Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 13
fyllist ég ekki harmi þó ljóðabók sé prentuð og bundin án minnar vitundar. Og þjóðskáld má ég ekki heyra nefnd. - Ein var sú náttúra þessa manns, að kunna skil á maskínum betur en flestir menn. Ef bíll bilaði, traktor eða jafnvel saumavél, var sent eftir þess- um galdrameistara, og hann beðinn að koma vélinni í lag. Þetta háttalag olli því, að maðurinn þurfti oft að bregða sér á bæ til viðgerða og var þá heldur dauft yfir malarmönnum, þar til hann sneri til búða, alsæll að venju. Eg hef oft hugleitt það, hversu miklu betur mönnum mundi líða, ef þeir héldu gleði sinni gegnum lífið. Eg held meira að segja, að klaufi geti gert við maskínur, ef hann er nógu skapgóður, svo maður tali nú ekki um kvenhyll- ina. Af þessu geta tregglaðir og baðstofukaldir menn dregið nokkurn lærdóm. essar hugleiðingar mínar frá unglingsárunum eru sundur- lausir þankar um það tímabil, er mað- urinn, hver og einn, er óráðin gáta. Það er háttur ungra manna að líta björtum augum til framtíðarinnar á þessu æviskeiði, og ekki má gleyma því, að okkur er sagt á hverjum tíma, að unga kynslóðin eigi að erfa landið. En hvernig höfum við farið með þann arf, er okkur var falinn? Eg held, að hver og einn verði að svara því eftir bestu getu. “Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?” Björn Stefánsson Hlerað í hornum Maður einn ókvæntur var lengi í fæði hjá konu einni hér í bæ. Að lokum tóku þau saman og urðu hjón. Þá sögðu gárungarnir að hún hefði tekið karlinn upp í skuld. Kona ein vinnur hjá innheimtustofnun hér í borg. Hún hafði lengi ógift verið en svo frétti frændi hennar að hún væri tekin saman við mann einn. Honum varð þá að orði: “Hún hefur náttúrulega tekið hann upp í afnota- gjöldin.” Vilhjálmur Hjálmarsson sá heið- ursmaður er ómannglöggur mjög. Hann sagði eitt sinn frá því að úti á flugvelli hér í Reykjavrk hefði maður komið á móti sér brosleitur vel og hann þá reiknað með því að þarna væri kominn kjósandi að austan, tók innilega í hönd hans og heilsaði manninum sem brást ókunnuglega við en sagði: “Taxi - taxi”. “Þá sýnd- ist honum ég vera svona leigubíl- stjóralegur,” sagði Vilhjálmur en maðurinn var útlendingur ofan í kaupið. Austfirðingur einn, afar flámæltur, var að stýra atkvæðagreiðslu og sagði frá hvaða tölur ætti að rita á atkvæða- seðilinn fyrir framan nöfn manna. Auðvitað sagði hann: “A seðilinn skal reta,” o.s.frv. Menn þóttust ekki skilja og hváðu við í sífellu svo hann endur- tók þetta tvisvar og enn hváðu menn. Þá fauk í fundarstjóra og hann hreytti út úr sér: “Jæja, skrefa þá á seðilinn.” Maður einn kom til prestsins síns og kvartaði yfir því að hann fyndi hvergi hjólið sitt, einhver hlyti hreinlega að hafa stolið því. Prestur sagði honum að koma til kirkju næsta sunnudag en þá mættu flestir bæjarbúar. Prestur sagði honum að sitja innst í kór svo hann gæti séð framan í mannskapinn, sjálfur sagðist hann svo fara með boðorðin og þegar hann kæmi að: Þú skalt ekki stela þá skyldi hann gá að svip manna, enda myndi prestur mæla þau af sérstökum áherzluþunga. A eftir hitti prestur manninn og spurði hversu gengið hefði. “Alveg ágæt- lega,” sagði maðurinn, “því þegar þú komst að: Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þá mundi ég allt í einu hvar ég hafði skilið hjólið eftir.” *** Bóndi einn eystra var heldur kaldur í svörum á stundum en þó glettinn vel. Þegar hann var við annan mann að taka gröf móður sinnar var allhart frost og þeir lengi dags að pjakka og moka. Þegar skyggja tók að ráði spurði meðgrafarinn hvort þetta væri nú ekki orðið nógu djúpt. Þá sagði sonurinn: “Jú, hún fer nú fjanda- kornið ekki að klóra sig upp úr þessu”. Ur sjúkraskrám Úr MS blaðinu Sjúklingur lærði söngnám. Sjúklingur er svo hress að hann gæti farið landleiðina til Akureyrar. Móðir getur látið barnið sitja með því að láta fæturna í hring. Leitað er að náraherníu liggjandi og standandi. Sjúklingur borðar reglulegt mataræði. Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn. Sjúklingur fékk þá langsótt kvef. Sjúklingur var í morgun að drekka te og borða maís þegar að bar mann sem heitir Kristmundur. Sjúklingur hefur aldrei fundið fyrir þessum verkjum nema þegar hann vaskar upp í sumarbústað en er ráðlagt eftirlit, ef verkirnir koma fram við önnur tækifæri. Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn, en hann hefur haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu, en þann síðasta fékk hann í apríl sl. Sjúklingi batnar ef lagst er ofan á hana (medicin). FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.