Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Síða 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Síða 51
Ólafur Hergill afhendir Láru Helgu styrk úr Sjóði Odds Ólafssonar Sjá bls. 38. kemur í fæstum tilvikum fljúgandi til þeirra úr skýjum, allra sízt hjá þessum þjóðfélagshóp. En fullskipaðir tímar allt árið um kring hjá okkar ágæta lögfræðingi segja vissulega sína sögu um hversu margir bera sig þar eftir björg sem oftar en ekki er skilað heilli í hús. Öryrkj abandalag Islands gegnir marg- þættu og viðamiklu hlutverki sem baráttu- og þjónustuaðili öryrkja í landinu. Þar má enginn brýnn þáttur verða útundan. Undirrituðum þykir vænt urn og í raun góður sómi að þjónustu- hlutverki sínu, bæði á núverandi sem fyrrverandi vettvangi. Gleðiefni gott er það hverjum sem unnt er til vegar að vísa, hverjum sem veitt er verðugt lið, hverjum þeim sem úrlausn fær fengið í erfiðum vandamálum. Víst skal því vonað að aðalsmerki Öryrkja- bandalagsins megi verða það að greiða götu fjöldans, félaganna og einstaklinganna s.s. reynt hefur verið til hins ítrasta og oftar en ekki orðið af árangur góður. Þessa skulu menn minnast vel og rækilega. *** Framkvæmdasjóður fatlaðra hefur oftlega verið að umtalsefni gerður hér í blaðinu og ekki að ástæðulausu. Sannleikurinn er orðinn sá að alls ekki er lengur um að ræða úthlutun stjórnarnefndar s.s. löngum var áður og yfir legið löngum stundum svo öllu réttlæti yrði nú sem bezt fullnægt. Ekki það að öllurn hafi alltaf þótt sem réttlætið ríkti, því hverjum og einum þótti þá sem nú sitt verkefni bezt og brýnast alls. En öll erindi fengu þó vandlega yfirferð allra í stjórnamefnd sameiginlega, en nú er ekki og hefur ekki verið alltof lengi um neitt slíkt að ræða. Ekki skal úr því dregið að allir stjórnarnefndarmenn yfirfari umsóknir hver fyrir sig, sömuleiðis að starfsmaður stjórnarnefndar geri slíkt hið sama, en nú eru það aðrir sem ákveða með fjárlagagerð hvaða verk- efni eru í náðinni og hver ekki. Þannig er um meginhluta þess fjár sem til þessa fer og þegar þar við bætist að Framkvæmdasjóður fatlaðra fær inn- an við helming af lögboðnum tekju- stofni, þó á móti komi allnokkur fjár- hæð annars staðar frá, þá er augljóst að svigrúm til að mæta öðrum um- sóknum af ýmsu tagi er næsta lítið. Svo tæpt sé á tölum þá fara 6 millj. í rekstur þar eð Framkvæmdasjóður fatlaðra greiðir laun og annan kostnað starfsmanns sem í raun er ráðuneyt- isstarfsmaður. Tækja- og námsstyrkir eru aðeins 2 millj. kr. Lagfæring aðgengis tekur til sín 11,4 millj.kr. Styrkir til félagslegra íbúða nema 10 millj .kr. Til viðhalds fasteigna fer 21 millj. kr. þar af 2/3 til eigna Fram- kvæmdasjóðs. Skuldbindingar vegna samninga við sveitarfélög nema rúmum 9,2 millj.kr. Og svo eru það stóru fjárfreku liðirnir, allir þarfir og nauðsynlegir sem taka til sín allt í allt, (nær allt sambýli), um 270 millj.kr. Geðhjálp fær svo 15 millj. kr. til endurbóta á Túngötu 7, sem verður þeirra miðstöð í stað Hafnarbúða sem seldar hafa verið. Og þá er komið að raunverulegu úthlutunarfé sjálfrar stjórnar- nefndar til tuga verkefna, margra bráðbrýnna. Hvorki meira né minna en 5 millj.kr. Það er engin smásumma sem t.d. öll okkar ágætu félög eiga að fá frá sína fyrirgreiðslu til þarfra verka, sem skipta svo marga miklu. Eg ætla ekki að hrella menn með skiptingu þessara 5 millj. kr„ þessa 1/70 af öllu úthlutunarfénu. Enginn má misskilja orð mín svo að ég sé að halla á framangreind verkefni stórra fúlgna, þó mér þyki sem þar hafi kostnaður farið í mörgum tilvikum út yfir öll skynsamleg mörk. Eg styð þessi verkefni en fer aðeins fram á stærri og betri skerf til annarra þarfra hluta sem þjóna munu mörgum. Þar er ég ekki að tala um stórar fúlgur, en sanngjarnt þætti mér að fyrst við eigum nú að heita út- hlutunarnefnd þá fengjum við máske að ráða s.s. 1/10 fjárins. Skyldi því þá ekki gleymt að ef Fram- kvæmdasjóður fatlaðra fengi nú eða hefði feng- ið að þessu sinni 30 millj. kr. meira af lög- boðnum tekjum sínum þá væri þessu fullnægt, flóknara er það nú ekki. Framkvæmdasjóður fatlaðra mun ekki eiga mörg lífár framundan í núverandi mynd og því máske rninni ástæða til að ergja sig út af því hversu komið er. Við þau umskipti, flutning- inn yfir til sveitarfélaganna, skiptir mestu að lögboðin framlög yfirfærist að fullu til málaflokksins svo og það að allir fötlunarhópar megi þangað sækja sinn sjálfsagða rétt til þeirra verkefna sem sannanlega þjóna þeim tilgangi að gera fólki lífið léttbærara og betra. Það er meginmál nú, þó ekki verði hjá því komizt að rifja enn einu sinni upp skarðan hlut svo margra sem vissulega ættu að fá sinn verðuga skerf. *** Sveitarstjórnarkosningar eru afstaðnar og nýtt kjörtímabil hafið. Vissulega mæta mörg brýn verkefni hinum nýkjörnu sveitar- stjórnarmönnunr en við teljum þó tví- mælalaust að eitt verkefni verði þó það sem upp úr muni standa í allri framkvæmd. Hér á ég við flutning málefna fatlaðra til sveitarfélaganna frá ríkinu, viðamikið og vandmeðfarið verkefni sem tekur til allra þátta mannlegs lífs. f aðdraganda kosninga sendum við út bækling um þessi mál til kynningar fyrir sveitarstjórnar- menn svo og um leið beiðni um sam- starf að þessu flókna verki svo til far- sældar megi verða. Sá bæklingur er kynntur hér að framan. Vonandi verð- ur flutningur þessi fötluðum til góðs, færir þjónustuna nær þeim og gerir hana enn betri og meir sniðna að þeirra þörfum. Hinu má ekki gleyma að margs er að gæta grannt svo vænt- ingar og fyrirheit verði að virkileika. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.