Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Qupperneq 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Qupperneq 37
Bernskunnar blíðu jól Er nálgast heilög hátíð og hjartað örar slær. í huga merlar minning sem mér er hugumkær. í bænum gamla en bjarta þar barn ég átti skjól hvarf myrkrið mínu hjarta: Á morgun voru jól. Og ánum gaf ég græna og góða tuggu þá. Ég gerði stans hjá Gibbu sem gælur vildi fá. Ég herra Skjóna hressti og honum blítt ég strauk. Á mér var asi mesti er útiverkum lauk. í bænum ilm og angan ég óðar nam og fann. Ég fylltist ljúfri langan og ljós í stjaka brann. Þó mamma stæði í striti, hún strauk um vanga mér. Mér lýsir líkt og viti sú ljúfa minning hér. Þó burtu sé hin bjarta og bernskulétta þrá, ég enn á innst í hjarta um endurminning þá, svo kæra mynd sem man ég um minnar ævi skeið. Hún bregður birtu á veginn og bratta ævileið. Helgi Seljan. Þar var framkvæmdastjórn falið að setja saman texta að umsögn til fé- lagsmálanefndar Alþingis sem lagður yrði fyrir aðalstjórn. Las því næst tillögu að umsögn og ítarlega greinargerð um málið allt. Nokkrar fyrirspurnir komu fram svo og smá- vægilegar breytingar sem teknar voru til greina. Kristján Sigur- mundsson kvað Styrktarfélag van- gefinna mundu skila séráliti þar sem fram kæmi samþykki við meginmál frumvarps til laga um félags- þjónustu. Kvaðst því mundu sitja hjá við afgreiðslu umsagnar. Vil- mundur Gíslason minnti fundar- menn á hina jákvæðu afstöðu Þroskahjálpar til yfirfærslunnar. Heidi Kristiansen kvað mikið á skorta að nægileg þekking væri til staðar í smærri sveitarfélögum. Emil Thóroddsen kvað vandaða út- tekt hafa farið fram hjá Gigtarfélagi íslands og niðurstaðan verið full efa- semda og fyrirvara. Sigurrós M. Sigurjónsdóttir minnti á smæð minnstu sveitarfélaganna og spurði: Hvað gerist ef “dýr” ein- staklingur fæðist í slíku sveitarfé- lagi? Áslaug Ragnars kvað ÖBÍ eiga að freista þess að ná samstöðu við Þroskahjálp um málið. Jón Sigurmundsson kvaðst sitja hjá enda hefði Umsjónarfélag einhverfra ekki tekið endanlega afstöðu. Pétur Bjarnason lagði til orðalagsbreyt- ingar sem samþykktar voru, en studdi umsögnina mjög eindregið. Umsögnin síðan samþykkt með at- kvæðum 16 aðildarfélaga. Fulltrúar tveggja sátu hjá s.s. áður hefur fram komið. Umsögnin í heild er birt hér í blaðinu. 5. Önnur mál Heidi Kristiansen greindi glögg- lega frá fundi sem hún sat niðri í menntamálaráðuneyti fyrir Öryrkja- bandalagið þar sem sérkennslumið- stöð Evrópusamtakanna var kynnt af fulltrúum hennar. Evrópumiðstöðin var sett á laggirnar í framhaldi af Helios - verkefninu. Þar fer fram mikið og gott starf og sérátök eru í gangi varðandi ýmsar fatlanir s.s. lesblindu. Námsefnisskortur væri mikill. Formaður, Garðar Sverrisson þakkaði afar málefnalegan fund og sleit fundi klukkan 19.15. H.S. Hlerað í hornum Ljóskan gekk of tæpt á árbakkanum og lenti í ánni og nærstaddur maður fór fram á bakkann og rétti henni regnhlífina sína til að bjarga henni. En þá sagði ljóskan: “Nei, takk, ég er orðin alveg gegnblaut”. Gestur einn á dýru hóteli bað hótel- stjórann að vekja sig klukkan hálf átta morguninn eftir komuna á hótelið. Nú vaknaði gesturinn tíman- lega og beið svo eftir hringingunni, en það var fyrst klukkan átta sem hótelstjórinn hringdi. Gesturinn var hinn versti og sagði: “Hugsaðu þér nú að ég hefði þurft að ganga frá milljónasamningi fyrir átta”. Þá svaraði hótelstjórinn: “Ef þú vær- ir að ganga frá þannig samningi þá hefðirðu ekki gist á svona ódýru hóteli”. *** Tveir vinir hittust og tóku tal saman. “Ja, nú liggur Magnús vinur okkar á spítala”. “Hvað segirðu og ég sem sá hann vera að dansa vangadans við laglega, ljóshærða blómarós í gær- kvöldi”. “Það var nú lóðið. Konan hans sá það líka”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.