Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Qupperneq 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Qupperneq 48
Lækjarási sem reyndist frábærlega vel en félagið yrði að kosta. Aðspurðir sögðu þeir að hvergi væri nú sérstök stjórn yfir heim- ilum eða vinnu- og hæfingarstöðum, allt lyti yfirstjórn félagsins sjálfs. Stjórn er nú þannig skipuð: For- maður er Hafliði Hjartarson, vara- form. er Hörður Sigþórsson og gjald- keri Guðlaug Sveinbjarnardóttir en þau skipa um leið framkvæmdastjórn félagsins. Aðrir í stjórn eru: Pétur Haraldsson, Helga Hjörleifsdóttir, Friðrik Alexandersson og Guðrún Þórðardóttir; Framkvæmdastjóri er Kristján Sigurmundsson, skrifstofu- stjóri er Jónína B. Sigurðardóttir, starfsmannastjóri er Ema Einarsdóttir. Ráðgjafar eru þau María Jónsdóttir félagsráðgjafi og Jóhann Thoroddsen sálfræðingur, en síðan er félagið ásamt Þroskahjálp með foreldraráð- gjöf sem Hrefna Haraldsdóttir annast. Afram væri unnt upp að telja svo ótalmargt en stutt heimsókn gaf okkur vel til kynna hversu að verki er staðið af stórhug, framsýni og farsælli ráðdeild um leið. Við þökkum alúð alla og ágæta fræðslu, ljúfar veitingar sem viðmót allt. Allra heilla er afmælisbaminu árnað með ósk um árangurs- og bless- unarríka för yfir í 21. öldina. Helgi Seljan Hlerað í hornum Þegar Vilhjálmur var ráðherra gekk sú saga að kona ein sem vann hjá honum í ráðuneytinu hefði gjörbreytt um hárgreiðslu og það hefði orðið til þess að Vilhjálmur hefði farið til þessarar “nýju” konu og kynnt sig fyrir henni. *** Sigga litla kom hágrátandi til móður sinnar og sagði að Nonni bróðir hennar hefði brotið brúðuna hennar. Mamman spurði hvernig Nonni hefði farið að því. “Jú, ég barði hann í hausinn og þá bara brotnaði hún.” *** Nonni sagði vini sínum frá því að frænka hans væri tvíburi. “Og hvernig ferðu svo að því að þekkja hana frá hinum tvíburanum?,” spurði vinurinn. “Það er enginn vandi. Hann er með yfirvaraskegg.” Styrkir Öryrkjabandalagsins til aðildarfélaga og annarra Alnæmissamtökin 400.000 Blindrafélagið 550.000 Félag aðst.Alzheimersj. 600.000 Félag heyrnarlausra 800.000 Foreldrafélag misþroska barna 500.000 Geðhjálp 800.000 Geðverndarfélagið 400.000 Gigtarfélagið 650.000 Heyrnarhjálp 450.000 MG félagið 100.000 MND félagið 300.000 MS félagið 800.000 Parkinsonsamtökin 500.000 SÍBS 700.000 SPOEX 400.000 Sjálfsbjörg 900.000 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra 600.000 Styrktarfélag vangefinna 850.000 Umsjónarfélag einhverfra 500.000 Samtals styrkir til félaga: 10.800.000 Aðrir sem fengu styrki eru þessir: Átak - félag þroskaheftra 80.000 Ferðaklúbburinn Flækjufótur 90.000 Geysir, klúbbur 75.000 Iþróttasamband fatlaðra 400.000 Halaleikhópurinn 150.000 Utanlandsferð heimilism. Sjálfsbj.h. 125.000 Stuðningsh.barna m.klofinn hrygg 80.000 Rannsókn á einstakl.með heilal. 150.000 Myndbær, myndband um aðgengi 50.000 Samtals: 1.200.000 Samtals var því úthlutað skv. samþykktri fjárhagsáætlun bandalagsins 12 millj. kr. Vonandi er að vel megi njóta allir þeir sem fjármagn fengu. H.S. Boð frá Bardo Hingað hafði samband Jóna Sigurðardóttir sem rekur hárgreiðslustofuna Bardo sem er til húsa að Ármúla 17 a, Reykja- vík. Hún vildi koma því á framfæri við okkur hér að hún ætlaði að bjóða öryrkjum sömu kjör á sinni þjónustu og eldri borgarar njóta. Fast verð á klippingu - dörnu jafnt sem herra, væri þá 1000 kr. Og af allri annarri þjónustu mundi hún bjóða 15% afslátt til öryrkja. Annað þyrfti ekki að gera en sýna örorkuskírteini. Jóna sagði það að vísu bagalegt fyrir þá sem erfiðast ættu um gang að stofa hennar væri á annarri hæð og þ.a.l. upp allbrattan stiga að fara. En alla þá öryrkja sem þetta kynnu að geta notfært sér býður Jóna velkomna til sín á þeim kjörum sem hér að frarnan eru rakin. Vissulega er okkur það ánægjuefni ef fyrirtæki bjóða öryrkjum betri kjör en gerist og gengur og sjálfsagt að koma því á verðugt framfæri. Það er allt þakkar vert. H.S. 48

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.