Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 24
Einar Már Valdimarsson læknir á Grensásdeild SHR: Heilablóðfallseining á endurhæfinga- og taugadeild SHR Imars 1991 hófu taugalæknar endurhæfinga- og taugadeildar þátttöku í bráðavöktum sjúkra- hússins. Þá var farið að leggja sjúkl- inga sem leituðu á bráðamóttöku sjúkrahússins vegna einkenna um heilablóðfall beint inn á endur- hæfinga- og taugadeild svo fremi að aðrar læknisfræðilegar ástæður mæltu ekki gegn því . Fram að þeim tíma hafði þessi sjúklingahópur verið lagður inn á lyflækningadeild sjúkrahússins. Hluti þessara sjúklinga eða um það bil 60 á ári var síðan fluttur á endurhæfinga- og taugadeild til endurhæfingar. A síðustu árum hafa um það bil 3/4 hlutar þeirra sjúklinga sem leita til spítalans vegna heilablóðfalls lagst beint inn á endurhæfinga- og tauga- deild og eru það um það bil 160 sjúkl- ingar á ári. Þetta er stærsti sjúklinga- hópurinn sem deildin sinnir. Til að gefa stutt sögulegt yfirlit má segja að fyrir tiltölulega stuttum tíma eða um það bil 20 árum hafi heilablóðfallssjúklingar víðast hvar fengið tiltölulega litla athygli í heil- brigðiskerfinu. Þessir sjúklingar voru lagðir innan um aðra sjúklinga á almennum lyflækningadeildum. Þetta þótti þungur sjúklingahópur sem talinn var hafa slæmar batahorfur og vildi því verða útundan. A síðustu 20 árum hafa víða um lönd orðið miklar viðhorfsbreytingar gagnvart þessum sjúklingahópi. Vafalaust eru margar ástæður fyrir því, en staðreyndin er að þekking á heilablóðfalli hefur aukist verulega í seinni tíð og samhliða hefur orðið nánast bylting í læknisfræðilegum rannsóknum á þessum sjúklingum. Fundist hafa leiðir til að spoma gegn alvarlegum áföllum og batahorfur oftast mun betri en áður var talið. Þessar viðhorfsbreytingar hafa víða leitt til þess að heilablóðfalls- sjúklingar hafa verið færðir saman á sérstakar deildir og þær starfsstéttir sem mest tengjast þessum sjúklingum hafa myndað starfsteymi. Reynd hafa verið ýmis form heilablóðfallsdeilda eða eininga, bæði deildir sem hafa fyrst og fremst gjörgæslumarkmið og deildir sem hafa eingöngu endur- hæfingarmarkmið. Æskilegast þykir nú að þessar deildir taki við sjúkling- unum strax og þeir veikjast og sinni þeim þangað til þeir hafa lokið endur- hæfingu. Nýlegar rannsóknir hafa staðfest að sjúklingum sem sinnt er á heilablóðfallsdeildum vegnar betur en öðrum. Tíðni fylgikvilla og dauðs- falla er minni, heildarlegutími styttri, batahorfur betri og fleiri geta út- skrifast heim. Nýgengi heilablóðfalls á Vestur- löndurn hefur lækkað nokkuð frá því sem var um miðja öldina. Menn hafa ekki örugga skýringu á þessu en væntanlega hefur betra mataræði, breyttir lífshættir og betri lyfjameð- ferð við háþrýstingi haft eitthvað að segja í þessu sambandi. Hins vegar þarf að gera sér grein fyrir því að þótt nýgengi hafi lækkað, fjölgar þeim sem fá heilablóðfall vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Framan af öldinni var meðalaldur talsvert lægri en hann er í dag. Miklu hærra hlutfall þjóðarinnar nær nú sjötugsaldri en til dæmis fyrir 50 árum. * Arið 1992 var stofnuð sérstök eining til þess að sinna meðferð heilablóðfallssjúklinga á endur- hæfinga- og taugadeildinni. Nú orðið leggst meiri hluti sjúklinga sem leita til sjúkrahússins vegna heilablóðfalls beint inn á heilablóðfallseininguna. Nokkur hluti þessara sjúklinga leggst þó fyrst inn á lyflækningadeild vegna þess að hann er haldinn öðrum alvar- legum sjúkdómum sem þurfa bráða- meðferðar við. Sjúklingar eru rann- sakaðir á heilablóðfallseiningunni með tilliti til orsaka og ráðstafanir gerðar til þess að hindra frekari versn- un heilablóðfalls og ekki síst til að vinna gegn nýjum áföllum. Einnig fara fram rannsóknir á áhættuþáttum og meðferð þeirra. Endurhæfing þessara sjúklinga er tekin fastari tökum en áður var. Endurhæfingin byrjar strax eftir að sjúklingurinn er kominn á deildina. Á deildinni er sjúklingurinn í umsjá heilablóðfalls- teymis. I því eru læknir, hjúkrunar- fræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, talmeinafræðingur, félagsráðgjafi og taugasálfræðingur. Með teymisstarf- inu hafa starfskraftar orðið betur sam- taka, markmið skýrari og almenn þekking á viðfangsefninu vaxið. Viðhorf gagnvart sjúklingum hafa orðið jákvæðari og umhverfisandinn uppbyggilegri. Haft er meira samráð við sjúklingana en áður var og þeir gerðir ábyrgari. Einnig hafa ættingjar heilablóðfallssjúklinga verið hafðir meira með í ráðum og komið meira til samstarfs en áður var. Teymið hitt- ist vikulega, þá er farið yfir stöðu hvers sjúklings, hugað að fjölmörgum þáttum meðferðarinnar og því sem betur mætti fara og ákveðnir fjöl- skyldufundir þegar þeirra þykir þörf. Teymisvinnubrögðin gefa góðar for- sendur til að huga að og taka til með- ferðar hin fjölbreyttu líkamlegu, sál- rænu og félagslegu hagsmunamál sjúklingsins. Til að glöggva sig á árangri af starfsemi heilablóðfallseining- arinnar var gerð afturvirk rannsókn á fjölda legudaga fyrir og eftir tilkomu heilablóðfallseiningar á endurhæf- inga- og taugadeild. Bomir vora sam- an tveir sambærilegir hópar heilablóð- fallssjúklinga með mikil einkenni. Meðallegutími fyrri hópsins reyndist 117 dagar, en síðari hópsins sem Einar Már Valdimarsson 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.