Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 7
fréttum hefur á nýjan leik vaknað áhugi á þessari leið til að létta park- insonsjúklingum lífið. Ræður þar mestu aukinn skilningur á starfstrufl- unum og taugaboðum í heila vegna dópamínsskorts, auk þess sem mögu- leikar til nákvæmrar staðsetningar em nú mun meiri en áður var, einkum vegna tilkomu segulómunar. Talsverðu rúmi er varið í um- fjöllun um raförvun í heilastúku og vefjaflutning til heilans. Varðandi hið síðarnefnda er um það að ræða að lifandi vefur er græddur í heilann í þeim tilgangi að draga úr líkum þess að sjúkdómurinn versni og milda einkenni hans. I umfjölluninni um vefjaflutning kemur fram að mikill áhugi sé nú á því hvort hægt sé að rækta mennskar frumur í vísinda- legum tilraunastofum og fá erfða- breyttar frumur til að framleiða levó- dópa og dópamín. Þrátt fyrir siðferði- leg álitamál tengd notkun heilavefja úr fóstrum, sem eytt hefur verið, er tilraunum haldið áfram og hefur bati í mörgum tilfellum verið verulegur, þótt enn hafi enginn sjúklingur losnað algerlega við öll einkenni veikinnar. Aðeins einn sjúklingur (skorinn upp í Lundi fyrir 5 árum) hefur getað hætt að nota öll parkinsonlyf. Hjá 6 sjúklingum af 160, sem gengið hafa undir slíka aðgerð, er vísindalega sannað að ígræddu vefirnir hafa lifað flutninginn af samkvæmt öruggri staðfestingu sneiðmyndar. ✓ Aeftir umfjöllun um raflost, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talkennslu er kafli sem ber heitið: Venjulegur dagur parkinsonsjúklings. I þessum kafla er að finna fjölmargar hagnýtar upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Fjallað er um samband sjúklings og maka, innrétt- ingu íbúðar, næringu og drykkjar- vörur, mataræði, næringarefni, hægðatregðu, æfingar, klæðnað, gönguæfingar, rúmið, meðhöndlun svefnleysis, atvinnu, eftirlaun, örorku- skírteini, félagsleg vandamál, vist á sjúkrahúsi eða dvalarheimili og þátt- töku í tilraunameðferð. I formála að þessari gagnmerku bók segir Sigurlaug Sveinbjömsdóttir læknir að ef til vill sé mikilvægast við þessa bók að hún drepi á fjölmörg smáatriði í daglegu lífi sjúklinga, sem oft séu ekki rædd við lækninn, en engu að síður þurfi að skýra og bæta, sé þess nokkur kostur. “Það er tilfinn- anlega þörf á bók sem þessari,” segir Sigurlaug, “ekki einvörðungu til að fræða sjúklinga og ættingja þeirra, heldur einnig til upplýsingar starfs- fólki á stofnunum þar sem parkin- sonsjúklingar vistast tímabundið eða varanlega.” Þjónustumiðstöð Parkinsonsam- takanna er að Laugavegi 26 (gengið inn frá Grettisgötu) og er hún opin miðvikudaga frá klukkan 5 til 7 síð- degis. Sími samtakanna er 552-4440. Garðar Sverrisson FORSTÖÐUMAÐUR PRJÓNA- OG SAUMASTOFU ✓ Arla í janúar sl. kom hér til starfa nýr forstöðumaður fyrir þann hluta Vinnustaða Öryrkja- bandalagsins sem nefnist Prjóna- og saumastofan Peysan og hef- ur áður fengið nokkra um- fjöllun hér í blaðinu. Einn mildan maídag ræddi ritstjóri stutt- Guðrún lega við for- Asta stöðumann- inn, Guðrúnu Astu Kristjánsdóttur. Og að gömlum góðum íslenskum sið spyr ég hana fyrst og fremst um hvar og hvenær hún sé fædd. Ég er fædd árið 1956 í Reykja- vík, til fermingaraldurs ólst ég upp í Keflavík, en flyst svo í Kópa- voginn og hefi átt þar heima æ síðan. Ég er gift kona og á 4 börn á aldrinum 6 til 22ja ára. Og þá um störfin þar til nú? Ég lærði til að verða smur- brauðsdama eða smurbrauðsjómfrú eins og það heitir víst nú og við það vann ég í nokkur ár. 1977 hóf ég svo störf við alls konar saumaskap allt til ársins 1986 - meira og minna við verkstjórn á þessum tíma. Þá gerðist ég dagmamma og var það í 10 ár. A þeim tíma fór ég svo í Rafiðnaðarskólann og lauk þaðan prófi í tölvu- og rekstrartækni. Og svo kom ég hingað til starfa upp úr áramótum. Hvað starfa margir undir þinni stjórn í dag? Það eru 4 ófatlaðir, þar af tveir hópstjórar: Ingibjörg Arndís Garðarsdóttir fyrir saumastofuna og Gyða Siggeirs- dóttir fyrir prjónastofuna. Fatlaðir eru nú alls 14 í hálfu starfi. Og hver eru svo helstu verk- efnin? Það er nú óneitanlega af ýmsu að taka. Rúmfatnaður, saumað fyrir hótel og verslanir, fermingarkyrtl- arnir, enda munum við vera eini aðilinn sem þá saumar. Nú svo eru það golfpeysurnar nú á fullu í framleiðslu svo og annar prjónafatnaður s.s. jakkapeysur fyrir stofnanir ýmsar, má nefna t.d. banka og sýsluskrifstofur. Svo eru auðvitað alltaf í gangi hin hefð- bundnu verkefni s.s. vinnufatnaður fyrir mötuneyti, hreingerningar, sjúkrahús, tannlækna o.fl. Guðrún Ásta segir að auðvitað sé reksturinn erfiður, en áfram haldið svo sem best verður gert. Hún segir í lokin að þessa starfsemi mætti auglýsa betur m.a. hér á sjálfri lóðinni. í haustblaðinu er ætlunin að baksíða Fréttabréfsins verði lögð undir góða auglýsingu. Guðrúnu Ástu er alls góðs ámað sem og öllum þeim sem með henni starfa. Dýrmæti vinnustaðarins fyrir svo marga fer ekki rnilli mála. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.