Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1998, Blaðsíða 19
Marín Björk Jónasdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Hringsjá: AÐ NÁMILOKNU... Frá útskrift á liðnum vetri. Eitt aðalmarkmiðið með starfseminni hjá Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra er að búa nemendur undir störf á almennum vinnumarkaði og nám í framhalds- skólum. í tilefni af 10 ára afmæli Hring- sjár nú í haust fór fram ítarleg síma- könnun meðal nemenda sem Marín Björk stundað hafa nám Jónasdóttir hjá Hring- —........ sjá.Tilgangur könnunarinnar var að athuga hvað fyrrverandi nemendur hefðu fyrir stafni. Hvort þeir væru í vinnu, við nám eða heimavinnandi. Jafnframt því að athuga hvort þeir sem væru heima væru að leita sér að vinnu eða stefndu í framtíðinni aftur út á vinnumarkaðinn. Akveðið var að hringja í alla nemendur sem hefðu lokið a.m.k. einni önn eða meira. Heildarfjöldi eldri nemenda voru 136 nemendur þar af náðist í 128,68 karla og 60 konur, eða 94% sem telja má mjög góðan árangur í könnun sem þessari. Akveðið var að skipta svörunum niður í fimm meginflokka og má sjá þau hér fyrir neðan í töflu 1. Þar sem 30% nemenda eru heima- vinnandi og ekki að leita sér að vinnu þótti forvitnilegt að athuga ástæður sem þar lægju að baki í ljósi þeirra markmiða sem sett eru hjá Hringsjá og var því svörunum í fyrsta lið skipt enn frekar niður eins og sést í töflu tvö. Til gamans má geta þess að af þeim 9 (allt konur) sem voru heimavinnandi með lítil böm voru 7 með böm á fyrsta ári. Einnig vitum við að nokkrir af karlkynsnemendum okkar eiga einnig börn sem eru á fyrsta ári. Hvað veldur þessari skemmtilegu tilviljun skal ósagt látið og læt ég lesendum eftir að velta þessu nánar fyrir sér. Af þeim nemendum sem voru útivinnandi lék okkur forvitni á að vita hvort það væru fleiri á almennum vinnumarkaði en vernduðum vinnu- stað og hvert starfshlutfall þeirra væri. Niðurstöðurnar af þessum vanga- veltum eru í töflu 3. I stuttu máli má því túlka niður- stöðu könnunarinnar svohljóðandi: Af þeim 128 nemendum sem náðist í voru eingöngu 8% þeirra að leita sér að vinnu, 13% heimavinnandi og stefndu ekki á að fara út á vinnu- markaðinn og 5% gátu ekki svarað því hvort þeir stefndu út á vinnu- markaðinn aftur. Þannig að 74% nemenda er að sinna þeim málefnum sem þeir vilja, hvort sem um er að ræða að vera heimavinnandi, í vinnu eða námi. Þessar niðurstöður eru mjög ánægjulegar að okkar mati þar sem eitt af markmiðum Hringsjár er að búa nemendur undir störf á almennum vinnumarkaði og nám í framhalds- skólum. I lokin vil ég svo þakka öllum fyrrverandi nemendum fyrir einstak- lega góðar móttökur í þessari könn- un. Marín Björk Jónasdóttir Tafla 1. Viðfangsefni: Fjöldi Hlutfall 1. Heimavinnandi ekki að leita að vinnu 39 30% 2. Heimavinnandi að leita að vinnu 10 8% 3.1 vinnu 52 41% 4.1 námi 21 16% 5. í vinnu og námi 6 5% ALLS 128 Tafla 2. Heima ekki að leita að vinnu: Fjöldi Hlutfall a. Heimavinnandi með barn/ börn 9 23% b. Voru í iðjuþjálfun, eða á leið í aðgerð 7 18% c. Geta ekki unnið vegna fötlunar eða aldurs 17 44% d. Gáfu ekki upp ástæður 6 15% ALLS 39 Tafla 3. Utivinnandi: Fjöldi Hlutfall a. A almennum markaði allan daginn 25 48% b. A almennum markaði hálfan daginn 22 42% c. A vernduðum vinnustað allan daginn 1 2% d. Á vernduðum vinnustað hálfan daginn 4 8% ALLS 52 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.