Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Side 10

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2003, Side 10
Yfirlit formanns 8. Róttækasta framfaraspor- ið í réttindabaráttu okkar og það sem í framtíðinni á sennilega eft- ir að marka varanlegust spor verður vafalítið sú gerbylting á kerfi örorkulífeyris sem hér í upphafi var rakin. Að viðbættu sjálfu inntaki hins breytta fyrir- komulags, þeirri nýju og fram- sæknu hugsun sem að baki býr, á réttarbót þessi það sammerkt með ýmsum þeim sem hér að framan hafa verið raktar að hafa náðst fram í sátt og samlyndi, þar sem Öryrkjabandalagið og ríkis- valdið hafa gengið til samninga- viðræðna á jafnréttisgrundvelli, leyst úr ágreiningsmálum sínum eins og siðaðra manna er háttur í stað þess að munnhöggvast gegnum fjölmiðla. Þótt áróðurs- vinna síðustu ára skipti hér auð- vitað sköpum, megum við ekki gleyma því að hér þarf tvo til. Að öðrum ólöstuðum munar þar mestu að í embætti trygginga- málaráðherra hefur valist ein- staklingur sem hefur til að bera pólitískt raunsæi og ósvikinn vilja til að leysa þau ágreinings- mál sem uppi hafa verið með málamiðlunum þar sem hagur öryrkja er ekki fyrir borð borinn. Vitaskuld hafa margvíslegar aðrar réttarbætur náðst fram á þessurn síðustu árum, bæði fyrir tilstuðlan Öryrkjabandalagsins og aðildarfélaga þess, réttarbætur sem sumar hverjar snerta ef til vill ekki marga einstaklinga en hafa þó í ýmsum tilvikum skipt sköpum fyrir afmarkaða hópa. Þegar við því lítum yfir sviðið og förum m.a. yfir þau mál sem hér að ofan hafa verið tilgreind, má okkur ljóst vera hverju samtaka- mátturinn hefur skilað og mun halda áfram að skila ef okkur að- eins tekst að varðveita þá sam- stöðu og samheldni sem Öryrkja- bandalagið hefur borið gæfu til að sýna í baráttu síðustu ára. Tak- ist okkur það verður ekki hjá því komist að vígstaðan haldi áfram að styrkjast og upp renni framtíð aukins jafnréttis og raunveralegs frelsis fötluðum til handa - fram- tíð þar sem stjórnvöld munu halda áfram á þeirri skynsamlegu braut að vinna að úrlausn mála í náinni samvinnu við okkur í stað þess að efna til átaka. Garðar Sverrisson formaður Öryrkjabandalags íslands Hlerað í hornum Faðirinn var að segja syni sínum frá því að það hefði tekið hundrað ár að reisa einn pýr- amída. Þá sagði sonurinn: "Það hlýtur þá að hafa verið verktakinn sem er að gera við hús- ið okkar". Þessi saga hlýtur að vera sönn því að hún var á vef Hafnarfjarðar: Einu sinni var Lúðrasveit Hafnarfjarðar að æfa á Kaplakrikavelli. Stjórnand- inn bað einn hljóðfæraleik- arann að fara á hinn enda vallarins til þess að athuga hljómburðinn. Maðurinn skundaði þangað. Lúðra- sveitin hafði ekki leikið lengi þegar hann hrópaði: "Komið þið og hlustið sjálfir! Hljómburðurinn er alveg frábær!" Og þeir fóru allir á hinn vallarhelminginn til þess að hlusta. 10 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.