Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 30
Umræða um stefnuræðu BLEKKINGUM FORSÆTIS- RÁÐHERRA VÍSAÐ Á BUG -flestir þingmanna töldu mikilvægt að viðurkenna vanda öryrkja • • Oryrkjabandalag Islands hefur með vísan til margþættra að- gerða stjórnvalda sýnt fram á hvernig ráðamenn þjóðarinnar hafa komið í veg fyrir að góðæri síðasta hálfs áratugar næði til ör- yrkja. Engu að síður gætir þess enn að þeir sem ábyrgðina bera reyni að telja þjóðinni trú um að þess hafi verið al- veg sérstak- lega gætt að góðærið næði einnig til öryrkja, jafn- vel svo að kaupmáttur þeirra hafi aukist um tugi prósenta á umliðnum árum. Svo seint sem í byijun október s.l. lét forsætisráðherra enn freistast til að halda þessu fram og var ekki beinlín- is andmælt af öðrum en þingmönnum sljórnarandstöðunnar. Áður en ráð- herrann vék að kjörum öryrkja í stefnuræðu sinni sagði hann að ríkis- sjóður yrði á næsta ári rekinn með meiri afgangi en nokkru sinni fyrr. “Afgangurinn verður nálægt 30 milljörðum króna,” sagði hann og bætti við: “Þriðja árið í röð verður af- gangur á ríkissjóði meiri en 20 millj- arðar eða samanlagt meiri en 80 millj- arðar frá árinu 1999.” Þá fjallaði forsætisráðherra sérstak- lega um “kjör heimila” og sagði þau hafa stórbatnað frá árinu 1995. Til viðbótar við aukningu cinkaneyslu, sem jafngilti 1,5 milljónum króna á hverja ljögurra manna fjölskyldu, sagði hann að almennur kaupmáttur hefði vaxið um tæp þrjátíu prósent frá Forsætisráðherra: Þess hefur verið gætt að kaupmáttar- aukningin nái einnig til öryrkja. árinu 1993 og bætti síðan við orðrétt: “Þess hefur verið gætt að kaupmátt- araukningin nái einnig til þeirra sem ekki semja um kjör sín, svo sem aldraðra og öryrkja og hafa öll þau skref sem ríkisstjórnin hefur stigið undirstrikað þann vilja hennar að varðveita og efla kaupmátt þessara hópa á kjörtímabilinu.” Össur Skarphéðinsson: Bilið milli þeirra sem hafa nóg og hinna heldur áfram að gliðna. Ö s s u r Skarphéðins- son, formaður Samfylking- arinnar, talaði næstur og vís- aði til mót- mælaaðgerða sem öryrkj- ar og aldraðir höfðu staðið fyrir við setn- ingu Alþingis deginum áður. Hann sagði: “I góðærinu sem stjórn- völd lýsa sem hinu mesta í sögu þjóðarinnar er það sannkölluð þjóðarskömm að á meðal okkar er stór hópur, allt of stór, sem býr við kjör sem duga varla fyrir nauðþurftum eða brýnustu fram- færslu. Við sáum hluta þessa hóps fyrir utan Alþingishúsið í gær, aldraða og öryrkja sem eru sannarlega búnir að fá sig fullsadda af þessu góðæri ríkisstjómarinnar. Það er góðæri sem þetta fólk finnur ekki.” Og áfram hélt Össur: “Öflugt mark- aðskerfi, eins og við styðjum flest í þessum sal, kallar nefnilega á styrkar stoðir velferðarkerfisins, ella eykst misskiptingin í samfélaginu. Bilið milii þeirra sem hafa nóg að bíta og brenna, eins og flestra okkar í þessum sal, og hinna heldur áfram að gliðna og það er því miður það sem er að gerast í samfélaginu í dag.” F é 1 a g s - málaráðherra, Páll Péturs- son, var nokkuð á öðrum nótum, kvað að flestu leyti bjartara yfir þjóð- lífinu nú, en sú heillaþróun hefði hafist með þátttöku flokks hans í ríkisstj órn vorið 1995. Engu að síður sagði ráð- herrann: “Þótt lífskjör hér séu betri en í næstum öllum öðram löndum er þó brýnt að bæta enn frekar en gert hefur verið kjör öryrkja og þess hluta aldraðra sem lægstar tekjur hafa.” Steingrím- ur J. Sigfús- son, formaður V i n s t r i grænna, hóf mál sitt á til- vitnun í Upp- boðið eftir Jón úr Vör, þar sem lýst er nístandi áhrifum heim- ilisgjaldþrots og niðurbrots fjölskyldu á s a k 1 a u s a barnssál - veruleika sem vegna lög- boðinnar fátæktar heldur áfram að setja mark sitt á sálir barna á Islandi. Þegar Steingrímur hafði gert grein fyrir því að tekjur aldraðra þyrftu að hækka upp undir 20% til að vera sam- Steingrímur J. Sigfússon: Lág sam- félagsleg laun öryrkja eru einn ljótasti smán- arbletturinn á velferðarkerfinu islenska. Félagsmálaráðherra: Brýnt að bæta kjör öryrkja. 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.