Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 7
Haukur og María á alþjóðafundi lækna í Jamaica. en féllst á að sinna yfirlæknisstarfi á Landspítalanum samtímis, sem ég gerði í tíu ár. Þegar ég byrjaði á Reykjalundi var innan SÍBS, eiganda Reykjalundar, búið að ákveða að halda rekstrinum áfram. Upphaflegt markmið sam- takanna, að reka vinnuheimili fyrir berklasjúklinga, var gjörbreytt þegar hægt varð að lækna berkla með lyijum. Samningur var gerður við Geðverndarfélagið að taka inn fólk með geðræn vandamál og fyrstu hópar geðsjúkra komu til endur- hæfingar 1961-‘62. Fljótlega fór líka að koma fólk með áföll á miðtauga- kerfi og gigtarsjúkir. Þetta var tími aðlögunar og mikilla breytinga. Fyrstu árin var ekki mikið til af lærðu fagfólki, aðeins við Oddur og þrír hjúkrunarfræðingar. Nú starfa hér um tvöhundruð manns.“ Ég hef heyrt bœði sjúklinga og starfsfólk á Reykjalnndi tala um góðan anda sem mœtir þeim, strax og gengið er inn um dyrnar. Hverju þakkar þú það? „Á Reykjalundi hefur ætíð verið lögð mikil áhersla á að skapa jákvætt andrúmsloft. Fyrst þegar ég kom hingað var ekki hægt að gera greinar- mun á starfsfólki og vistmönnum. Þetta stafaði af því að flestir sem unnu hérna voru búnir að vera berkla- sjúklingar áður, eins og til dæmis Oddur. Svona hefur þetta verið frá fyrstu tíð. Auðvitað reyndi ég að taka þátt í þessu, stuðla að góðu sambandi milli starfsfólks og þeirra sem komu í endurhæfingu. Jákvæð tengsl eru afar nauðsynlegur þáttur í endur- hæfingarstarfi. Ég var ekki einn um að skapa þessi tengsl, en mér finnst stórkostlegt að hafa starfað á Reykja- lundi í 37 ár og aldrei lent í vand- ræðum í samskiptum við starfsfólk og sjúklinga. Maður gæti látið sér detta í hug að þeir sem fara af alvöru að vinna í endurhæfingu - séu svona jákvætt fólk!“ Nú hefur endurhæfingin breyst mikið frá dögunt vinnuhœlis fyrir berklasjúklinga. „Hér var rekinn iðnskóli fyrir berklasjúklinga, sem þurftu fyrst og fremst atvinnulega endurhæfingu og menntun. Menn lærðu trésmíði og járnsmíði og margir útskrifuðust í þeim fögum frá Reykjalundi. Starfs- andinn var langt á undan sinni samtíð og þarna mótaðist sá grunnur sem starfsemin byggir enn á. Þetta var ennþá til þegar ég byrjaði, en lagðist af vegna breyttra áherslna. Plastiðja og röraframleiðsla er enn í gangi og töluvert mikið framleitt á íslenskan mælikvarða, en sú vinna gefúr ekki lengur tækifæri á að þjálfa fólk út í lífið. Nú hafa vélarnar tekið við. Fyrir tveimur árum var byrjað að skipuleggja sérstakt teymi eða starfs- hóp til að bjóða upp á atvinnulega endurhæfingu. Þetta er tilraunaverk- efni í samvinnu við Tryggingastofn- un ríkisins. Læknar, sálfræðingar, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar leggjast þar á eitt við að hjálpa fólki út á vinnumarkaðinn. Það er geysilega þýðingarmikið að þessi þáttur endur- hæfingar skuli vera kominn af stað. I hverskonar störf er verið að endurhœfa fólk? „Þetta snýr mikið að tölvuffæði og hinum víða skrifstofumarkaði, en er líka undirbúningur til frekara náms. Segja má að hluti af endur- hæfingunni sé eins konar þjálfun fyrir frekara nám t.d. í Hringsjá, starfsþjálfun fatlaðra, ef frekara nám er inni í myndinni. Nokkrir hafa aldrei stundað vinnu og þurfa starfs- þjálfun og aðlögun að mætingar- skyldu. Þjónusta við geðfatlaða hefur aukist geysilega. Nú er verið að endurskipuleggja verkefni á milli stofnana sem vinna að endurhæfingu. Þverfaglegur hópur vann að tillögum um verka- skiptingu í endurhæfingu og sendi nýlega frá sér skýrslu: Stefnumótun í endurhæfingu á íslandi. Er endurhœfing ekki í eðli sínu að ná upp þeirri orku sem sjúkling- urinn býr yfir? Þú ert sagður orku- og endurhæfingarlæknir í lœkita- talinu. „Greinin var ný þegar ég kom heim úr námi og menn voru að vandræðast með heitið. Ég man hvað datt yfir mig, þegar Vilmundur landlæknir sagði: „Við erum búnir að leysa mál- ið. Þetta heita orkulœkningar!“ Ég var ekki alveg ánægður, en sagði ekki neitt. Síðar breyttist þetta í orku- og endurhœfingarlækningar. Enn líða ár. Þá var nafninu breytt í endurhœfing- arlœkningar. í endurhæfingu er reynt FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.