Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Qupperneq 4
Saga Reykjalundar er ævintýri íslensku þjóðarinnar. I hugsýn má sjá hermannabragga stríðsáranna víkja fyrir
glæsilegu heilsuhæli; gróðurvana mela græðast upp með grasflötum og trjágróðri; máttlítil ungmenni eftir átök
við hvíta dauðann ganga þar inn um dyr - og út í lífið aftur, endurnærð á líkama og sál. Saga Reykjalundar er
einn af bautasteinum íslenskrar menningarsögu. Og ævintýrið heidur áfram...
Mótaði nýjan Reykjalund
Andlegur styrkur er mikilvægastur í allri endurhæfingu -
segir Haukur Þórðarson fyrrverandi yfirlæknir á Reykjalundi
Leiðin liggur að þessu sinni í
heilsuþorpið Reykjalund. Á vit
manns sem gerði Reykjalund að
stærstu og fullkomnustu endur-
hæfingarstöð landsins. Haukur
Þórðarson er fyrsti endurhæfingar-
læknir á Islandi. Ráðning hans til
starfa á Reykjalundi, árið 1962,
lagði grundvöll að endurhæfingu á
staðnum að sögn Odds Ólafssonar
sem var yfirlæknir fram til 1970, en
Haukur tók við fram til 1999.
Mikið er búið að byggja og endur-
bæta á Reykjalundi á þessu 29 ára
tímabili og auðvelt að sjá að starf
yfirlæknis hefur verið umfangs-
mikið. Starfsmönnum hefur ijölgað
frá 35 upp í 200. Vistrými eru nú
170, voru 92 fyrstu árin. Dvalartími
hefur styst, gegnumstreymi marg-
faldast. Og ennþá er verið að
byggja, nýtt þjálfunarhús og sund-
laug eiga eftir að gjörbreyta að-
stöðunni. Haukur stendur vörð um
þær nýjungar sem formaður SÍBS.
Haukur Oddný Sv.
Þórðarson Björgvins
Haukur upplifði kraftaverkið
þegar nýju lyfin komu sem slógu á
hvíta dauðann. Hann var líka vitni
að því þegar sjúkdómar breyttra
lífshátta fóru að láta bæra á sér -
sjúkdómar sem hann vill líkja við
berklafaraldur gamla tímans.
Fyrrverandi yfirlæknir býr í
nokkurra skrefa íjarlægð frá endur-
hæfingarmiðstöðinni, hús Hauks og
Maríu stendur í brekkunni niður
undan Reykjalundi. Hér ríkir sérstakt
samfélag fólks sem býr í nábýli við
endurhæfingarmiðstöðina og vinnur
saman á daginn. María Guðmundsdóttir,
eiginkona Hauks, er hjúkrunarfræðingur
og vann líka á Reykjalundi.
„Velkomin.“ Haukur á traustvekjandi
handaband, rólegt og hlýtt viðmót.
Sýnilega maður sem er ekki vanur að
tjá sig um eigin persónu, trúlega þjálf-
aðri í að hlusta á reynslusögur annarra,
eins og góður læknir.
„Hann er þessi hljóðláti, hógværi
maður sem vildi aldrei trana stöðu sinni
fram... afar vandvirkur í sínum störfum
og gerði þá kröfu til annarra,“ sagði einn
af samstarfsmönnum hans á Reykja-
lundi.
Við setjumst í mjúk hægindi framan
við arin, kaffi og meðlæti á borði, um-
hverfi fyrir notalegt spjall. Athygli
vekur gluggaveggur eftir endilangri
stofunni sem gefur útsýni yfir hávaxin
grenitré til mjúkra ása ofan við Reykja-
lund og Esjunnar. Gaman að sjá stofu og
garð tengjast svona vel.
4