Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 2
fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 2. TÖLUBLAÐ 11. ÁRGANGUR 1998 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Seljan Umbrot og útlit: K. Fjóla Guðmundsdóttir. Prentun: Steindórsprent/ Gutenberg h.f. Forsíðumynd: Sonja Jónasdóttir. Aðrar ljósmyndir: Hafliði Hjartarson o.fl. Frá ritstjóra Enn eitt blaðið er nú útgefið og áfram sent til allra okkar ágætu lesenda. Allt frá upphafi hefur Fréttabréf Öryrkjabandalagsins verið lesið inn á hljóðsnældur fyrir blinda og sjónskerta. Það hafa alla tíð annast þau Asgerður Ingimarsdóttir, framkvæmdastjóri bandalagsins og ritstjórinn. A því verður fram- hald ef allt fer sem ætlað er. Asgerður ritar einmitt forystugrein þessa blaðs nú, sem er allrar athygli verð eins og allt annað er hún skrifar og skráir. Hún hefur margar mæta- góðar forystugreinar ritað í þetta blað og lagt því til mikið af afbragðsefni öðru og von ritstjóra sú að eitthvert framhald verði þar þó óneitanlega verði nú nokkur skil þar sem Ásgerður hætti framkvæmdastjórastarfi 1. júní sl. Ritstjóri tók við hennar vanda- sama og margþætta starfi og vonar það eitt að hann megi við það ráða. Enn um sinn hyggst hann halda ritstjórninni áfram. En hér hafa orðið mikil vatnaskil á vettvangi bandalagsins því Ásgerður hafði hér starfað í 28 ár með einstakri prýði, atorku og samvisku- semi. Sannarlega er eftirsjá að slíkri öndvegispersónu úr starfi en von okkar sú að við megum í einhverju njóta hennar kærkomnu krafta og blaðið m.a. bera þess vitni. Henni fylgir heit þökk. Á vit sólar og sumars með síungri þrá er nú haldið. Megi sumarið færa ykkur öllum gnótt gjafa, sólbros og sumarblóm með ilm af gróðri og glaðan söng kátra kjarrfugla. Auðnan vísi ykkur veg og lýsi leið. H.S. EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra....................................2 Aftur kemur vor í dal............................3 Framkvæmdastjóraskipti...........................4 Tvö ljóð.........................................4 Utskrift í Hringsjá..............................5 Bók á íslensku um parkinsonveiki.................6 Forstöðumaður prjóna- og saumastofu..............7 Afmælisrit Styrktarfélags vangefinna.............8 Hlerað............. 10, 13, 18, 35, 37, 39, 40, 46, 48 Getið góðs liðsmanns............................10 Fegurðin og boðaföllin..........................11 Vegavinna.......................................12 Aldarfjórðungur á Grensásdeild..................14 Stærsta verkefni sveitarstjórna.................15 Sjálfsbjargarheimilið 25 ára....................16 Stöku stökur....................................18 Að námi loknu...................................19 Skerðingu beitt.................................20 Gamall maður nýtur sín vel......................22 Norræna ráðið í málefnum fatlaðra...............23 Heilablóðfallseining............................24 Kynning.........................................25 Hinn gullni meðalvegur bestur...................26 Jóker - Hvað er nú það?.........................27 Þemahefti um áfengi............................28 Hundahald......................................29 Bauð örlögunum birginn.........................30 Blöð rósarinnar................................35 Nokkur sýnishorn...............................36 Hugleiðing.....................................36 Kynning........................................37 Frá Sjóði Odds Ólafssonar......................38 MG-sjúkdómurinn................................39 Heilagengið....................................40 Kveðja frá ÖBÍ.................................41 Til upplýsingar listunnendum...................41 Viðhorf........................................41 Tökum á - tækin vantar.........................42 Ein örlítil saga...............................42 Hvað er Perthes?...............................43 Að mega vera í fýlu............................43 Gömul bæjarnöfn................................43 Af stjómarvettvangi............................44 Rittúlkun......................................46 Styrktarfélag vangefinna.......................47 Styrkir ÖBÍ....................................48 Boð frá Bardo..................................48 Merk tímamót í ferlimálum fatlaðra.............49 Mannréttindaskrifstofa Islands.................49 Þjálfun blindrahunda...........................49 I brennidepli..................................50 2

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.