Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 9

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 9
,«*s> KFUM og man vel eftir séra Friðrik, það var maður sem áorkaði miklu. Kirkjuna lít ég á sem sjálfsagðan hlut.“ Við ræðum aðeins um ráðgátu lífs- ins og ég spyr, hvort andlegi styrk- urinn sem hann er búinn að glíma við að glæða hjá sjúku fólki sé sá guð sem búi innra með hverjum manni? „Það má ef til vill setja dæmið upp með þeim hætti, en víst er að trúin hefur verið mörgum mikill styrkur á langvinnu og oft erfiðu ferli endur- hæfingar.“ Eru einhverjir sjúkdómar i dag sambœrilegir við berklana? „Ýmsum sjúkdómum sem herja á nútímaþjóðfélag má líkja við berkla- faraldurinn, þar vil ég nefna geðsjúk- dóma, krabbamein og sjúkdóma í miðtaugakerfi. Sumt af þessu er til- komið vegna lífsstíls fólks, eins og æðakölkun, offita og reykingar. End- urhæfing á Reykjalundi felst einnig í því að kenna fólki rétta lífshætti - í fæðuvali, vinnustellingum og hvíld- arslökun - að láta ekki undan streit- unni.“ Nú ertu húinn aö vera yfirlœknir á stœrsta endurhœfingarspítala landsins í 29 ár. Hvað var erfióast? Haukur og María á köldum klaka á góðri útiverustund í Bláfjöllum. tæpan áratug. Hann ætlaði sér alltaf austur og taka upp þráðinn, en þá var mamma nýflutt til Reykjavíkur og gat ekki hugsað sér að fara í sveitina aftur. Pabbi dó fyrir 40 árum, en mamma dó í fyrra þá 98 ára gömul. Pabbi átti alltaf jörðina. Nú eigum við bræð- umir þetta gamla sveitabýli, og gerð- um samning við skógræktina um að friða jörðina undir skógrækt. Hraun- tún hefur nú verið friðað í 20 ár og við María búin að gróðursetja þar mörg tré.“ Steinar, bróðir Hauks, vann í hálfa öld í bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar og margir kannast eflaust við hann þaðan. Steinar er ógiftur og barnlaus og búinn að missa heilsuna. Svo að þú léttir á huganum með því aö fara út að gróðursetja tré? „Já, gróðursetning er áhugamál. Ég er hvorki í golfi né spilamennsku, en hef gaman af ferðalögum og útiveru. I Hrauntúninu er búið að skipuleggja byggingarreiti fyrir sumarhús bama- barnanna. Þar dveljum við María eins oft og hægt er.“ Haukur á fjögur börn úr fyrra hjónabandi, fimmtán barnabörn og tvö barnabarnabörn - dágóður af- komendahópur. Einn sonur Hauks, Pétur er starfandi geðlæknir á Reykjalundi og býr í Mosfellsbæ, og annar sonur, Þórður, býr þar einnig með fjölskyldu sinni. Tvö barnanna, Magnús og Gerður, búa í Reykjavík. Dóttir Maríu og uppeldisdóttir Hauks, Dóra, býr með ijölskyldu sinni í Mosfellsbæ, svo segja má að yngri kyn- slóðin haldi sig í nálægð við Hauk og Maríu. „A einni viku í desember sl. varð ég tvö- faldur langafi,“ segir Haukur, stoltið í röddinni leynir sér ekki. „Ef fólkið okkar kemur saman, þá er þetta óðar komið upp í 24-28 manns. María spilar á píanó og við syngj- um. Mikið er farið í leiki og jafnvel leikrit sett á svið - allt undir stjórn Maríu sem hefur kveikt þennan áhuga hjá börnunum. María hætti að vinna sem hjúkr- unarfræðingur fyrir 5 árum. Síðan hefur hún sinnt sinum áhugamálum. Hún er á sviðinu hjá Leikfélagi Mos- fellssveitar og hefur leikið minni hlutverk í kvikmyndum.“ Kátt á hjalla hjá Hauki og Maríu og sjötugsafmælið hans var dálítið sér- stakt. „Þá settu krakkarnir upp allskonar skemmtiatriði og fiðluspil. Pétur á ljórar dætur sem eru mikið í tónlist. Ég lét gestina mæta kl. tíu á sunnu- dagsmorgni og veislan var búin kl. tvö. Síðan hafa aðrir tekið upp þessa hugmynd sem er bráðsniðug.“ Ertu trúaður maður, Haukur? „Ég er efasemdamaður í trúmálum. Ég líð ekki fyrir þessar efasemdir, en það er margt sem ég næ ekki að skilja. Sem strákur var ég mikið í FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 9

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.