Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Qupperneq 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Qupperneq 20
Garðar Sverrisson, varaformaður Öryrkjabandalagsins: Skerðingu beitt þótt heimildin hafi verið afnumin Heilbrigðisráðherra brýtur gegn ákvæðum laga og mannréttinda- sáttmála sem Island hefur skuld- bundið sig til að virða. Hvaða tryggingafélag skyldi komast upp með að svipta hinn tryggða framfærslueyri ef hann gengur í hjónaband? Hlýtur slík svikamylla ekki að vera starfrækt í útlöndum, ein- hversstaðar þar sem misindis- Garðar Sverrisson menn eru að bauka við að þvo illa fengið fé? Nei, trygg- ingafélagið sem hér um ræðir starfar á Islandi og er með skrif- stofur á Laugavegi 114. Almanna- tryggingar er það kallað og á að vera trygging hvers borgara gegn því að þurfa sakir fötlunar að leita á náðir annarra um framfærslu. Hér á því að vera um hreina persónutryggingu að ræða, þótt framkvæmdin sé stundum líkust því að útsmognir fjársvikamenn hafi lagt á ráðin og ístöðulitlir stjórnmálamenn látið glepjast. Borgararéttindi fatlaðra ekki virt Hvergi er í íslenskum lögum kveðið á um að öryrkjar megi ekki taka upp sambúð með heilbrigðum einstaklingum. Engu að síður er búið svo um hnúta að geri þeir það missa þeir ekki aðeins uppbætur heldur fá þeir að auki litla eða enga tekjutrygg- ingu. I sambúð getur öryrki að hámarki fengið kr. 43.722 á mánuði (kr. 28.603 í tekjutryggingu og kr. 15.123 í örorkubætur). Vegna þessara lágu tekna kemst makinn sjaldnast hjá því að leggja á sig viðbótarvinnu. Sá böggull fylgir hins vegar að tekju- trygging öryrkjans byrjar að skerðast um leið og mánaðartekjur makans fara fram úr kr. 38.677 og þurrkast alveg úr ef makinn nær að afla kr. 165.802 á mánuði. Nái hann því marki er öryrkinn sviptur allri tekjutryggingu og getur einungis lagt með sér í búið kr. 15.123 á mánuði. Þetta fyrirkomu- lag gengur auðvitað þvert á réttarhug- myndir okkar og þau lög, reglur og venjur sem almennt gilda um at- vinnuleysisbætur, lífeyrissjóðs- greiðslur og aðrar tryggingabætur. I raun gerir þetta fyrirkomulag ráð fyrir því að öryrkjar taki ekki upp sambúð með öðrum en þeim sem möguleika hafa á að fæða þá og klæða, taka þá algerlega á sitt framfæri. Ekki þarf neina sérþekkingu á högum öryrkja til að sjá í hendi sér hvílík áhrif svona reglur hafa á hjónabönd fólks og möguleika til sambúðar. Ofan á þá byrði sem sjálf örorkan er kemur þetta eins og við- bótarhögg frá yfirvöldum, við- bótarrefsing fyrir það eitt að vera í hjónabandi eða sambúð. Gagnvart hjónabandi og sambúð er hér um mun alvarlegra og áþreifanlegra vandamál að ræða en önnur þau dæmi sem rakin hafa verið á opinberum vettvangi, því sú fátæktargildra sem öryrkjum er gert að sæta grefur svo undan samböndum þeirra, vígðum sem óvígðum, að hvort sem þeim líkar betur eða verr enda þau gjarnan með raunverulegum skilnaði og upplausn fjölskyldna. Það kaldhæðnislega við þetta er að ekki er ólíklegt að fjárhagslegur ávinningur þjóðfélagsins af þessu fyrirkomulagi sé minni en kostnaðurinn sem af því hlýst. A vitorði embættismanna Það hefur um nokkurra ára skeið verið á vitorði embættismanna að skerðingarákvæði þetta stríðir gegn bókstaf gildandi laga, enda hafa hvorki Tryggingastofnun né heil- brigðisráðuneyti treyst sér til að rök- styðja það með vísan til lagaákvæða. I stað kostnaðarsamrar lögsóknar hef- ur formanni kjaramálanefndar ÖBÍ þótt einfaldara að leita liðsinnis um- boðsmanns Alþingis, sem raunar hafði fjallað um þetta mál fyrir áratug, þegar lög um almannatryggingar voru önnur en þau sem nú gilda. I úrskurði sem umboðsmaður felldi 13. mars 1997 ver hann þessa skerðingu með vísan í samspil tveggja lagagreina, 17. og 11. gr. almannnatryggingalaga. Þessi röksemdafærsla var ekki sú sama og hann hafði áður beitt, enda heimildarákvæðið sem þá var vísað til ekki lengur fyrir hendi í lögum. Með bréfi formanns kjaramála- nefndar4. apríl 1997 varþessi nýja röksemdafærsla hrakin. Tók Framkvæmdastjórn ásamt fyrrverandi og núverandi framkvæmdastjóra. 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.