Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Qupperneq 59

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.2000, Qupperneq 59
að fá í sinn hlut. Mismunurinn upp á 372 millj.kr. fer rakleitt í ofuraf- ganginn mikla og mætti sannarlega minnast þessa, þegar menn fara enn og aftur að hæla sér af afganginum. Allir eiga að vita bráðbrýna þörf þessa fjármagns til að bæta búsetu- og þjónustuþörf fatlaðra og þá þroskaheftra alveg sér í lagi og það er því nöturlegt að horfa upp á 60% lög- boðinna tekna Framkvæmdasjóðs fara beint í milljarðaafganginn mikla. En hver veit nema Eyjólfur hressist og máske verður þessari upphæð skil- að inn í tryggingapakkann, vonandi væna og ríflega, þegar víðáttuleitinni er lokið. Ekki ætti að þurfa að tíunda það á tækniöld nútímans hversu menntun öll er mikilvæg og dýrmæt. Ekki síst er hún fötluðum mikilvæg þar sem margir í þeim hópi geta hvergi nærri gengið í hvaða starf sem er. Það fer heldur ekki á milli mála að fatlaðir sækja fram á þessu sviði sem öðrum og kappkosta að sækja sér menntun sem nýst getur þeim á lífs- leiðinni. En annmarkar eru margir á þeirri vegferð. Við verðum átakan- lega vör við það hér á bæ að jafnvel hin lægstu skóla - eða innritunargjöld eru svo mörgum fótakefli á þeirri leið, fátæktin í ömurlegri mynd þess að illkleift eða ókleift sé að sækja sér menntun er svo alltof víða á fleti fyr- ir. Þetta sýna sívaxandi umsóknir í námssjóði okkar þar sem alltof marg- ir þurfa einfaldlega fyrirframstyrk svo unnt sé að heija námið. Við þekkjum það líka vel frá okkar ágætu stofnun Hringsjá - starfsþjálfun fatl- aðra hve erfitt það er fyrir marga að fóta sig á námsbraut á nýjan leik eftir að hafa á einhverju stigi flosnað upp frá námi eftir slys eða veikindi. Alveg sér í lagi er þetta oft erfitt fyrir þá sem eiga við andlega erfiðleika að glíma. Það þarf því að mörgu að huga til að tryggja greiðar leiðir allra sem vilja mennta sig að þeirri menntun sem þeir telja helst hæfa sér. Bætt kjör þessa fólks er virkasta og besta leiðin að því marki að fatlaðir megi á hverjum tíma sinna hverju því á menntasviði sem hugurinn helst girnist. Ein hinna undurfögru mynda Margrétar Traustadóttur. (Sjá bls. 35). þeirra mörgu pistla sem hann hefur í áranna rás látið frá sér fara undir þessu heiti. Ekki fer það milli mála að þar hafa hinir ýmsu þættir kjara- mála verið fyrirferðarmestir og oft hefur sömu hlutina borið á góma aftur og aftur og því miður ekki að nauðsynjalausu. En við að fletta þessum rúmu 50 blöðurn kemur þó glögglega í Ijós, að fjölbreytileikinn er mikill þó meginþemað sé líkt. Jafnhliða því að taka á ýmsum mál- efnum sem ævarandi teljast, hafa svo málefni stundarinnar verið tekin fyrir og reynt að kryfja þau svo sem kostur hefur verið. Viðbrögð hafa ævinlega allnokkur verið, en ritstjóri reynt svo að koma ýmsum þáttum út í aðra og fjöllesnari fjölmiðla. hagsmunamál fatlaðra sem á hverjum tíma eru mest aðkallandi. Eins og það hefur jafnan verið gjört veit ég að svo mun áfram verða. Leiðin til hins óskoraða jafnréttis á öllum sviðum er ærið löng, torsótt er hún og hindranir víða á vegi. Þar gildir hin stöðuga barátta fyrst og síðast, að slá aldrei af, að gleyma aldrei grundvallaratriðum, að eiga þá fullvissu fyrst og síðast að málstaðurinn er góður, hann er rétt- lætisins ogjafnaðarins megin. Góður málstaður mikilla raka fær sigur að lokum, hversu svo sem skammsýni og þröngsýni freista þess að bregða þar fyrir fæti. Ég árna nýjum ritstjóra og ábyrgðarmanni blaðsins allra heilla og bið þeim blessunar í starfi. H.S. Þegar undirritaður situr nú við að semja síðustu línurnar í brenni- depli dagsins þá hvarflar hugur til » r Osk mín til Oryrkjabandalags Is- lands er sú að það megi ævin- lega hafa í brennidepli brýnust þau FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 59

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.