Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 4

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Page 4
Ritstjórapistill Öryrkjabandalag íslands ákvað að una hvorki afturvirkni laganna né fymingarákvæðunum og höfð- aði því nýtt mál. Hæstiréttur kvað upp dóm þann 16. okt. síðastlið- inn þar sem afturvirkni laganna var dæmd ógild og Trygginga- stofnun því dæmd til þess að greiða lífeyrisþegum, sem höfðu orðið fyrir skerðingum vegna tekna maka, það sem upp á vant- aði fulla tekjutryggingu fyrir árin 1999 og 2000. Er því full ástæða til að halda því fram að Öryrkja- bandalagið hafi unnið nokkum sigur í málinu þar sem afturvirkni laganna var dæmd ógild. Hins vegar tók dómurinn ekki á því álitamáli hvort núgildandi ákvæði laga nr. 3/2001 um skerðingu tekjutryggingar stæðust stjómar- skrá enda var ekki um það spurt. Það hefur vakið athygli víða um heim að Öryrkjabandalag íslands skyldi þurfa að stefna íslenskum stjómvöldum vegna stjómarskrár- brots. Fáheyrt er í löndum sem við viljum helst miða okkur við að samskipti hagsmunasamtaka og stjómvalda séu með þessum hætti. Einnig er raunalegt að fylgjast með viðbrögðum ráð- herra og þingmanna stjórnar- meirihlutans á Alþingi sem fást ekki til að viðurkenna ósigur sinn heldur hafa í frammi digurmæli sem ætlað er að slá ryki í augu al- mennings og slæva jafnframt skömm þeirra og slæma sam- visku. Jafnvel er rætt um að úrslit dómsins snerti fyrst og fremst þá sem hafa það best á meðal ör- yrkja. Ekki verður í þetta sinn fullyrt um framhald þessa máls. Stjóm- arandstaðan hefur lýst þeirri skoðun sinni að afnema beri ákvæði laga um skerta tekjutrygg- ingu vegna tekna maka, en eðli- legt verður að telja að tekjutrygg- ingin sé talin hluti gmnnlífeyris sem öryrkjum ber. Þennan hluta er þó eðlilegt að skerða að ein- hverju marki vegna eigin afla- tekna. Um það hefur aldrei verið ágreiningur af hálfu Öryrkja- bandalags Islands. Pólitískt raunsæi Jóns Krist- jánssonar Þann 25. mars síðastliðinn náð- ist merkur áfangi í samskiptum Öryrkjabandalags íslands og stjórnvalda þegar þeir Garðar Sverrisson, formaður Öryrkja- bandalags Islands og Jón Krist- jánsson, tryggingaráðherra stað- festu samkomulag milli ríkis- stjómarinnar og bandalags þess eðlis að grunnlífeyrir öryrkja skyldi sæta sérstökum reglum. Mun gmnnlífeyrir öryrkja sem metnir em til örorku 18 ára eða yngri hækka um helming. Þessi hluti lífeyrisins skerðist svo um rúmar 400 kr. fyrir hvert ár sem líður. Sé maður metinn til örorku þegar hann er 67 ára hefur viðbót- in fallið brott enda má gera ráð fýrir að sá hinn sami hafi aflað sér réttinda til greiðslu úr lífeyris- sjóði. Þar með viðurkenna stjóm- völd í verki að bæta beri öryrkjum ævikjör þeirra. Þá felst í sam- komulaginu að aukin áhersla verður lögð á endurhæfmgu ör- yrkja til starfa enda hafa stofnanir eins og Starfsþjálfun fatlaðra sýnt svo að ekki verður um villst að aukin menntun og hæfing öryrkja bætir lífsgæði þeirra. Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands samþykkti eftirfarandi ályktun í ljósi áðumefnds sam- komulags: Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands, haldinn fimmtudaginn 9. október 2003, fagnar því sam- komulagi sem náðst hefur við rík- isstjóm íslands um hið nýja kerfí örorkulífeyris sem tekið verður upp frá og með 1. janúar næst- komandi. Með kerfisbreytingu þessari er hin margvíslega sér- staða öryrkja viðurkennd í verki. Fyrir það pólitíska raunsæi eiga íslensk stjómvöld þakkir skildar. Samkomulagið markar ekki að- eins þáttaskil í sögu og þróun al- mannatrygginga, heldur einnig í samskiptum stjómvalda við Ör- yrkjabandalag íslands. Með beinu og milliliðalausu samkomulagi við bandalagið sýna ráðamenn þjóðarinnar mikilsverðan skilning á nýjum og breyttum viðhorfum til mannréttindabaráttu fatlaðra. Öryrkjabandalag Islands lítur svo á að þau þáttaskil sem hér hafa orðið, ásamt því góða sam- starfi sem hafíð er í tilefni Evr- ópuárs fatlaðra, marki upphafið að betri og bjartari framtíð, sam- félaginu öllu til hagsbóta. Nútím- inn krefst þess að stjómvöld og samtök fatlaðra haldi áfram að vinna sameiginlega að því brýna verkefni sem þeim hefur verið treyst til að leysa - því verkefni að rjúfa einangrun fatlaðra, leyfa þeim að njóta raunvemlegs frelsis og taka fullan þátt í því lýðræðis- lega samfélagi sem við Islending- ar viljum búa í. A næstu vikum gefst stjómvöld- um tækifæri til að bæta hag ör- yrkja að mun. Enn skortir þó á að lífskjör þeirra sem eingöngu lifa á bótum almannatrygginga séu sambærileg við það sem þekkist á öðmm Norðurlöndum. Því ber að vona að ýmsar skerðingar, sem fyrirhugaðar em samkvæmt tjár- lagafrumvarpi því sem nú er til af- greiðslu á Alþingi, komi ekki til framkvæmdar. Arnþór Helgason www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.