Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 12
Björn Stefánssonfv. skrifstofustjóri VEGAVINNA Ilífi hvers manns eru atvik, er ávallt eru höfð til viðmiðunar, er horft er til baka og reynt er að taka mið af skráðum tímasetningum, sem í raun þýða ekki neitt annað en að minna á persónuleg atvik, er varða mann einan í flestum tilvikum. Þó að ég muni ekki fæðingarár Napóleons eða krýningardag Katrínar miklu, man ég minn eigin fæðingar- dag, konu minnar, barna og nánustu ættingja. Vorið sem ég var ráðinn sem kúskur í vegavinnu í Mosfellsdal og heiðinni þar upp af, er eitt þeirra atvika, sem bundin eru við þann part af lífi mínu, er ég kem ekki til með að gleyma. Nú er ég ekki að halda því fram, að ráðning Björns Stefánssonar í þetta eftirsóknarverða starf verði notuð sem viðmiðun við upphaf vegagerðar á Islandi, öðru nær. En því er ekki að leyna, að á þeim árum taldi ég, að stórt spor hefði verið stigið til bættra samgangna með ráðningu minni. Verkstjórinn, sem hafði veg og vanda af þessum nýkomna hesta- sveini, var þekktur bóndi í sveitinni vegna mannkosta ásamt þeim hæfi- leika að gera akvegi úr nánast óhæfu efni. Maður þessi tók mér vel að hætti höfðingja og kynnti mig fyrir öðrum vegleggjurum. Starf mitt var aðallega fólgið í því að teyma hross frá malargryfju að þeim enda vegarstæðis, er lagður var. Sturta mölinni af, fara sömu leið til baka, moka á kerruna og marséra síð- an sömu leið með hest í taumi. Menn ættu að fara varlega í það að vanmeta þetta starf eða hafa það að skopi. Hafi maður á annað borð ánægju af lífinu, þá hefur maður það í vegavinnu á vissu aldursskeiði. Ég held, að ýmis félagsleg vandamál mundu minnka að mun, ef unglingar fengju tækifæri til að dvelja sumar- langt í vegavinnu undir stjóm góðra manna. Þetta er kannski eitt þeirra mála, er félagsfræðingar og sálfræð- Björn Stefánsson ingar hafa ekki tekið með í reikning- inn, þegar úttekt er gerð á sálarlífinu. Sálin virðist heldur ekki þurfa að vera með varanlegu slitlagi. -Þaðerfagurt að horfa yfir Mosfellsdalinn í góðu skyggni. Esj an, þetta dæmalausa fj al 1, er engu lík. Litbrigði hennar eru nán- ast endalaus og alltaf breytileg. Oft stóð ég upp með hross við rass og horfði hugfanginn á leik ljóss og skugga í hlíðum og skörðum, er teygðu sig allt niður á tún eins og þunn slæða með ívafi af rauðu og bláu. Móskarðshnúkar standa austarlega í fjallinu með sól á tindum. Næst þar fyrir austan er Skálafell. A milli hnúkanna og fellsins er Svínaskarð, um það lá þjóðvegur milli héraða áður fyrr, og var þá mikil umferð um Mos- fellsdal, einkum vor og haust. Nú er þessi þjóðgata aflögð fyrir löngu, en margur lúinn ferðalangur, sem kom ofan skörðin, hefur verið feginn hvíld hjá því fólki, er byggði dalinn áður fyrr. Þetta var nú útúrdúr. Snúum okkur aftur að vegavinnunni og henn- ar sérstaka heimi. Þegar tjöld vom reist, var leitast við að tjalda sem næst miðsvæðis malarverki og jafnan á sem minnstu mýrlendi. í hverju tjaldi sváfu 3 menn, en það var nokkuð þröngt, ef allir tóku upp á því að standa samtímis á gólfi. Tjöld þessi vom úr þykkum dúk og láku ekki að marki, þó að landsynningur lemdi þau með tilheyr- andi vætu. Flestirþekkja, hve notaleg tilfinning það er að liggja undir sæng í slagveðursroki og rigningu, ef tjaldið heldur. Fæði var heldur fábreytt, mest fiskur og soðið kjöt, nema til tilbreytingar, þá var steikt. Oftast voru grautar í eitt mál. Til eru aðeins tvær tegundir af grautum - vondur grautur og góður grautur. Venjulega var góður grautur. Nesti var jafnan með, er farið var úr soðn- ingarstað að afloknum matartíma, rúgbrauð með kæfu eða rúllupylsu, og kannski bakkelsi ásamt mjólk og kaffi. Flestir samstarfsmenn mínir vom ungir nema verkstjórinn og annar maður til, sem var á þeim aldri, er 16 ára piltur telur til gamalmenna. Þó held ég, að hann hafi ekki verið mikið yfir fertugt. Þessi maður talaði lítið, en vann þeim mun meira. Hann hefur “karakter” gagnvart kassanum, sögðu þeir og áttu við landssjóð. Þessi iðjusami maður með “karakterinn” var ýmist að beygja sig eða rétta úr sér, sívinnandi án þess að erfiða. Stundum gmnaði mig, að hann hefði gaman af þessu. A vissu aldursskeiði tekst manni ekki ævinlega að skilja slíka vinnusemi, án sýnilegs tilgangs. Þessi maður tók meir í nefið en flestir aðrir menn, samt var útlitið þannig, að fæsta ókunnuga hefði gmnað, að hann hefði heyrt talað um neftóbak, hvað þá meir. Hann var ávallt hreinn án fyrirhafnar, er var af sömu náttúru og störf hans. Annar maður, nokkuð við aldur, sennilega um þrítugt, hafði eytt fáum og stopulum stundum á skólabekk, enda leyfi ég mér að efast um, að menn hefðu haldið fullri heilsu við þau kennslustörf. Var hann heimskur? Öðm nær, en þvílíkt fjör og stráksleg gleði er fremur sjaldgæf hjá harðgreindum mönnum. Þessi maður var sér á parti. Varla hafði verið ort það kvæði eða skothent staka, að hann kynni það ekki. Nú skal játað, að þjóðskáld eru oftast góð skáld, en að þylja ljóð þeirra í tíma og ótíma, jafnvel á af- viknum stöðum í annarlegum stell- ingum og með rifið dagblað í annarri hendi er kannski heldur mikið, enda 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.06.1998)
https://timarit.is/issue/407852

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.06.1998)

Aðgerðir: