Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 40
- Varstu ekki að einhvern tímann að vinna á borpalli úti í ballarhafi? - Jú, í Norðursjónum. Það var ágætt, gott kaup, en ekki ákjósanlegt til lang- frama. - í Norðursjónum, já. Þá höfum við kannski ekki verið svo ýkja langt frá hvor öðrum, þegar ég var þar á síld. - Nei, líklega ekki. - En nú ertu kominn „heim í heiðardalinn“ ? - Það má kannski orða það svo. Ég vinn þarna í Vélsmiðju Guðmundar. Jói benti út um gluggann. - Og farinn að svíkjast um í kaffitímanum. - Vitaskuld. Þú varst alltaf opinn fyrir öllum vél- um, öllu sem snérist. - Jú, ég fékk snemma þá bakteríu. - „Rokkarnir eru þagn- aðir “ söng Steingrímur djúpri rödd. Þrátt fyrir hæs- ina minnti hann á Paul Robeson. Kannski var þarna maður sem hafði glatað draumi sínum vegna ytri aðstæðna. Hann söng lagið til enda. - Manstu, sagði hann við Jóa að söng loknum. - Manstu? Jói kinkaði kolli og brosti. I brosinu glömpuðu ósagðar minningar. Ertu enn á sjónum? spurði hann eftir nokkra þögn. Steingrímur svaraði ekki að bragði heldur starði í gólfið. Rithöfundurinn væntanlegi hélt að hann væri að lognast út af. En svo lyftist höfuðið. Hann horfði á sinn gamla skóla- bróður sollnum augum. í þeim mátti lesa hyldjúpt vonleysi. - Nei, það er búið ... búið að sjá fyrir því ... já, sjá f-fyrir því, kunningi. Sjáðu. Steingrimur dró hægri höndina upp úr frakkavasanum - en það var ekki hönd, heldur stúf- ur. Höndin var horfin. Steingrímur slengdi stúfn- um á borðið hjá Jóa svo leirtauið dansaði - síðan varð þögn, djúp og magn- þrungin þögn. Horaða pían lét sig hverfa inn í kompu bak við skenkinn. Sú bústna sem höggvin í stein. Leit snöggt í augu hans og lagfærði hlýrana á svarta brjóstahaldaranum. Hnykkti síðan til höfðinu, gekk fram í stofuna og tók að tína saman leirtauið af borðunum. - Hvernig vildi ... þetta til? spurði Jói með hlut- tekningu. - Svona fer fyrir þeim er sjá þjóðinni fyrir lifibrauði. Ekki flottræflarnir sem hirða afraksturinn. Ekki þeir er hanga yfir pappírs- rusli. Nei, þeir hafa heilar hendur til að geta talið seðlana. Er það eitthvert réttlæti, ha! Steingrímur reis á fætur og slagaði fram á gólfið. Vatnssósa rosabullurnar skildu enn eftir sig blauta slóð. Hann nam staðar á miðju gólfi og lyfti hand- leggjum yfir höfuðið. Minnti á mynd af her- mönnum nasista er höfðu gefist upp fyrir herjum Rússa við Stalingrad. í augunum brann grimmd aðþrengds veiðidýrs. - Er það réttlátt! hrópaði hann. Röddin var svo sterk að loftið titraði. Síðan varð hann klökkur. Bretti upp ermi og rak stúfinn að Jóa. Hluti húð- flúrs á framhandlegg hafði höggvist brott við slysið. - Þessi fór svona, einn, tveir, þrír í Kolluálnum. Fé- lagi minn flattist út við hliðina á mér. Varð að ein- um blóðgraut. — Gvöð! kvakaði sú hor- aða. Hún var tekin til að bera leirtauið af skenknum inn í kompuna. - Þetta er, sko, skeina, b- bara skeina, miðað við það. En það hvarf fleira. Ára- löng vinátta byggð upp í Krafizt afgreiðslu á kaffinu. Teikn.: Hildur Seljan. baráttunni við hafið. Einn- ig margar góðar stundir undir miðnætursól. A-allt vinátta ... vinátta. Stein- grímur seig niður á stólinn og strauk tár af óhreinum vöngum. Jói opnaði munninn en kom ekki upp orði. Var sem hann skynjaði ekki til hlítar þessi orð gamals skóla- bróður. Hann leit á klukk- una og bjóst til að hverfa til vinnu sinnar. Steingrímur leit upp. - Nei, þú segir ekkert ... e-eða ... Kannski er ekkert að segja - e-ekki grand, hikk. - Ég ... hérna ... Jói leit aftur á úrið. „ ... hvort er ég heldur hann, sem lifir, / eða hinn, sem dó?“ Hvað veit maður, vinur. Hvað veit maður? Ró færðist yfir þann drukkna eftir að hann hafði farið með þessar ljóð- línur Steins. Svo reis hann hægt á fætur. Harka augn- anna að lifna á ný. - Hvert er þitt álit? Jóa vafðist tunga um tönn. Bæði var að kaffi- tími hans var kominn úr böndunum og svo hitt að hann vissi ekki eftir hvaða áliti Steingrímur leitaði. - Já, þú hikar. Þið hikið allir. En á hverju nærist þessi þjóð, öll embættis- mannahersingin, banka- hallirnar, þessi fúakytra, þú o-og allt heila galleríið? Geturðu svarað því? En Jóa vafðist tunga um tönn. Þá lagði Steingrímur heila handlegginn yfir um axlir Jóa. - Ef þú veist það ekki, vinur, skal ég koma þér í skilning um það. Þessi þjóð lifir fyrst og fremst á striti okkar sjómannanna, myndi geispa golunni rétt eins og blágóma í sólskini, ef við héldum ekki í henni tórunni. Steingrímur slangraði að skenknum og sló þéttings- fast ofan í plötuna. - Er enginn við af- greiðslu hér? þrumaði hann. Horaða pían kom innan úr kompunni. - Viltu gjöra svo vel og brjóta ekkert hér inni, hvæsti hún. - Hvað vilt þú upp á dekk, tindabikkjan þín. Þú líkist dyrgjunni sem ég hokraði með rétt eftir stríð- ið og var lullónýt í bólinu. Láttu mig hafa kaffi uppá krít og það strax. Pían sótroðnaði, hrökk frá skenknum og hvarf inn í kompuna. - Hvur andskotinn er þetta! Fá menn ekki af- greiðslu hér! 40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.