Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Side 49
Hugrún F. Sigurðardóttir Ákall á aðfangadag (Amma höfundar í öndunarvél) Heil sért þú. María guðsmóðir hins elskaða sonar, full náðar og dýrmætra tilfinninga sem ég dag hvern finn. Megir þú verða elskuð fýrir það að hafa alið frelsara okkar. Kærleikurinn ríkir í þínu nafni og megi hann lengi lifa. Tákn sálarinnar er von og trú sem faðmar kærleikann. Sonurinn skilur oss í blíðu og stríðu. Um alla eilífð munu hjörtu okkar hvíla í þínu blómi. Guðdómleiki þinn sigrar allt og alla. Svo hljómar mín trú í þínu nafni og allra sannkristinna manna sem dreifðir eru um víða veröld. Draumar mannkyns boða frelsun sem kemur frá þínum ástríku höndum. Plánetur himingeimsins veltast um af og til í tómarúmi ringulreiðarinnar. En þú ert alltaf til staðar og kemur eins og kölluð, drottning frelsunar og friðar. Hugrún Fanney dóma sem algengastir eru. í umferli er mikil áhersla lögð á að nýta heyrn- ina vel ef hún er til staðar svo og önnur skynfæri. Mér fannst alveg ótrúlegt hvað ég gat þjálfað mig í að hlusta og lykta til að átta mig á hvar ég var stödd þegar ég gat ekki notað sjónina. Það kom mér dálítið á óvart hversu hjálplegt fólk var að segja okkur til þegar við vorum að æfa okkur utandyra. Við fórum t.d. í tívolí að kvöldlagi og vorum þá með mjög þykkt plast í gleraugunum þannig að ljósin runnu öll saman og næstum því ógerlegt að greina að hluti. Við vorum tvær og tvær saman, önnur mjög sjónskert og hin fylgdarmaður með “fulla” sjón. Við vorum stopp- aðar hvað eftir annað og varaðar við tröppum og staurum og sem fylgdar- menn sáum við að fólk fylgdist vel með okkur og var tilbúið að hlaupa til og bjarga okkur ef því fannst okkur stafa hætta af einhverju. Á miðju tímabilinu var hálfs mán- aðar verknám og var ég á sjónstöð þar sem ég fylgdist með störfum sjónráð- gjafa. Við fórum saman í vitjanir heim til fólks bæði til að prófa og af- henda hjálpartæki svo og til að leið- beina og viðhalda færni fólks við hina ýmsu þætti. í lok námsins fór ég aftur í verknám á þennan sama stað og þá í heilan mánuð. Meðal þess sem ég gerði var að kenna nýblindum manni að nota hvita stafinn og læra nokkrar mismunandi leiðir svo hann gæti farið einn út í göngutúr þegar hann langaði til. Þetta hafði mikla þýðingu bæði fyrir hann og eigin- konu hans því áður hafði hann ekki farið út úr húsi nema með hennar að- stoð. Ég er mjög ánægð með námið í heild sinni, það var vel skipulagt og farið í mikið efni á skömmum tíma. Þetta var ögrandi verkefni að takast á við og oft á tíðum erfitt, þó sérstak- lega fyrst á meðan ég var að ná tök- um á dönskunni. Ég er samnemend- um mínum mjög þakklát því þeir reyndust mér mjög hjálpsamir enda Danir upp til hópa mjög elskulegt fólk sem gott er að eiga samskipti við. Vala Jóna Garðarsdóttir, þroskaþjálfi og ADL- og umferliskennari Hlerað í hornum Prestur einn eystra flutti hjartnæma útfararræðu og lýsti m.a. öllum þeim dásemdum sem biðu fólks hinum megin. I erfidrykkjunni var fleira drukkið en kaffi og þrengdu menn nú að presti að hann upplýsti hvaðan honum kæmi vitneskja um þetta allt hinum megin. Prestur varðist lengi vel en loks sagði hann: “Ja, ég veit svo sem ekkert um þetta, en það er einhver andskotinn á bak við þetta allt saman”. Þrír feitustu útgerðarmenn landsins gengu á fund þáv. sjávarútvegsráð- herra og báru sig afar aumlega með mörgum hjartnæmum orðum um eymdarkjör útgerðarinnar. Ráðherr- ann mældi þá út með augunum og sagði svo: “Ja, þið hafið alla vega nóg að borða”. Ekki er öll vitleysan eins. Það var um miðja öldina að ungur maður úr afdal einum nyrðra kom til Akureyrar og vildi fá starf við vörubílaakstur. Framkvæmdastjórinn sá sér leik á borði þegar hann fann inn á mikinn ókunnugleika unga mannsins varð- andi allt sem snerti bíla og bað hann leysa eitt verkefni fyrir sig og það væri að skipta um loft í dekkunum á einum bílnum, því það væri orðið alltof gamalt loftið sem í dekkunum væri. Fékk honum ventlalykil og pumpu mikla og eftir smátíma kom ungi maðurinn móður og másandi inn eftir púlið: “Ja, hann ætti að komast langt núna á nýja loftinu”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 49

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.