Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 15
endurhæfingarmála á landi hér og
aukið fjármagn þyrfti til.
Hún sagði ávinninga ótalmarga og
arðinn ótvíræðan. Minnti einnig á
erfiðleikatíma og taldi brýnt úr að
bæta nú svo fullnýta mætti rúmin á
deildinni.
Kalla Malmquist forstöðusjúkra-
þjálfari sagði mikið lán að hafa
mátt vera með frá upphafi en hún var
ein þeirra sjö sem hlutu myndverk að
gjöf fyrir störfin í aldarfjórðung. Hún
sagðist hafa lifað blómatíma, frægð-
artíma, en einnig sparnaðartíma,
vandræðatíma. I stað útfarar vildi hún
sjá upprisu nú á þessum tímamótum.
Minnti á bjartsýna baráttugleði sjúkl-
inganna. Minnti á ýmis góð og
skemmtileg atvik m.a. heimsókn á
Alþingi til að herða á framkvæmdum
við laugina sem ritstjóra þótti einnig
gaman að rifja upp svo góður árangur
sem af varð.
Á eftir þessari ræðu Köllu gæddu
menn sér á góðum veitingum, hvers
Stærsta
verkefni
sveitarstjóma
Landssamtökin Þroskahjálp og
Öryrkjabandalag íslands sendu
frá sér nokkru fyrir sveitarstjórn-
arkosningar myndarlegan bækling
sem ber heitið: Stærsta verkefni
sveitarstjórna ákjörtímabilinu og þar
vitanlega átt við yfirfærslu málefna
fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
Bæklingurinn er hið ágætasta
unninn og stjórnaði Halldór Gunn-
arsson því væna verki, en hann er
sem kunnugt er formaður svæðisráðs
fatlaðra í Reykjavík, fulltrúi ÖBÍ þar.
Vakin er sérstök athygli á því
hversu viðamikill málaflokkurinn er,
hve mörgum og margvíslegum þörf-
um er að mæta: Búsetumál, stoð-
þjónusta á heimilum, skammtíma-
vistun, dagþjónusta, atvinnumál o.fl.
Ávinningarnir fyrir fólk sem er
fatlað: Meiri nálægð, betra samspil,
samfelld þjónusta alla ævi, raunhæft
stöðumat og betri nýting fjármuna
hinum fötluðu til góða. Áskorun er
um að standa saman: Hagsmuna-
samtökin og sveitarstjórnarmenn.
Grensásfólk glatt í góðri laug.
kyns gómsæti og drykk með - að
sjálfsögðu óáfengum.
Á gangveginum voru hvers kyns
upplýsingar um sögu og sigra Grens-
ásdeildar sem lýstu inn í ljómandi
sögu árangurs sem ánægjulegra
atburða af ýmsu tagi. Ef til vinnst tími
hefur ritstjóri hugsað sér að glugga í
veggmyndir og heyja sér frekari
fróðleik sem hann gæti fært lesendum
þó síðar væri.
Eins og Ásgeir Ellertsson yfir-
læknir þakkaði Öryrkjabandalagi
íslands styrkan stuðning, eins þakkar
Öryrkjabandalagið hið ágæta samstarf
áranna og árnar öllum sem þangað
leita og þar starfa alls hins besta.
H.S.
Forsíða bæklingsins.
Bæklingur þessi var svo sendur út
til allra efstu manna á framboðslistum
vítt um land, fimm á hvern lista og
með fylgdi bréf undirritað af for-
mönnum beggja samtaka þar sem
tilgangur útsendingar er skýrður og
m.a. minnt á það að útfærslan á flutn-
ingnum verði flóknari en flutningur
grunnskólans.
s
Ibæklingnum er minnt á undir-
búninginn: Laganefnd, úttektar-
hóp, kostnaðarnefnd, landshluta-
nefndir og svo verkefnisstjóm. Minnt
er á fulltrúa hagsmunasamtaka í
þessum undirbúningi. Farið er yfir
grá svæði, þrýst á að fjármagn verði
nægilega tryggt við yfirfærsluna,
nefnd dæmi um mál sem ganga þarf
frá fyrir yfirfærsluna og lögð áherzla
á samráð við neytendur. Spurt er um
hvert bezt sé að líta til að draga af lær-
dóma og því svarað og minnt á ítarefni
sem kemur sér vel. Stutt kynning er
svo á báðum samtökunum.
I kjölfar þessarar útsendingar var
svo efnt til athafnar í húsakynnum
Þroskahjálpar þar sem efstu mönnum
framboðslista í Reykjavík, stærsta
kjördæminu og þar sem biðlistar eru
lengstir, var formlega afhentur bækl-
ingurinn af formönnum samtakanna.
Guðmundur Ragnarsson form.
Þroskahjálpar minnti á umfang verk-
efnisins: Yfir þriggja milljarða verk-
efni með yfir 1000 starfsmönnum.
Haukur Þórðarson form. ÖBÍ hvatti
til umræðu meðal sveitarstjórnar-
manna um þetta viðamikla mál, undr-
aðist hve lítið bæri á því í umræðunni,
tæki þó til allra þátta mannlegs lífs.
Fjölmiðlamenn sóttu þessa athöfn
ágætlega og gerðu henni hin beztu
skil. Ætlunin er að senda bæklinginn
til áréttingar síðar til allra þeirra er
málum stýra helzt eftir kosningar.
Fagna skal framtaki góðu sem
farsæld ætti að færa og vekja menn
til vitundar um verkefnið mikla.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
15