Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Qupperneq 7

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Qupperneq 7
Yfirlit formanns Samkomulag Garðars Sverrissonar og Jóns Kristjánssonar markaði tímamót í samskiptum Öryrkjabandalags íslands og stjórnvalda. Það hefur rutt braut- ina til bættra samskipta og betra samstarfs. (Ljósmynd - Mbl. Jim Smart) sem við höfðum síðast erlendis frá hafa engin heildarsamtök fatlaðra náð fram neinum þeim árangri á Evrópuárinu sem kemst nálægt því að jafnast á við þær réttarbætur sem Öryrkjabanda- lagið hefur nú náð fram með samkomulagi sínu við stjórn- völd. Þótt samningsvinnan hafí fyrst og fremst mætt á formanni bandalagsins, hefði árangurinn ekki orðið sá sem raun ber vitni nema að baki hefði staðið órofa fylking sem staðráðin var í að standa saman í þessu langa samningaþófi og láta hvergi finna á sér höggstað. Þessi órofa samstaða aðildarfélaga ÖBÍ, sem ítrekað hefur reynt mjög á, er í raun meginskýringin á þeim núkla árangri sem við að lokum náðum. Framtíð íslenskrar getspár tryggð Af íjölmörgum öðrum málum, sem flest hver heyra til hefð- bundinna viðfangsefna Öryrkja- bandalags íslands, samvinnu við önnur samtök og stofnanir, um- sagnir um frumvörp og þings- ályktanir, einstaklingsmál og al- menna hagsmunabaráttu, bar helst til tíðinda að á þessu ári tókst okkur að tryggja pólitískan stuðning allra þingflokka við framlengingu á starfsleyfi ís- lenskrar getspár í þeirri mynd sem verið hefur frá upphafi. I samvinnu við þá aðila sem eiga og reka Lottóið með okkur, íþróttasamband Islands og Ung- mennafélag íslands, rituðum við þeim stjómmálaflokkum sem í framboði voru og fómm fram á að þeir svöruðu því til hver af- staða þeirra væri til framlenging- ar á starfsleyfi Getspárinnar í þeirri mynd sem verið hefur. Þótt lítilsháttar blæbrigðamunur væri á svömm þeirra voru þau efnis- lega samhljóða um þann kjama máls sem mikilsverðastur var og okkur skipti mestu. I svari frá Vinstri hreyfingunni - grænu framboði kemur fram að flokkurinn styðji ofangreind samtök heilshugar og hafi ekki neinar hugmyndir um að gera breytingar á þeirri íjármögnunar- leið sem hér um ræðir. I svari Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn hafi engin áforni um annað en að styðja framlengingu starfsleyfis Islenskrar getspár á næsta kjörtímabili í þeirri mynd sem verið hefur. Framsóknar- flokkurinn svarar einnig á þann veg að hann sé því fylgjandi að Islensk getspá fái framlengingu starfsleyfis síns í þeirri mynd sem verið hefur. I sama streng tekur Samfylkingin sem segir að hún muni styðja framlenginguna í óbreyttri mynd. Loks segir í svari Frjálslynda flokksins að flokkurinn telji að stuðningur við framlengingu á starfsleyfi ís- lenskrar getspár í núverandi mynd sé nauðsynlegur. Kjarabaráttan ber árangur I ársskýrslum síðustu ára hefur formaður Öryrkjabandalagsins lagt sig fram um að vekja athygli á þeim bágu kjörum sem öryrkj- ar búa við og birst hafa okkur í margvíslegri mynd. Þótt hugsun- in hér að baki hafi vitaskuld ver- ið að veita greinargóðar upplýs- ingar og brýna okkur sjálf í bar- áttunni, hefur þessi málflutning- ur einnig orðið til þess að sum í okkar röðum hafa síður tekið eft- ir þeim árangri sem baráttan hef- ur þrátt fyrir allt skilað - fengið á tilfmninguna að okkur hafi að vísu tekist að vekja fólk til vit- undar um lífskjör öryrkja en vær- um að flestu öðru leyti í sömu sporum og við hefðum verið þegar ákveðið var að grípa til harðskeyttari baráttuaðferða undir lok síðasta áratugar. Af þessum sökum er gagnlegt að staldra við um stund og riíja að- eins upp. Snemma árs 1998 lagði kjara- tímarit öryrkjabandalagsins 7

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.