Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 33
Sigmar skapar sérstakt andrúm í kringum sig.
skyldi það vera oft? Stefán var mikill
sögumaður og naut sín best með
áheyrendur. Þegar komnir voru 2-3
gestir, stóð Stefán upp og fór ósjálfrátt
að leika. Fjalagólf var í gamla húsinu
á Hverfisgötu, og Stefán fór oft á
kostum um fjalirnar. Mannkyn—
inu skipti hann í tvennt: - Sunn-
lendinga og hina! Stefán hringdi til
mín rétt áður en hann dó, þá að setja
upp síðustu málverkasýninguna sína
á Vopnafirði, tók við sýningarsalnum
af Erró”.
Sigmar tekur upp símann, - og líkir
svo vel eftir rödd Stefáns, að þekkt-
ustu eftirhermur landsins gætu verið
stoltar: “Hann er svo mikill vesalingur
hann Erró, að hann seldi ekki eina
einustu mynd”!
“Þetta var síðasta samtal hans við
mig. Sjálfur seldi hann allar sínar
myndir. Stefán lifir enn hjá mér. Eg
hugsa daglega til hans, sem verður
níræður í himnaríki 24. júní í ár. Gest-
irnir mínir í miðbænum eru margir
horfnir inn í eilífðina”.
- Saknarðu Hverfisgötunnar?
“Ekki eins og hún er núna. Fyrstu
árin var mjög gaman að vinna þar. Nú
flýta allir sér heim eftir lokun, slökkva
ljósin og draga járnrimla fyrir glugg-
ana. Heimsbragur er kominn í miðbæ
Reykjavíkur, mikill lýður og eitur-
fólk”.
Sigmar varð fyrir barðinu á eitur-
fólkinu. “Einn morgun mætti mér
óhugguleg aðkoma. Búiðaðsprengja
upp eldhússkápinn, sópa úr hillunum
og vatn yfir öllu. Skartgripunum var
öllum stolið, en ekki stærri gripunum
sem eru mitt uppáhald”.
Sigmar notaði tækifærið og flutti
vinnustofuna heim. “Hverfisgötunni
var breytt um sumarið, bílastæðin
tekin, svo að það var sjálfhætt fyrir
mig”.
Þyngsta höggið
Heimili Sigmars er notalegt
listasafn. Stefán frá Möðrudal á þar
nokkur málverk, en líka Sigmar sjálf-
ur, sem hefur sótt námskeið í málara-
list t.d. hjá Sigfúsi Halldórssyni. “I
raun er eins að vinna með liti á léreft,
og tengja saman silfur og stein, bara
annað efni. Málverkin hafa gefið mér
mikið. Eg hef fengið útrás í þeim, eins
og stærri hlutunum”.
Margt hefur sótt á Sigmar - stór
áföll að vinna sig út úr. Hann missti
Þórdísi eiginkonu sína úr krabbameini
’82, einkasoninn tæplega eins árs.
Núna síðast var sambýliskona hans
írúm 15 ár, Ragnheiður Ríkarðsdóttir,
líka frá Þórshöfn að yfirgefa hann.
“Veikindi Þórdísar höfðu svo
langan aðdraganda, að andlát hennar
kom ekki eins og högg. Eg var líka
miklu yngri þá. Þyngsta höggið var
að missa soninn, sem dó mjög snögg-
lega, fékk vírus upp í heila og ekkert
hægt að gera. Tvö börn í Reykjavík
dóu úr þessum vírus, hann var annað
þeirra. Svanur Mar væri 35 ára, hefði
hann fengið að lifa. Að missa dreng-
inn var jafnvel erfiðara en missa fæt-
urna. En ég er heppinn með dæturnar,
má þakka fyrir það.
Sigrún Ása er elst og rekur heild-
sölu. Berglaug Selma er lærð gull-
smiður og búsett í Þýskalandi. Hanna
María er fatahönnuður í Bandaríkj-
unum. Þórdís Halla er kennari. Sú
yngsta Áslaug býr hjá móður sinni,
en er líka með herbergi hjá mér og
dvelur hér oft”.
Sigmar er mjög einn eftir að
mægðurnar fóru og segir að í
fyrsta skipti örli á biturleika hjá sér.
“En ég á afbragðs kött”!
Kötturinn Sammi fær sérstaka
umönnun. Stigi liggur úr garðinum
upp í svefnherbergisglugga hjá Sig-
mai'i. Þar á Sammi notalega körfu yfir
ofninum. Það væsir ekki um Samma.
Sigmar ætlar ekki að leita hugg-
unar yfir sjónvarpi. “Ef maður horfir
á sama hlutinn, t.d. þennan lampa allt
kvöldið, hlýtur maður að sljóvgast. Ef
sýslumenn létu brjóta öll sjónvörp í
sveitum landsins, kæmi mannlífið
aftur”!
Hið menningarlega mannlíf sem
Sigmar höfðar til, fólst m.a. í tilþrifum
Stefáns frá Möðrudal á fjölunum á
Hverfisgötu.
“Stefán iðkaði þá íþrótt sem tíðk-
aðist í sveitinni heima - að leika lát-
bragð söguhetjunnar í rödd og göngu-
lagi. Allt í gamni og ekki hnýtt í
neinn,” segir Sigmar sem er búinn að
sýna “eftirhermuíþróttina”.
Hafið og bláa glufan í himninum
Málverk Sigmars sýna hafið í ótal
litabrigðum. “Þessir litir spila inn í
mig, litir hafsins: svart eins og blek í
janúar, grænt í aprfl, heiðríkjublátt á
björtum sumardögum, rautt í kvöld-
skininu og stundum gult eins og rjómi.
- Hvað það hlýtur að vera stór-
kostlegt fyrir þann, sem aldrei hefur
séð sjóinn að fá allt í einu að sjá hann.
Sjóinn verð ég að sjá og finna sjáv-
arlyktina! Hér glittir aðeins í hann”,
Sigmar bendir út um gluggann, “en
trén eru farin að teygja sig yfir hann
og byggðin í Kópavogi”.
Sigmar fer alltaf í kvöldbíltúr á
morgnana, nýtur þess að sjá litina
kvikna með birtunni. “Þegarbláglufa
birtist í himninum, fer mig að langa í
ferðalag. Ég hef alltaf ferðast mikið,
mest af mínum ættingjum, þótt ég ætti
kannski að ferðast minnst”! Sigmari
er einkar lagið að gera góðlátlegt grín
að sjálfum sér.
“Heima stigmagnast ferðaþráin,
þegar hún er búin að hlaðast upp um
100 stig - þá rýk ég af stað.
Skemmtilegasta utanferðin var
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
33