Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 34
Sigmar og Þórdís með tvœr elstu dœturnar í Tívolí í Kaupmannahöfn árið 1981. “gamla Gullfoss rómantíkin” á þrí- tugsafmælinu mínu. Siglt á milli Edinborgar, Hamborgar og Kaup- mannahafnar og dansað öll kvöld. Á öðru farrými var mannlífið miklu léttara en á fyrsta. Að vísu var mann- skaðaveður á leiðinni heim, meira að segja skipsþernurnar lágu í kojum, hafið í tröllslegum ham og eldgos boðaði fæðingu nýs lands, Surtsey var að stinga upp kollinum”. Fjöllin og hafið búa innra með Sigmari. Og á hverjum morgni sólar hann sig í vaknandi náttúru. - Áttu þér einhvern helgivætt hér sunnan heiða? “Snæfellsjökul verð ég alltaf að sjá. Á Hverfisgötunni fór ég út að horfa á hann þrisvar á dag, en eftir pílagríms- ferð upp á jökulinn, elskaði ég hann jafnvel minna. Það er með Snæfells- jökul eins og marga drauma, maður má ekki koma of nærri þeim. Stefán kom t.d. aldrei of nærri Herðubreið, fjallinu sem hann málaði alla ævi”. Dulúð Snæfellsjökuls er við- brugðið, og margir muna sögu Jules Verne “Leyndardómar Snæfells- jökuls”. Yfir skrifborði Sigmars hangir málverk sem andar frá sér dulúð. Fyrirmyndin, að því er sýnist, loftkenndur hjúpur og blóm vaxa inn og út úr því fjalli. “Manstu, þegar lítil flugvél hvarf með tveimur ungum hjónum”? spyr Sigmar. “Ingimar Örn Davíðsson var nemi hjá mér, og mikill vinur minn. Nóttina sem hans og þeirra var leitað gat ég ekki sofið, varð að fá útrás í einhverju. Þegar dagaði var þessi mynd orðin til. Þau fórust öll”. Myndin vitnar um, að þá nótt hafi Sigmar verið í nánd við almættið. I minningargrein sem Sigmar skrifar um vin sinn segir: “Á hátindi lífsins og í blóma sumarsins ertu hrifinn á brott, þegar allt lék í lyndi og þú búinn að koma svo vel undir þig fótunum á allan hátt”. - Ertu trúaður, Sigmar? “Ég býst við því, en fer oft nauðugur í kirkju, til dæmis þegar dóttirin fermdist í vor þurfti ég að fara fimm sinnum. Sofna að vísu alltaf í kirkju. Eitthvað máttleysi kemur yfir mig, sem færist upp eftir líkamanum, þar til ekkert er eftir nema höfuðið. Kúnstin er að láta það ekki velta út af. Svipuð kennd kemur yfir mig á Þjóðminjasafninu, góð tilfinning. Ég sæki alltaf dálítið inn á söfn, finn kirkjuhughrif innan um gamla hluti. Þjóðin var lifandi fegin að losna við þessa gagnlausu hluti, sem ég hef safnað í kringum mig. Á Langanesi þótti ekki gáfulegt að fara með þetta drasl suður. Núna er allt uppurið, svo margir komnir í þetta”. Að Sauðanesi á Langanesi stendur gamalt prestshús, hlaðið úr íslensku grjóti. “Það var svipað með húsið, eins og gömlu alþýðu- verkfærin”, segir Sigmar, “þótti ekki gáfulegt að horfa tvisvar á yfirgefið hús. En bróðir minn er búinn að bjarga því frá skemmdum. Nú er húsið komið undir Þjóðminjasafn, arkitekt teiknaði tréverkið sem verið er að vinna að. Á aldamótaári gæti náðst að opna þar safn. I þetta Viðeyjar- stofulega hús fara gömlu munirnir mínir”. Hin prestlega ímynd Komið er að kvöldmat og mál að þakka fyrir sig. Sigmar stynur, þegar minnst er á matartilbúning. “Ég get leikið mér að smíði dem- antshrings, en verð líklega aldrei yfir- kokkur á Ritzhótelinu í París. Gísli í Uppsölum eldaði lambakjöt til vikunn- ar og át af hlemmnum til að spara upp- þvott. Ég ætti að taka mér hann til fyrirmyndar”. Sigmar vegur sig upp úr stólnum til að fylgja gestinum á dyr. “Að halda áfram að lifa lífinu og láta eins og ekkert sé”, er lífsregla Sigmars. Hann barmar sér ekki. Fötlun hans sést lítið. Því hættir manni til að gleyma, hve erfitt það hlýtur að vera að þurfa ætíð að vega sig upp á stoð- fætur, hve mikið reynir á hendumar. “Manni var kennt að ganga á þess- um stoðfótum, en ekkert sagt hvernig maður ætti að haga sér. I áratugi stóð ég vitlaust upp, setti hendurnar upp á borðið og vóg mig upp. Þaðtekuráað vega upp níutíu kg! Þannig er ég búin að skemma á mér axlimar. Önnur öxlin var skorin upp í fyrra, og hin er mjög léleg”. 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.