hér að kynna, en Guðrún gerir glögga grein fyrir starfinu og m.a. þeirri staðreynd að um 70% af útskrifuðum nemendum (alls yfir 120) eru í vinnu, námi eða heimavinnandi með ungum börnum. Minnt er fallega á hugamyndasmið jólakortanna hjá Styrktarfélaginu, Sólveigu Eggerz Pétursdóttur og hennar góða hlut þar. Jólahátíð gleðigjafans, André Bachmann fær sína umfjöllun og svo eru fáein orð um fólk, kynning stutt á starfsfólki hjá félaginu í hinum ýmsu verkefnum. Sömuleiðis er sagt frá námskeiði félagsins um tengsl, virkni og þátttöku fjölfatlaðra. Lokin eru svo helguð ýmsum ártölum í sögu félagsins, fróðlegt mjög til aflestrar. Þau ein sanna og sýna að vel hefur jafnan verið að verki staðið og framsýni haldist í hendur við stórhug og raunsæi. Styrktarfélagi vangefinna og ritstjóranum Halldóru Sigurgeirsdóttur er sannur sómi að þessu glæsilega 58 síðna riti. Til hamingju þið öll og megi heilladísir áfram vaka yfir velferð ykkar. H.S. Hlerað í hornum Öldruð kona kom til læknisins síns. Hún var ellileg mjög í andliti en afskaplega vel vaxin og hélt vexti sínum mjög vel. Þegar hún kom svo út frá lækninum var starfsbróðir hans þar fyrir og á tal þeirra heyrði sú aldraða á leiðinni út þó ekki ætti hún nú að heyra það. Annarsagði: “Mikið svakalega er þessi gamla kona vel vaxin”. Þá svaraði læknir hennar: “Já, hún væri bara eins og ung stúlka, ef það væri búið að taka af henni höfuðið”. GETIÐ GÓÐS LIÐSMANNS Þórir Helgason yfirlæknir Formálsorð: Sigurður V. Viggósson form. Samtaka sykursjúkra kom þessum pistli á framfæri við ritstjóra. Meginefni hans varðar Þóri Helgason yfirlækni á Landspítalanum, göngudeild sykursjúkra, en hann mun nú vera hættur störfum. En hér kemur pistill Sigurðar orðréttur: Hann átti frumkvæði að stofnun Samtaka sykursjúkra hér á landi árið 1971. Fyrir forgöngu hans var hafin skipulögð þjónusta við sykursjúka hér á landi með stofnun göngudeildar fyrir sykursjúka við Landspítalann árið 1974. Þórir hefur verið yfirlæknir við deildina frá stofnun hennar. Frá upphafi hefur hann lagt áherslu á mikilvægi góðrar blóðsykur- stjórnunar fyrir hina sykursjúku og lagt sig í líma við að kenna þeim tökin á sjúkdómnum og örva til dáða í baráttunni. Jafnframt hefur hann með eldmóði sínum og kennsluhæfileikum tekist að hafa áhrif á læknastúdenta og lækna til hagsbóta fyrir sykursjúka sem verða á vegi þeirra. Það er ekki síst framsýni og atorku Þóris að þakka að Island getur í dag státað af betra heilbrigði meðal sykursjúkra en þekkist víðast annarstaðar, nokkuð sem birtist meðal annars í mjög lágri tíðni fylgikvilla sykursýki. Hér á landi eru blinda og nýrnabilun vegna sykursýki margfalt fátíðari en í sambærilegum löndum. Þórir hefur lagt sérstaka áherslu á mikilvægi fullkominnar sykurstjórnunar hjá þunguðum konum með sykursýki og fylgt stórum hluta þeirra eftir með frábærum árangri. Fyrir stofnun göngudeildar sykursjúkra var burðarmálsdauði hjá sykursjúkum konum um 10%, á áratugnum 1980-1989 var talan komin niður í 2,3% og frá 1983 hefur engin sykursjúk kona misst bam sitt við fæðingu. Arangur Islands á sviði sykursýki hefur vakið alþjóðlega athygli m.a. hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, þar sem menn hafa undrað sig á árangrinum. Þrátt fyrir miklar annir í klínisku starfi, hefur Þórir látið töluvert að sér kveða á vísindasviðinu. Þar ber hæst rannsóknir hans á orsakatengslum milli neyslu á N-nítróso-samböndum í matvælum og insúlínháðri sykursýki. Þessar rannsóknir hafa vakið heimsathygli, en Þórir var í raun með þeim fyrstu í heiminum til að benda á efni í fæðu sem mögulegan orsakavald insúlínháðrar sykursýki. I dag er þetta sá þáttur sem vísindamönnum þykir líklegastur, og er oft vitnað í rannsóknir Þóris, sem bæði byggðust á faraldsfræðilegum gmnni og á dýratilraunum. Vitnað er í þessar rannsóknir í helstu kennslubókum um sykursýki. Undir stjórn Þóris hafa ennfremur verið unnar merkar faraldsfræðilegar rannsóknir á insúlínháðri sykursýki og á fylgikvillum sykursýkinnar. Þess má líka geta að þrír aðilar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni komu hingað til lands til að kynna sér með hvaða hætti íslendingar stæðu að eftirliti og umönnun sykursjúkra, því ekki eingöngu er árangurinn undraverður, heldur er kostnaðurinn aðeins um helmingur af því sem gengur og gerist. Hin ástæðan fyrir því að þessi ferð var farin til Islands var sú að það átti að gera íslensku aðferðina að leiðandi meðferð sykursjúkra út um heiminn. Með bestu kveðju, Sigurður V. Viggósson form.Samtaka sykursjúkra Þórir Helgason Sigurður V. Viggósson 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.